KSÍ treysti Hugin en fékk það í hausinn: „Vonum að þessu máli sé lokið fótboltanum til heilla“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2018 15:37 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. vísir/egill Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir við Vísi að mótanefnd dæmdi Völsungi 3-0 sigur í endurtekna leiknum á móti Huginn sem að ekkert varð úr í gær. Leikurinn frægi sem kom til vegna breytinga á skýrslu eftir að rautt spjald var fjarlægt eftir fyrri leikinn var upphaflega settur á Seyðisfjarðarvöll samkvæmt dómsorði áfrýjunardómstóls KSÍ en færður á Fellavöll snemma í gær.Sjá einnig:34 dagar liðnir og leikur Hugins og Völsungs er enn í fréttum: Hér er öll tímalínan Allir aðilar fengu boð um að mæta á Fellavöll þar sem að Seyðfirðingar létu KSÍ vita að völlur þeirra væri óleikhæfur á þriðjudaginn. KSÍ sendi engan til að skoða völlinn en þetta er ekki í fyrsta sinn sem að sambandið hefur treyst orðum Huginsmanna.Færa í Fellabæ nokkrum sinnum á ári „Fimm til átta sinnum á ári færum við leiki frá Seyðisfjarðarvelli á Fellavöll að beiðni Hugins. Við höfum alltaf tekið orðum þeirra trúanlegum og það gerðum við líka í þessu tilviki,“ segir Klara við Vísi. „Við fengum þrjár myndir af vellinum. Við tókum orðum þeirra og myndum trúanlegum en þeir sögðu að ekki væri hægt að hvorki merkja né slá völlinn.“ Huginn mun vafalítið leita réttar síns þar sem að félagið vill meina að KSÍ hafi brotið á eigin úrskurði með því að færa völlinn. „Í þátttökutilkynningu Hugins stendur að heimavöllur eitt sé Seyðisfjarðarvöllur og að Fellavöllur annar heimavöllur liðsins. Niðurstaðan var að færa leikinn þangað og það fengu allir að vita. Leikskýrslan kom inn í kerfið og við töldum að allir myndu mæta þangað,“ segir Klara en svo varð nú aldeilis ekki þar sem að Völsungur mætti í Fellabæ en Huginn beið heima á Seyðisfirði. Engu reynt að leyna Í viðtali við RÚV sakar Sveinn Ásgeir Þórsson, formaður knattspyrnudeildar Hugins, starfsmann KSÍ um að hafa aðstoðað við að „falsa leikskýrsluna“ eftir fyrri leikinn og sami maður hafi svo fært völlinn og þannig brotið gegn dómsorði KSÍ. Sveinn nefnir manninn aldrei á nafn en Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, er sá sem um ræðir. Klara staðfestir það en stendur með sínum manni. Hún kallar breytinguna á leikskýrslunni ekki fölsun. „Á mánudagsmorgni eftir leikinn var reynt að lágmarka tjónið í samræmi við fyrri vinnubrögð þegar að eitthvað álíka hefur komið upp. Völsungi var tilkynnt þetta á mánudagsmorgni. Þarna var engu reynt að leyna,“ segir Klara sem tekur fyrir að um fölsun sé að ræða. „Að falsa er eins og að falsa skattaskýrsluna sína. Það er lögbrot. En, ef ég sendi skattstjóra bréf þá er ég bara að breyta. Það er grundvallar munur þarna á og það fengu allir að vita af þessari breytingu,“ segir framkvæmdastjórinn sem finnst þetta hið leiðinlegasta mál, sérstaklega hvernig spjótin beinast að mótastjóranum. Vonandi búið „Auðvitað brjótast fram tilfinningar alls staðar þegar að svona hlutir sem að eiga ekki við rök að styðjast koma fram. Mótastjóri, sem er hefur verið starfsmaður hér í 30 ár, er sakaður um ákveðna hluti en þetta er engin fölsun.“ Klara er ekkert að hugsa um sektir á Huginn á þessum tímapunkti og gæti farið svo að Seyðfirðingar sleppi við sekt fyrir að mæta ekki til leiks eins og lög gera ráð fyrir. „Það hefur ekkert verið ákveðið varðandi sektir. Þær eru vanalega bara reiknaðar upp í lok tímabils en við förum okkur hægt í því. Við höfum engan áhuga á sektum í þessu máli. Við viljum bara að þessu máli ljúki núna fótboltanum til heilla. Þetta hefur því miður ekki verið íþróttinni til framdráttar,“ segir Klara Bjartmarz. