Hætta við Straumsvík en stækka álver í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2018 11:00 Álver Hydro í Husnes í Noregi. Mynd/Hydro. Norsk Hydro hefur ákveðið að stækka álver sitt í Husnes í Noregi og verja til þess 1,4 milljörðum norskra króna, andvirði nítján milljarða íslenskra. Þessi ákvörðun Hydro er tilkynnt aðeins fimm dögum eftir að fyrirtækið upplýsti að það hefði hætt við að kaupa ISAL í Straumsvík, en Hydro-menn sögðust með þeim kaupum vilja auka eigin álframleiðslu til að mæta vaxandi eftirspurn. Husnes-álverið er í Kvinnherad á Hörðalandi, miðja vegu milli Stavanger og Bergen. Með stækkuninni tvöfaldast framleiðslugeta þess úr 95 þúsund tonnum á ári upp 190 þúsund tonn. Jafnframt fjölgar starfsmönnum álversins um 90 talsins en þeir eru nú 245. „Við stefnum að því að framleiða ál í Noregi með hreinni endurnýjanlegri orku og gera það með bestu fáanlegu tækni á heimsvísu," segir Hilde Merete Aasheim, í tilkynningu Hydro en hún stýrir álframleiðslu fyrirtækisins. Samhliða stækkun verður tækjabúnaður álversins endurnýjaður. Stefnt er að því að nýja framleiðslulínan verði tekin í notkun á fyrri helmingi ársins 2020. Sú skýring var gefin fyrir helgi á samningsriftuninni um kaupin á ISAL að bið eftir samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda væri orðin of löng. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hydro hættir við að fjárfesta í álverum hérlendis. Norska fyrirtækið hugðist reisa álver á Reyðarfirði en frestaði þeim áformum árið 2002 sem varð til þess að Alcoa tók yfir verkefnið. Á áttunda áratug síðustu aldar átti Norsk Hydro í viðræðum um álver í Eyjafirði. Tengdar fréttir Hydro hættir við 35 milljarða kaup á álverinu í Straumsvík Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík. 14. september 2018 12:33 Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39 Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Norsk Hydro hefur ákveðið að stækka álver sitt í Husnes í Noregi og verja til þess 1,4 milljörðum norskra króna, andvirði nítján milljarða íslenskra. Þessi ákvörðun Hydro er tilkynnt aðeins fimm dögum eftir að fyrirtækið upplýsti að það hefði hætt við að kaupa ISAL í Straumsvík, en Hydro-menn sögðust með þeim kaupum vilja auka eigin álframleiðslu til að mæta vaxandi eftirspurn. Husnes-álverið er í Kvinnherad á Hörðalandi, miðja vegu milli Stavanger og Bergen. Með stækkuninni tvöfaldast framleiðslugeta þess úr 95 þúsund tonnum á ári upp 190 þúsund tonn. Jafnframt fjölgar starfsmönnum álversins um 90 talsins en þeir eru nú 245. „Við stefnum að því að framleiða ál í Noregi með hreinni endurnýjanlegri orku og gera það með bestu fáanlegu tækni á heimsvísu," segir Hilde Merete Aasheim, í tilkynningu Hydro en hún stýrir álframleiðslu fyrirtækisins. Samhliða stækkun verður tækjabúnaður álversins endurnýjaður. Stefnt er að því að nýja framleiðslulínan verði tekin í notkun á fyrri helmingi ársins 2020. Sú skýring var gefin fyrir helgi á samningsriftuninni um kaupin á ISAL að bið eftir samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda væri orðin of löng. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hydro hættir við að fjárfesta í álverum hérlendis. Norska fyrirtækið hugðist reisa álver á Reyðarfirði en frestaði þeim áformum árið 2002 sem varð til þess að Alcoa tók yfir verkefnið. Á áttunda áratug síðustu aldar átti Norsk Hydro í viðræðum um álver í Eyjafirði.
Tengdar fréttir Hydro hættir við 35 milljarða kaup á álverinu í Straumsvík Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík. 14. september 2018 12:33 Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39 Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Hydro hættir við 35 milljarða kaup á álverinu í Straumsvík Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík. 14. september 2018 12:33
Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39
Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15