KSÍ treysti Hugin en fékk það í hausinn: „Vonum að þessu máli sé lokið fótboltanum til heilla“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2018 15:37 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. vísir/egill Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir við Vísi að mótanefnd dæmdi Völsungi 3-0 sigur í endurtekna leiknum á móti Huginn sem að ekkert varð úr í gær. Leikurinn frægi sem kom til vegna breytinga á skýrslu eftir að rautt spjald var fjarlægt eftir fyrri leikinn var upphaflega settur á Seyðisfjarðarvöll samkvæmt dómsorði áfrýjunardómstóls KSÍ en færður á Fellavöll snemma í gær.Sjá einnig:34 dagar liðnir og leikur Hugins og Völsungs er enn í fréttum: Hér er öll tímalínan Allir aðilar fengu boð um að mæta á Fellavöll þar sem að Seyðfirðingar létu KSÍ vita að völlur þeirra væri óleikhæfur á þriðjudaginn. KSÍ sendi engan til að skoða völlinn en þetta er ekki í fyrsta sinn sem að sambandið hefur treyst orðum Huginsmanna.Færa í Fellabæ nokkrum sinnum á ári „Fimm til átta sinnum á ári færum við leiki frá Seyðisfjarðarvelli á Fellavöll að beiðni Hugins. Við höfum alltaf tekið orðum þeirra trúanlegum og það gerðum við líka í þessu tilviki,“ segir Klara við Vísi. „Við fengum þrjár myndir af vellinum. Við tókum orðum þeirra og myndum trúanlegum en þeir sögðu að ekki væri hægt að hvorki merkja né slá völlinn.“ Huginn mun vafalítið leita réttar síns þar sem að félagið vill meina að KSÍ hafi brotið á eigin úrskurði með því að færa völlinn. „Í þátttökutilkynningu Hugins stendur að heimavöllur eitt sé Seyðisfjarðarvöllur og að Fellavöllur annar heimavöllur liðsins. Niðurstaðan var að færa leikinn þangað og það fengu allir að vita. Leikskýrslan kom inn í kerfið og við töldum að allir myndu mæta þangað,“ segir Klara en svo varð nú aldeilis ekki þar sem að Völsungur mætti í Fellabæ en Huginn beið heima á Seyðisfirði. Engu reynt að leyna Í viðtali við RÚV sakar Sveinn Ásgeir Þórsson, formaður knattspyrnudeildar Hugins, starfsmann KSÍ um að hafa aðstoðað við að „falsa leikskýrsluna“ eftir fyrri leikinn og sami maður hafi svo fært völlinn og þannig brotið gegn dómsorði KSÍ. Sveinn nefnir manninn aldrei á nafn en Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, er sá sem um ræðir. Klara staðfestir það en stendur með sínum manni. Hún kallar breytinguna á leikskýrslunni ekki fölsun. „Á mánudagsmorgni eftir leikinn var reynt að lágmarka tjónið í samræmi við fyrri vinnubrögð þegar að eitthvað álíka hefur komið upp. Völsungi var tilkynnt þetta á mánudagsmorgni. Þarna var engu reynt að leyna,“ segir Klara sem tekur fyrir að um fölsun sé að ræða. „Að falsa er eins og að falsa skattaskýrsluna sína. Það er lögbrot. En, ef ég sendi skattstjóra bréf þá er ég bara að breyta. Það er grundvallar munur þarna á og það fengu allir að vita af þessari breytingu,“ segir framkvæmdastjórinn sem finnst þetta hið leiðinlegasta mál, sérstaklega hvernig spjótin beinast að mótastjóranum. Vonandi búið „Auðvitað brjótast fram tilfinningar alls staðar þegar að svona hlutir sem að eiga ekki við rök að styðjast koma fram. Mótastjóri, sem er hefur verið starfsmaður hér í 30 ár, er sakaður um ákveðna hluti en þetta er engin fölsun.“ Klara er ekkert að hugsa um sektir á Huginn á þessum tímapunkti og gæti farið svo að Seyðfirðingar sleppi við sekt fyrir að mæta ekki til leiks eins og lög gera ráð fyrir. „Það hefur ekkert verið ákveðið varðandi sektir. Þær eru vanalega bara reiknaðar upp í lok tímabils en við förum okkur hægt í því. Við höfum engan áhuga á sektum í þessu máli. Við viljum bara að þessu máli ljúki núna fótboltanum til heilla. Þetta hefur því miður ekki verið íþróttinni til framdráttar,“ segir Klara Bjartmarz. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Munum standa áfram með okkar málstað Ekkert varð af leik Hugins og Völsungs í gær þar sem liðin mættu sitt á hvorn völlinn. Seyðfirðingar telja að KSÍ hafi verið óheimilt að skipta um völl og standa með sínum málstað þrátt fyrir að þeir gætu misst stig og átt von 20. september 2018 08:00 34 dagar liðnir og leikur Hugins og Völsungs er enn í fréttum: Hér er öll tímalínan Vísir fer yfir tímalínuna í hinu ótrúlegu máli sem varð að stórmáli fyrir Knattspyrnusamband Íslands eftir að dómari gerði mistök bæði í og eftir leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla í fótbolta. 20. september 2018 14:45 KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Huginn mætti ekki í Fellabæ en stillti upp liði á Seyðisfirði Sirkusinn heldur áfram í máli Völsungs gegn Huginn. 19. september 2018 16:43 Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30 Huginn mætir til leiks: „Það var rætt að setja bumbuboltann í þetta“ Huginn og Völsungur mætast í endurteknum leik á Fellavelli í dag. 19. september 2018 10:46 Völsungi dæmdur 3-0 sigur á móti Hugin Knattspyrnusamband Íslands hefur úrskurðað um leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla sem átti að vera endurtekinn í gær en fór aldrei fram. 20. september 2018 14:25 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir við Vísi að mótanefnd dæmdi Völsungi 3-0 sigur í endurtekna leiknum á móti Huginn sem að ekkert varð úr í gær. Leikurinn frægi sem kom til vegna breytinga á skýrslu eftir að rautt spjald var fjarlægt eftir fyrri leikinn var upphaflega settur á Seyðisfjarðarvöll samkvæmt dómsorði áfrýjunardómstóls KSÍ en færður á Fellavöll snemma í gær.Sjá einnig:34 dagar liðnir og leikur Hugins og Völsungs er enn í fréttum: Hér er öll tímalínan Allir aðilar fengu boð um að mæta á Fellavöll þar sem að Seyðfirðingar létu KSÍ vita að völlur þeirra væri óleikhæfur á þriðjudaginn. KSÍ sendi engan til að skoða völlinn en þetta er ekki í fyrsta sinn sem að sambandið hefur treyst orðum Huginsmanna.Færa í Fellabæ nokkrum sinnum á ári „Fimm til átta sinnum á ári færum við leiki frá Seyðisfjarðarvelli á Fellavöll að beiðni Hugins. Við höfum alltaf tekið orðum þeirra trúanlegum og það gerðum við líka í þessu tilviki,“ segir Klara við Vísi. „Við fengum þrjár myndir af vellinum. Við tókum orðum þeirra og myndum trúanlegum en þeir sögðu að ekki væri hægt að hvorki merkja né slá völlinn.“ Huginn mun vafalítið leita réttar síns þar sem að félagið vill meina að KSÍ hafi brotið á eigin úrskurði með því að færa völlinn. „Í þátttökutilkynningu Hugins stendur að heimavöllur eitt sé Seyðisfjarðarvöllur og að Fellavöllur annar heimavöllur liðsins. Niðurstaðan var að færa leikinn þangað og það fengu allir að vita. Leikskýrslan kom inn í kerfið og við töldum að allir myndu mæta þangað,“ segir Klara en svo varð nú aldeilis ekki þar sem að Völsungur mætti í Fellabæ en Huginn beið heima á Seyðisfirði. Engu reynt að leyna Í viðtali við RÚV sakar Sveinn Ásgeir Þórsson, formaður knattspyrnudeildar Hugins, starfsmann KSÍ um að hafa aðstoðað við að „falsa leikskýrsluna“ eftir fyrri leikinn og sami maður hafi svo fært völlinn og þannig brotið gegn dómsorði KSÍ. Sveinn nefnir manninn aldrei á nafn en Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, er sá sem um ræðir. Klara staðfestir það en stendur með sínum manni. Hún kallar breytinguna á leikskýrslunni ekki fölsun. „Á mánudagsmorgni eftir leikinn var reynt að lágmarka tjónið í samræmi við fyrri vinnubrögð þegar að eitthvað álíka hefur komið upp. Völsungi var tilkynnt þetta á mánudagsmorgni. Þarna var engu reynt að leyna,“ segir Klara sem tekur fyrir að um fölsun sé að ræða. „Að falsa er eins og að falsa skattaskýrsluna sína. Það er lögbrot. En, ef ég sendi skattstjóra bréf þá er ég bara að breyta. Það er grundvallar munur þarna á og það fengu allir að vita af þessari breytingu,“ segir framkvæmdastjórinn sem finnst þetta hið leiðinlegasta mál, sérstaklega hvernig spjótin beinast að mótastjóranum. Vonandi búið „Auðvitað brjótast fram tilfinningar alls staðar þegar að svona hlutir sem að eiga ekki við rök að styðjast koma fram. Mótastjóri, sem er hefur verið starfsmaður hér í 30 ár, er sakaður um ákveðna hluti en þetta er engin fölsun.“ Klara er ekkert að hugsa um sektir á Huginn á þessum tímapunkti og gæti farið svo að Seyðfirðingar sleppi við sekt fyrir að mæta ekki til leiks eins og lög gera ráð fyrir. „Það hefur ekkert verið ákveðið varðandi sektir. Þær eru vanalega bara reiknaðar upp í lok tímabils en við förum okkur hægt í því. Við höfum engan áhuga á sektum í þessu máli. Við viljum bara að þessu máli ljúki núna fótboltanum til heilla. Þetta hefur því miður ekki verið íþróttinni til framdráttar,“ segir Klara Bjartmarz.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Munum standa áfram með okkar málstað Ekkert varð af leik Hugins og Völsungs í gær þar sem liðin mættu sitt á hvorn völlinn. Seyðfirðingar telja að KSÍ hafi verið óheimilt að skipta um völl og standa með sínum málstað þrátt fyrir að þeir gætu misst stig og átt von 20. september 2018 08:00 34 dagar liðnir og leikur Hugins og Völsungs er enn í fréttum: Hér er öll tímalínan Vísir fer yfir tímalínuna í hinu ótrúlegu máli sem varð að stórmáli fyrir Knattspyrnusamband Íslands eftir að dómari gerði mistök bæði í og eftir leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla í fótbolta. 20. september 2018 14:45 KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Huginn mætti ekki í Fellabæ en stillti upp liði á Seyðisfirði Sirkusinn heldur áfram í máli Völsungs gegn Huginn. 19. september 2018 16:43 Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30 Huginn mætir til leiks: „Það var rætt að setja bumbuboltann í þetta“ Huginn og Völsungur mætast í endurteknum leik á Fellavelli í dag. 19. september 2018 10:46 Völsungi dæmdur 3-0 sigur á móti Hugin Knattspyrnusamband Íslands hefur úrskurðað um leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla sem átti að vera endurtekinn í gær en fór aldrei fram. 20. september 2018 14:25 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Munum standa áfram með okkar málstað Ekkert varð af leik Hugins og Völsungs í gær þar sem liðin mættu sitt á hvorn völlinn. Seyðfirðingar telja að KSÍ hafi verið óheimilt að skipta um völl og standa með sínum málstað þrátt fyrir að þeir gætu misst stig og átt von 20. september 2018 08:00
34 dagar liðnir og leikur Hugins og Völsungs er enn í fréttum: Hér er öll tímalínan Vísir fer yfir tímalínuna í hinu ótrúlegu máli sem varð að stórmáli fyrir Knattspyrnusamband Íslands eftir að dómari gerði mistök bæði í og eftir leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla í fótbolta. 20. september 2018 14:45
KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55
Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30
Huginn mætti ekki í Fellabæ en stillti upp liði á Seyðisfirði Sirkusinn heldur áfram í máli Völsungs gegn Huginn. 19. september 2018 16:43
Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30
Huginn mætir til leiks: „Það var rætt að setja bumbuboltann í þetta“ Huginn og Völsungur mætast í endurteknum leik á Fellavelli í dag. 19. september 2018 10:46
Völsungi dæmdur 3-0 sigur á móti Hugin Knattspyrnusamband Íslands hefur úrskurðað um leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla sem átti að vera endurtekinn í gær en fór aldrei fram. 20. september 2018 14:25
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn