Dylan og Ronan Farrow mjög ósatt við viðtalið eldfima Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2018 10:20 Frá vinstri: Ronan Farrow, Dylan Farrow, Mia Farrow, Soon-Yi Previn og Woody Allen. Vísir/Getty Fóstursystkinin Dylan og Ronan Farrow eru mjög ósátt við viðtal New York Magazine tímaritsins við Soon-Yi Previn, eiginkonu Woody Allen. Koma þau móður þeirra, Miu Farrow til varnar, og segja viðtalið vera ófaglegt auk þess sem það innihaldi „undarlegan tilbúning.“ Mia og Allen ættleiddu Dylan en Ronan er sonur Miu og Woody Allen. Vísir fjallaði fyrr í dag um viðtalið við Soon-Yi Previn sem þykir eldfimt . Í því kemur Soon-Yi eiginmanni sínum til varnar en Dylan hefur sakað hann um að hafa misnotað sig kynferðislega er hún var aðeins sjö ára gömul. Í yfirlýsingu sem Dylan birti á Twitter vegna viðtalsins gagnrýnir hún harðlega að Daphne Merkin hafi tekið viðtalið en í því tiltekur blaðakonan sjálf að hún og Allen hafi verið vinir um áratuga skeið. „Sú hugmynd að láta vin meints níðings skrifa einnar hliðar árás þar sem hann ræðst á trúverðugleika fórnarlamba sinna er ógeðsleg,“ skrifaði Dylan en undir þetta tekur Ronan sem starfar sjálfur sem blaðamaður og getið hefur sér gott orð fyrir afhjúpandi umfjöllun um kynferðislegt ofbeldi valdamanna í Hollywood. „Ég er hneykslaður á algjöru virðingarleysi við staðreyndir, það að ekki hafi verið leitað til þeirra sem urðu vitni að því sem fjallað er um í viðtalinu og gátu mótmælt þeim ósannindum sem finna má í viðtalinu,“ skrifaði Ronan. Í viðtalinu sakaði Soon-Yi Miu um að hafa nýtt sér MeToo-hreyfinguna til þess að koma höggi á Allen og að hún hafi stillt Dylan upp sem fórnarlambi. Þá sagði hún einnig að Mia hafi beitt sig ofbeldi í æsku. Statement on New York magazine, which has done something shameful here: pic.twitter.com/xGeQP341OG — Ronan Farrow (@RonanFarrow) September 17, 2018 Koma bæði Ronan og Dylan Miu til varnar. Segir Ronan að Mia hafi verið og sé enn afar umhyggjusöm og að viðtalið sé aðeins tilraun Woody Allen og bandamanna til þess að grafa undan trúverðugleika Dylan. Þá segir Dylan að enginn sé „stilla henni upp sem fórnarlambi“ og að New York Magazine ætti að skammast sín fyrir að birta viðtalið. MeToo Hollywood Bandaríkin Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Henni var kennt að hata mig Wood Allen svarar dóttur sinni, Dylan Farrow. 9. febrúar 2014 14:05 Lýsir því hvernig hið umdeilda samband við Woody Allen hófst og segir hann fórnarlamb #Metoo í eldfimu viðtali Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. 17. september 2018 08:30 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Fóstursystkinin Dylan og Ronan Farrow eru mjög ósátt við viðtal New York Magazine tímaritsins við Soon-Yi Previn, eiginkonu Woody Allen. Koma þau móður þeirra, Miu Farrow til varnar, og segja viðtalið vera ófaglegt auk þess sem það innihaldi „undarlegan tilbúning.“ Mia og Allen ættleiddu Dylan en Ronan er sonur Miu og Woody Allen. Vísir fjallaði fyrr í dag um viðtalið við Soon-Yi Previn sem þykir eldfimt . Í því kemur Soon-Yi eiginmanni sínum til varnar en Dylan hefur sakað hann um að hafa misnotað sig kynferðislega er hún var aðeins sjö ára gömul. Í yfirlýsingu sem Dylan birti á Twitter vegna viðtalsins gagnrýnir hún harðlega að Daphne Merkin hafi tekið viðtalið en í því tiltekur blaðakonan sjálf að hún og Allen hafi verið vinir um áratuga skeið. „Sú hugmynd að láta vin meints níðings skrifa einnar hliðar árás þar sem hann ræðst á trúverðugleika fórnarlamba sinna er ógeðsleg,“ skrifaði Dylan en undir þetta tekur Ronan sem starfar sjálfur sem blaðamaður og getið hefur sér gott orð fyrir afhjúpandi umfjöllun um kynferðislegt ofbeldi valdamanna í Hollywood. „Ég er hneykslaður á algjöru virðingarleysi við staðreyndir, það að ekki hafi verið leitað til þeirra sem urðu vitni að því sem fjallað er um í viðtalinu og gátu mótmælt þeim ósannindum sem finna má í viðtalinu,“ skrifaði Ronan. Í viðtalinu sakaði Soon-Yi Miu um að hafa nýtt sér MeToo-hreyfinguna til þess að koma höggi á Allen og að hún hafi stillt Dylan upp sem fórnarlambi. Þá sagði hún einnig að Mia hafi beitt sig ofbeldi í æsku. Statement on New York magazine, which has done something shameful here: pic.twitter.com/xGeQP341OG — Ronan Farrow (@RonanFarrow) September 17, 2018 Koma bæði Ronan og Dylan Miu til varnar. Segir Ronan að Mia hafi verið og sé enn afar umhyggjusöm og að viðtalið sé aðeins tilraun Woody Allen og bandamanna til þess að grafa undan trúverðugleika Dylan. Þá segir Dylan að enginn sé „stilla henni upp sem fórnarlambi“ og að New York Magazine ætti að skammast sín fyrir að birta viðtalið.
MeToo Hollywood Bandaríkin Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Henni var kennt að hata mig Wood Allen svarar dóttur sinni, Dylan Farrow. 9. febrúar 2014 14:05 Lýsir því hvernig hið umdeilda samband við Woody Allen hófst og segir hann fórnarlamb #Metoo í eldfimu viðtali Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. 17. september 2018 08:30 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25
Lýsir því hvernig hið umdeilda samband við Woody Allen hófst og segir hann fórnarlamb #Metoo í eldfimu viðtali Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. 17. september 2018 08:30