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Munum standa áfram með okkar málstað Ekkert varð af leik Hugins og Völsungs í gær þar sem liðin mættu sitt á hvorn völlinn. Seyðfirðingar telja að KSÍ hafi verið óheimilt að skipta um völl og standa með sínum málstað þrátt fyrir að þeir gætu misst stig og átt von 20. september 2018 08:00 34 dagar liðnir og leikur Hugins og Völsungs er enn í fréttum: Hér er öll tímalínan Vísir fer yfir tímalínuna í hinu ótrúlegu máli sem varð að stórmáli fyrir Knattspyrnusamband Íslands eftir að dómari gerði mistök bæði í og eftir leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla í fótbolta. 20. september 2018 14:45 KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Huginn mætti ekki í Fellabæ en stillti upp liði á Seyðisfirði Sirkusinn heldur áfram í máli Völsungs gegn Huginn. 19. september 2018 16:43 Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30 Huginn mætir til leiks: „Það var rætt að setja bumbuboltann í þetta“ Huginn og Völsungur mætast í endurteknum leik á Fellavelli í dag. 19. september 2018 10:46 Völsungi dæmdur 3-0 sigur á móti Hugin Knattspyrnusamband Íslands hefur úrskurðað um leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla sem átti að vera endurtekinn í gær en fór aldrei fram. 20. september 2018 14:25 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir við Vísi að mótanefnd dæmdi Völsungi 3-0 sigur í endurtekna leiknum á móti Huginn sem að ekkert varð úr í gær. Leikurinn frægi sem kom til vegna breytinga á skýrslu eftir að rautt spjald var fjarlægt eftir fyrri leikinn var upphaflega settur á Seyðisfjarðarvöll samkvæmt dómsorði áfrýjunardómstóls KSÍ en færður á Fellavöll snemma í gær.Sjá einnig:34 dagar liðnir og leikur Hugins og Völsungs er enn í fréttum: Hér er öll tímalínan Allir aðilar fengu boð um að mæta á Fellavöll þar sem að Seyðfirðingar létu KSÍ vita að völlur þeirra væri óleikhæfur á þriðjudaginn. KSÍ sendi engan til að skoða völlinn en þetta er ekki í fyrsta sinn sem að sambandið hefur treyst orðum Huginsmanna.Færa í Fellabæ nokkrum sinnum á ári „Fimm til átta sinnum á ári færum við leiki frá Seyðisfjarðarvelli á Fellavöll að beiðni Hugins. Við höfum alltaf tekið orðum þeirra trúanlegum og það gerðum við líka í þessu tilviki,“ segir Klara við Vísi. „Við fengum þrjár myndir af vellinum. Við tókum orðum þeirra og myndum trúanlegum en þeir sögðu að ekki væri hægt að hvorki merkja né slá völlinn.“ Huginn mun vafalítið leita réttar síns þar sem að félagið vill meina að KSÍ hafi brotið á eigin úrskurði með því að færa völlinn. „Í þátttökutilkynningu Hugins stendur að heimavöllur eitt sé Seyðisfjarðarvöllur og að Fellavöllur annar heimavöllur liðsins. Niðurstaðan var að færa leikinn þangað og það fengu allir að vita. Leikskýrslan kom inn í kerfið og við töldum að allir myndu mæta þangað,“ segir Klara en svo varð nú aldeilis ekki þar sem að Völsungur mætti í Fellabæ en Huginn beið heima á Seyðisfirði. Engu reynt að leyna Í viðtali við RÚV sakar Sveinn Ásgeir Þórsson, formaður knattspyrnudeildar Hugins, starfsmann KSÍ um að hafa aðstoðað við að „falsa leikskýrsluna“ eftir fyrri leikinn og sami maður hafi svo fært völlinn og þannig brotið gegn dómsorði KSÍ. Sveinn nefnir manninn aldrei á nafn en Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, er sá sem um ræðir. Klara staðfestir það en stendur með sínum manni. Hún kallar breytinguna á leikskýrslunni ekki fölsun. „Á mánudagsmorgni eftir leikinn var reynt að lágmarka tjónið í samræmi við fyrri vinnubrögð þegar að eitthvað álíka hefur komið upp. Völsungi var tilkynnt þetta á mánudagsmorgni. Þarna var engu reynt að leyna,“ segir Klara sem tekur fyrir að um fölsun sé að ræða. „Að falsa er eins og að falsa skattaskýrsluna sína. Það er lögbrot. En, ef ég sendi skattstjóra bréf þá er ég bara að breyta. Það er grundvallar munur þarna á og það fengu allir að vita af þessari breytingu,“ segir framkvæmdastjórinn sem finnst þetta hið leiðinlegasta mál, sérstaklega hvernig spjótin beinast að mótastjóranum. Vonandi búið „Auðvitað brjótast fram tilfinningar alls staðar þegar að svona hlutir sem að eiga ekki við rök að styðjast koma fram. Mótastjóri, sem er hefur verið starfsmaður hér í 30 ár, er sakaður um ákveðna hluti en þetta er engin fölsun.