Valfrelsi í skólamálum Katrín Atladóttir skrifar 25. september 2018 07:00 Reykjavíkurborg greiðir 75% af meðalrekstrarkostnaði grunnskóla landsins á nemanda með barni í sjálfstæðum skóla. Þetta veldur því að sjálfstæðu skólarnir verða að innheimta skólagjöld. Það er sannarlega ekki á færi allra foreldra að greiða skólagjöld og því veldur þetta ákveðinni stéttaskiptingu meðal barna. Eðlilegra væri að líta á þetta út frá réttindum barna til að sækja hvaða skóla sem er. Að barn hefði rétt á því að fá sama framlag óháð því hvaða skóla það og foreldrar þess kjósa að velja. Börn eru jafn ólík og þau eru mörg. Mismunandi áherslur og lausnir í menntamálum henta hverju þeirra. Sjálfstæðir skólar bæta flóru skóla Reykjavíkur svo um munar. Þeir veita foreldrum valkosti í skólamálum og tækifæri til að velja milli ólíkra áherslna í uppeldi og menntun barna sinna.Eykur gæði á öllum sviðum Fjölbreytt námsframboð og stefnur í kennslu skapa eðlilega samkeppni milli skóla. Aukin samkeppni eykur gæði á öllum sviðum, líka í menntamálum. Mikilvægt er að horfa ekki á sjálfstæða skóla sem einhvers konar ógn heldur sem tækifæri til að bæta menntun barna í borginni. En það eru ekki bara skólarnir sem njóta góðs af samkeppni. Fjölgun sjálfstæðra skóla er mikilvægur þáttur í að auka fjölbreytni þegar kemur að atvinnumöguleikum kennara. Þannig er líka verið að gera kennarastarfið að vænlegri valkosti.Jöfn tækifæri Tillaga okkar í Sjálfstæðisflokknum, sem verður tekin fyrir á næsta borgarstjórnarfundi, snýr að því að öll börn í Reykjavík fái jöfn fjárframlög frá borginni óháð því hvaða skóla þau sækja. Í staðinn munu sjálfstæðu skólarnir ekki rukka skólagjöld. Þannig má tryggja jöfn tækifæri allra barna til að sækja hvaða skóla sem hentar, óháð efnahag foreldra. Það er sanngirnis- og réttlætismál fyrir börnin í borginni að tillagan verði samþykkt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg greiðir 75% af meðalrekstrarkostnaði grunnskóla landsins á nemanda með barni í sjálfstæðum skóla. Þetta veldur því að sjálfstæðu skólarnir verða að innheimta skólagjöld. Það er sannarlega ekki á færi allra foreldra að greiða skólagjöld og því veldur þetta ákveðinni stéttaskiptingu meðal barna. Eðlilegra væri að líta á þetta út frá réttindum barna til að sækja hvaða skóla sem er. Að barn hefði rétt á því að fá sama framlag óháð því hvaða skóla það og foreldrar þess kjósa að velja. Börn eru jafn ólík og þau eru mörg. Mismunandi áherslur og lausnir í menntamálum henta hverju þeirra. Sjálfstæðir skólar bæta flóru skóla Reykjavíkur svo um munar. Þeir veita foreldrum valkosti í skólamálum og tækifæri til að velja milli ólíkra áherslna í uppeldi og menntun barna sinna.Eykur gæði á öllum sviðum Fjölbreytt námsframboð og stefnur í kennslu skapa eðlilega samkeppni milli skóla. Aukin samkeppni eykur gæði á öllum sviðum, líka í menntamálum. Mikilvægt er að horfa ekki á sjálfstæða skóla sem einhvers konar ógn heldur sem tækifæri til að bæta menntun barna í borginni. En það eru ekki bara skólarnir sem njóta góðs af samkeppni. Fjölgun sjálfstæðra skóla er mikilvægur þáttur í að auka fjölbreytni þegar kemur að atvinnumöguleikum kennara. Þannig er líka verið að gera kennarastarfið að vænlegri valkosti.Jöfn tækifæri Tillaga okkar í Sjálfstæðisflokknum, sem verður tekin fyrir á næsta borgarstjórnarfundi, snýr að því að öll börn í Reykjavík fái jöfn fjárframlög frá borginni óháð því hvaða skóla þau sækja. Í staðinn munu sjálfstæðu skólarnir ekki rukka skólagjöld. Þannig má tryggja jöfn tækifæri allra barna til að sækja hvaða skóla sem hentar, óháð efnahag foreldra. Það er sanngirnis- og réttlætismál fyrir börnin í borginni að tillagan verði samþykkt.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun