„Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2018 22:16 Weinstein spyr Thompson hvað hún ætli að gera eftir fundinn. Hann mælir sér svo mót við hana á hóteli í New York, þar sem hún sakar hann um að hafa nauðgað sér. Mynd/Skjáskot Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. Í myndbandinu sést Weinstein faðma, snerta og ræða við Thompson á afar kynferðislegum nótum. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér inni á hótelherbergi tveimur klukkustundum síðar. Fundurinn var haldinn í september árið 2011 á skrifstofu fyrirtækis Weinsteins, The Weinstein Company, í New York-borg. Thompson var mætt á fund Weinstein til að kynna fyrir honum nýtt myndbandakerfi sem hún vonaðist til að hann myndi kaupa. Thompson tók sjálf upp umrætt myndband af fundinum en upptakan var hugsuð sem hluti af kynningunni. „Má ég daðra við þig?“ Í samtali við fréttamann Sky segir Thompson að hún hafi búist við því að funda með markaðsfulltrúum fyrirtækisins en í staðinn mætti Weinstein einn á fundinn og læsti að sér. Í myndbandinu sést hann heilsa Thompson, sem hyggst taka í höndina á honum, en hann faðmar hana að sér. „Má ég daðra við þig?“ spyr Weinstein svo snemma á upptökunni. „Sjáum til, örlítið,“ svarar Thompson. Weinstein hefur verið sakaður um að brjóta gegn fjölda kvenna.Vísir/AP Þegar nokkuð er liðið á kynninguna spyr Thompson: „Tölfræði er heit, er það ekki?“ Weinstein svarar að bragði: „Hún er heit. Þú ert heit.“ Í kjölfarið teygir Weinstein sig undir borðið sem þau sitja við og handleggur hans hverfur úr augsýn. Thompson segir að Weinstein hafi þar verið að strjúka fótlegginn á henni. „Gefðu mér svolítinn bita af þér. Láttu mig fá það. Þetta er í lagi, viltu halda áfram að gera þetta?“ spyr Weinstein. Thompson segir þá við Weinstein að hönd hans sé komin of hátt upp með læri hennar. Segir Weinstein hafa nauðgað sér tveimur tímum síðar „Ég held að hann hafi verið að leika sér að mér eins og köttur að mús alveg frá byrjun,“ segir Thompson við fréttamann Sky News. Í lok myndbandsins biður Weinstein hana um að hitta sig á hóteli tveimur klukkutímum síðar. Thompson tjáir fréttamanni Sky News að hún hafi haldið að um væri að ræða viðskiptafund. Hún segist hafa ímyndað sér að fundurinn færi fram í anddyri hótelsins, umkringd fólki, og að þá hefði hún ekki þurft að vera ein með honum. Weinstein leiddi Thompson hins vegar upp á hótelherbergi er þau hittust. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér inni á herberginu. Weinstein þvertekur fyrir ásakanirnar, líkt og aðrar ásakanir um kynferðisofbeldi sem lagðar hafa verið fram á hendur honum síðan í október í fyrra. Myndbandið má horfa á í heild sinni hér. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34 Sagði Clinton vera „nauðgaralegan“ og óskaði að Weinstein yrði barinn til óbóta Viðtal við sjónvarpskokkinn Anthony Bourdain sem tekið var í febrúar hefur verið birt, rúmum mánuði eftir andlát hans. 16. júlí 2018 16:42 Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. Í myndbandinu sést Weinstein faðma, snerta og ræða við Thompson á afar kynferðislegum nótum. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér inni á hótelherbergi tveimur klukkustundum síðar. Fundurinn var haldinn í september árið 2011 á skrifstofu fyrirtækis Weinsteins, The Weinstein Company, í New York-borg. Thompson var mætt á fund Weinstein til að kynna fyrir honum nýtt myndbandakerfi sem hún vonaðist til að hann myndi kaupa. Thompson tók sjálf upp umrætt myndband af fundinum en upptakan var hugsuð sem hluti af kynningunni. „Má ég daðra við þig?“ Í samtali við fréttamann Sky segir Thompson að hún hafi búist við því að funda með markaðsfulltrúum fyrirtækisins en í staðinn mætti Weinstein einn á fundinn og læsti að sér. Í myndbandinu sést hann heilsa Thompson, sem hyggst taka í höndina á honum, en hann faðmar hana að sér. „Má ég daðra við þig?“ spyr Weinstein svo snemma á upptökunni. „Sjáum til, örlítið,“ svarar Thompson. Weinstein hefur verið sakaður um að brjóta gegn fjölda kvenna.Vísir/AP Þegar nokkuð er liðið á kynninguna spyr Thompson: „Tölfræði er heit, er það ekki?“ Weinstein svarar að bragði: „Hún er heit. Þú ert heit.“ Í kjölfarið teygir Weinstein sig undir borðið sem þau sitja við og handleggur hans hverfur úr augsýn. Thompson segir að Weinstein hafi þar verið að strjúka fótlegginn á henni. „Gefðu mér svolítinn bita af þér. Láttu mig fá það. Þetta er í lagi, viltu halda áfram að gera þetta?“ spyr Weinstein. Thompson segir þá við Weinstein að hönd hans sé komin of hátt upp með læri hennar. Segir Weinstein hafa nauðgað sér tveimur tímum síðar „Ég held að hann hafi verið að leika sér að mér eins og köttur að mús alveg frá byrjun,“ segir Thompson við fréttamann Sky News. Í lok myndbandsins biður Weinstein hana um að hitta sig á hóteli tveimur klukkutímum síðar. Thompson tjáir fréttamanni Sky News að hún hafi haldið að um væri að ræða viðskiptafund. Hún segist hafa ímyndað sér að fundurinn færi fram í anddyri hótelsins, umkringd fólki, og að þá hefði hún ekki þurft að vera ein með honum. Weinstein leiddi Thompson hins vegar upp á hótelherbergi er þau hittust. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér inni á herberginu. Weinstein þvertekur fyrir ásakanirnar, líkt og aðrar ásakanir um kynferðisofbeldi sem lagðar hafa verið fram á hendur honum síðan í október í fyrra. Myndbandið má horfa á í heild sinni hér.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34 Sagði Clinton vera „nauðgaralegan“ og óskaði að Weinstein yrði barinn til óbóta Viðtal við sjónvarpskokkinn Anthony Bourdain sem tekið var í febrúar hefur verið birt, rúmum mánuði eftir andlát hans. 16. júlí 2018 16:42 Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34
Sagði Clinton vera „nauðgaralegan“ og óskaði að Weinstein yrði barinn til óbóta Viðtal við sjónvarpskokkinn Anthony Bourdain sem tekið var í febrúar hefur verið birt, rúmum mánuði eftir andlát hans. 16. júlí 2018 16:42
Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06