Halldór Jóhann: Alltaf erfitt að spila á móti Fram Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 16. september 2018 21:45 Halldór getur verið ánægður með sína drengi. vísir/daníel „Þetta var fínn sigur hjá okkur, Fram er með hörku lið sem er alltaf erfitt að spila á móti“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH. „Þetta endar með tveimur mörkum sem mér finnst ekki sýna rétt mynd af leiknum. Miðað við hvernig síðari hálfleikurinn þróast þá voru við með 5-6 marka forystu allan tímann en gáfum bara eftir á loka mínútunum.” „Ég var ánægður með varnarleikinn hjá okkur og Birkir Fannar (Bragason) var góður í markinu fyrir aftan vörnina. Ef við hefðum nýtt dauðafærin okkar undir lok leiks og verið aðeins miskunarlausari þá hefði þetta sennilega endaði með stærri sigri, en auðvitað góður sigur hjá okkur.“ FH var heilt yfir betra liðið á vellinum í dag en Fram átti nokkur áhlaup sem hélt heimamönnum á tánnum. „Við vissum alltaf að það væru sveiflur í þeirra leik, það hefur alltaf einkennt Fram liðið. Við vissum að við þyrftum að halda stöðuleika og að það kæmu áhlaup frá þeim, við gerðum það og heilt yfir er ég ánægður með leikinn.“ „Mér finnst við vera með heilsteyptari leik núna en á móti Haukum í síðustu umferð, þar vorum við hægir fyrstu 15 mínúturnar. Miklu heilsteyptari leikur í dag og meiri stöðuleiki í okkar leik, nema kannski nýting dauðafæra og þeir leikmenn vita það bara sjálfir sem voru að klikka í dag.“ Það hafa verið óvænt úrslit í þessum fyrstu tveimur umferðum, Halldór segir það eðlileg þróun í upphafi móts en að það þýði ekkert að vanmeta neinn. „Það verða alltaf óvænt úrslit í upphafi leiktíðar. Það kemur einhver spá sem lætur deildina líta út fyrir að það sé langt á milli liðanna, en það er bara ekki svona langt á milli liðanna. Lið eins og Fram sem er spáð neðarlega og já KA fyrir norðan, þessi lið vilja glefsa og sýna hvað í þeim býr.” „Þessi lið eru bara að sanna sig fyrir okkur. Við þurfum að passa okkur hvernig við mætum í leiki, það er ekki í boði að vera værukærir og það þarf að bera virðingu fyrir hverjum einasta leik. Ef þú mætir ekki með þitt á hreinu þá færðu það í bakið og tapar leiknum, það er bara þannig sem þetta virkar.“ Olís-deild karla Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
„Þetta var fínn sigur hjá okkur, Fram er með hörku lið sem er alltaf erfitt að spila á móti“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH. „Þetta endar með tveimur mörkum sem mér finnst ekki sýna rétt mynd af leiknum. Miðað við hvernig síðari hálfleikurinn þróast þá voru við með 5-6 marka forystu allan tímann en gáfum bara eftir á loka mínútunum.” „Ég var ánægður með varnarleikinn hjá okkur og Birkir Fannar (Bragason) var góður í markinu fyrir aftan vörnina. Ef við hefðum nýtt dauðafærin okkar undir lok leiks og verið aðeins miskunarlausari þá hefði þetta sennilega endaði með stærri sigri, en auðvitað góður sigur hjá okkur.“ FH var heilt yfir betra liðið á vellinum í dag en Fram átti nokkur áhlaup sem hélt heimamönnum á tánnum. „Við vissum alltaf að það væru sveiflur í þeirra leik, það hefur alltaf einkennt Fram liðið. Við vissum að við þyrftum að halda stöðuleika og að það kæmu áhlaup frá þeim, við gerðum það og heilt yfir er ég ánægður með leikinn.“ „Mér finnst við vera með heilsteyptari leik núna en á móti Haukum í síðustu umferð, þar vorum við hægir fyrstu 15 mínúturnar. Miklu heilsteyptari leikur í dag og meiri stöðuleiki í okkar leik, nema kannski nýting dauðafæra og þeir leikmenn vita það bara sjálfir sem voru að klikka í dag.“ Það hafa verið óvænt úrslit í þessum fyrstu tveimur umferðum, Halldór segir það eðlileg þróun í upphafi móts en að það þýði ekkert að vanmeta neinn. „Það verða alltaf óvænt úrslit í upphafi leiktíðar. Það kemur einhver spá sem lætur deildina líta út fyrir að það sé langt á milli liðanna, en það er bara ekki svona langt á milli liðanna. Lið eins og Fram sem er spáð neðarlega og já KA fyrir norðan, þessi lið vilja glefsa og sýna hvað í þeim býr.” „Þessi lið eru bara að sanna sig fyrir okkur. Við þurfum að passa okkur hvernig við mætum í leiki, það er ekki í boði að vera værukærir og það þarf að bera virðingu fyrir hverjum einasta leik. Ef þú mætir ekki með þitt á hreinu þá færðu það í bakið og tapar leiknum, það er bara þannig sem þetta virkar.“
Olís-deild karla Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira