Seinni bylgjan úrskurðaði ÍBV vörnina látna: Minningarsjóður til að styrkja grunnþætti varnarvinnu 25. september 2018 10:30 Jóhann Gunnar fór með ræðu fyrir myndavélarnar S2 Sport ÍBV hefur undanfarin ár sínt mjög góðan varnarleik og ekki að ástæðulausu að liðið er Íslands,- bikar- og deildarmeistari í handbolta. Varnarleikur ÍBV hefur hins vegar ekki verið góður það sem af er nýju tímabili. Varnarleikur ÍBV í tapi liðsins fyrir ÍR um helgina var svo slæmur að sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport hafa úrskurðað hana látna. „Hin fræga ÍBV vörn verður jarðsungin frá Vestmanneyjakirkju næsta föstudag. Vörnin lést í Austurberginu 22. september, sex ára að aldri.“ Svo hóf Jóhann Gunnar Einarsson tölu sína, sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en sem dánartilkynningu. „Hún var búin að berjast fyrir lífi sínu síðan deildin hófst 9. september. ÍBV vörnin átti glæstan feril að baki en hún vakti athygli þegar hún sást fyrst í efstu deild 2013.“ „ÍBV vörnin lætur eftir sig 14 leikmenn, tvo þjálfara og heilt bæjarfélag. Stofnaður hefur verið minningarsjóður í nafni varnarinnar en tilgangur hans er að nota peninginn til að styrkja grunnþætti varnarvinnu og auka baráttu hjá leikmönnum. Blóm og kransar afþakkaðir. Blessuð sé minning hennar.“ Eftir að Jóhann Gunnar flutti þessa þungu tölu léttist nú aðeins yfir stúdíóinu og þeir sérfræðingarnir slógu á léttari strengi, enda um grín að ræða. Það var þó ekkert grín að varnarleikurinn hafi ekki verið góður hjá ÍBV og var Jóhann Gunnar ekki í efa afhverju það sé. ÍBV er einfaldlega ekki með mennina í þann varnarleik sem þeir hafa verið þekktir fyrir. Logi Geirsson var þó ekki alveg eins dramatískur og kollegi hans, hann sagðist sjá hvað þjálfarateymi ÍBV væri að reyna að gera. „Fram að áramótum, þá vita þeir að markmannsmálin eru tæp. Þeir eru að prófa leikmenn, Kári er kominn fyrir aftan. Þeir hafa unnið saman áður, þeir gerðu HK að Íslandsmeisturum 2012. Þeir eru að prófa sig áfram fram að áramótum, það er mín kenning,“ sagði Logi. Umræðuna og það sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en dánartilkynningu Jóhanns má sjá í spilaranum hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
ÍBV hefur undanfarin ár sínt mjög góðan varnarleik og ekki að ástæðulausu að liðið er Íslands,- bikar- og deildarmeistari í handbolta. Varnarleikur ÍBV hefur hins vegar ekki verið góður það sem af er nýju tímabili. Varnarleikur ÍBV í tapi liðsins fyrir ÍR um helgina var svo slæmur að sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport hafa úrskurðað hana látna. „Hin fræga ÍBV vörn verður jarðsungin frá Vestmanneyjakirkju næsta föstudag. Vörnin lést í Austurberginu 22. september, sex ára að aldri.“ Svo hóf Jóhann Gunnar Einarsson tölu sína, sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en sem dánartilkynningu. „Hún var búin að berjast fyrir lífi sínu síðan deildin hófst 9. september. ÍBV vörnin átti glæstan feril að baki en hún vakti athygli þegar hún sást fyrst í efstu deild 2013.“ „ÍBV vörnin lætur eftir sig 14 leikmenn, tvo þjálfara og heilt bæjarfélag. Stofnaður hefur verið minningarsjóður í nafni varnarinnar en tilgangur hans er að nota peninginn til að styrkja grunnþætti varnarvinnu og auka baráttu hjá leikmönnum. Blóm og kransar afþakkaðir. Blessuð sé minning hennar.“ Eftir að Jóhann Gunnar flutti þessa þungu tölu léttist nú aðeins yfir stúdíóinu og þeir sérfræðingarnir slógu á léttari strengi, enda um grín að ræða. Það var þó ekkert grín að varnarleikurinn hafi ekki verið góður hjá ÍBV og var Jóhann Gunnar ekki í efa afhverju það sé. ÍBV er einfaldlega ekki með mennina í þann varnarleik sem þeir hafa verið þekktir fyrir. Logi Geirsson var þó ekki alveg eins dramatískur og kollegi hans, hann sagðist sjá hvað þjálfarateymi ÍBV væri að reyna að gera. „Fram að áramótum, þá vita þeir að markmannsmálin eru tæp. Þeir eru að prófa leikmenn, Kári er kominn fyrir aftan. Þeir hafa unnið saman áður, þeir gerðu HK að Íslandsmeisturum 2012. Þeir eru að prófa sig áfram fram að áramótum, það er mín kenning,“ sagði Logi. Umræðuna og það sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en dánartilkynningu Jóhanns má sjá í spilaranum hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira