Fordæmalausar aðgerðir gegn Ungverjum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. september 2018 06:00 Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands. Vísir/EPA Evrópuþingið samþykkti í gær, með 448 atkvæðum gegn 197, að beita Ungverja fordæmalausum refsiaðgerðum vegna meintra brota ríkisstjórnar Viktors Orbán forsætisráðherra gegn grunngildum Evrópusambandsins. Orbán-stjórnin var sögð hafa ráðist gegn fjölmiðlum, minnihlutahópum og lögum og reglu en þessum ásökunum hafnaði Orbán. Tvo þriðju hluta greiddra atkvæða þurfti til að virkja sjöundu grein Evrópusáttmálans, sem felur í sér að svipta aðildarríki ákveðnum réttindum. Það tókst og munu þjóðarleiðtogar nú þurfa að fara yfir málið. Þá kemur í ljós hvort eða hvaða refsiaðgerðum verður beitt en þetta er í fyrsta skipti sem Evrópuþingið samþykkir aðgerðir sem þessar gegn aðildarríki. Ákvörðun gærdagsins var tekin eftir harða gagnrýni undanfarinna missera á stefnu Orbáns í innflytjendamálum. Ríkisstjórn hans hefur fylgt harðlínustefnu í málaflokknum, einkum gagnvart flóttamönnum. Meðal annars hefur verið gripið til þess að gera „aðstoð við ólöglega innflytjendur“ refsiverða. Þá hefur Orbán-stjórnin einnig bolað í burtu óháðum félagasamtökum sem leggja áherslu á að hjálpa flóttamönnum. Orbán hélt sjálfur ræðu fyrir Evrópuþinginu á þriðjudaginn. „Skýrslan sem þið hafið fyrir framan ykkur er móðgun við Ungverjaland og við heiður ungversku þjóðarinnar,“ sagði Orbán þá og bætti því við að aðförin gegn Ungverjum væri ósanngjörn. Ríkið hefði fullan rétt til þess að byggja stefnu sína á „kristilegum fjölskyldugildum“. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Ungverjaland Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Sjá meira
Evrópuþingið samþykkti í gær, með 448 atkvæðum gegn 197, að beita Ungverja fordæmalausum refsiaðgerðum vegna meintra brota ríkisstjórnar Viktors Orbán forsætisráðherra gegn grunngildum Evrópusambandsins. Orbán-stjórnin var sögð hafa ráðist gegn fjölmiðlum, minnihlutahópum og lögum og reglu en þessum ásökunum hafnaði Orbán. Tvo þriðju hluta greiddra atkvæða þurfti til að virkja sjöundu grein Evrópusáttmálans, sem felur í sér að svipta aðildarríki ákveðnum réttindum. Það tókst og munu þjóðarleiðtogar nú þurfa að fara yfir málið. Þá kemur í ljós hvort eða hvaða refsiaðgerðum verður beitt en þetta er í fyrsta skipti sem Evrópuþingið samþykkir aðgerðir sem þessar gegn aðildarríki. Ákvörðun gærdagsins var tekin eftir harða gagnrýni undanfarinna missera á stefnu Orbáns í innflytjendamálum. Ríkisstjórn hans hefur fylgt harðlínustefnu í málaflokknum, einkum gagnvart flóttamönnum. Meðal annars hefur verið gripið til þess að gera „aðstoð við ólöglega innflytjendur“ refsiverða. Þá hefur Orbán-stjórnin einnig bolað í burtu óháðum félagasamtökum sem leggja áherslu á að hjálpa flóttamönnum. Orbán hélt sjálfur ræðu fyrir Evrópuþinginu á þriðjudaginn. „Skýrslan sem þið hafið fyrir framan ykkur er móðgun við Ungverjaland og við heiður ungversku þjóðarinnar,“ sagði Orbán þá og bætti því við að aðförin gegn Ungverjum væri ósanngjörn. Ríkið hefði fullan rétt til þess að byggja stefnu sína á „kristilegum fjölskyldugildum“.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Ungverjaland Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Sjá meira