“ Klara er ekkert að hugsa um sektir á Huginn á þessum tímapunkti og gæti farið svo að Seyðfirðingar sleppi við sekt fyrir að mæta ekki til leiks eins og lög gera ráð fyrir. „Það hefur ekkert verið ákveðið varðandi sektir. Þær eru vanalega bara reiknaðar upp í lok tímabils en við förum okkur hægt í því. Við höfum engan áhuga á sektum í þessu máli. Við viljum bara að þessu máli ljúki núna fótboltanum til heilla. Þetta hefur því miður ekki verið íþróttinni til framdráttar,“ segir Klara Bjartmarz.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Munum standa áfram með okkar málstað Ekkert varð af leik Hugins og Völsungs í gær þar sem liðin mættu sitt á hvorn völlinn. Seyðfirðingar telja að KSÍ hafi verið óheimilt að skipta um völl og standa með sínum málstað þrátt fyrir að þeir gætu misst stig og átt von 20. september 2018 08:00 34 dagar liðnir og leikur Hugins og Völsungs er enn í fréttum: Hér er öll tímalínan Vísir fer yfir tímalínuna í hinu ótrúlegu máli sem varð að stórmáli fyrir Knattspyrnusamband Íslands eftir að dómari gerði mistök bæði í og eftir leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla í fótbolta. 20. september 2018 14:45 KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Huginn mætti ekki í Fellabæ en stillti upp liði á Seyðisfirði Sirkusinn heldur áfram í máli Völsungs gegn Huginn. 19. september 2018 16:43 Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30 Huginn mætir til leiks: „Það var rætt að setja bumbuboltann í þetta“ Huginn og Völsungur mætast í endurteknum leik á Fellavelli í dag. 19. september 2018 10:46 Völsungi dæmdur 3-0 sigur á móti Hugin Knattspyrnusamband Íslands hefur úrskurðað um leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla sem átti að vera endurtekinn í gær en fór aldrei fram. 20. september 2018 14:25 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Munum standa áfram með okkar málstað Ekkert varð af leik Hugins og Völsungs í gær þar sem liðin mættu sitt á hvorn völlinn. Seyðfirðingar telja að KSÍ hafi verið óheimilt að skipta um völl og standa með sínum málstað þrátt fyrir að þeir gætu misst stig og átt von 20. september 2018 08:00
34 dagar liðnir og leikur Hugins og Völsungs er enn í fréttum: Hér er öll tímalínan Vísir fer yfir tímalínuna í hinu ótrúlegu máli sem varð að stórmáli fyrir Knattspyrnusamband Íslands eftir að dómari gerði mistök bæði í og eftir leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla í fótbolta. 20. september 2018 14:45
KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55
Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30
Huginn mætti ekki í Fellabæ en stillti upp liði á Seyðisfirði Sirkusinn heldur áfram í máli Völsungs gegn Huginn. 19. september 2018 16:43
Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30
Huginn mætir til leiks: „Það var rætt að setja bumbuboltann í þetta“ Huginn og Völsungur mætast í endurteknum leik á Fellavelli í dag. 19. september 2018 10:46
Völsungi dæmdur 3-0 sigur á móti Hugin Knattspyrnusamband Íslands hefur úrskurðað um leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla sem átti að vera endurtekinn í gær en fór aldrei fram. 20. september 2018 14:25