Stjórnvöld í Kína hafa nú staðfest að þau séu með fyrrverandi forseta Interpol í haldi, hinn kínverska Meng Hongway. Hann hafði verið saknað um nokkurn tíma en í gær barst frá honum yfirlýsing þar sem hann sagði af sér embætti forseta Interpol, sem er samstarfsvettvangur allra lögregluembætta heimsins.
Kínverjar segja að hann sé í haldi, grunaður um spillingu, mútur og aðra glæpi en nánari skýringar hafa ekki borist. Meng, gengdi einnig ráðherraembætti í Kína samhliða störfum sínum fyrir Interpol. Hann er því kominn í hóp margra framámanna í kínversku þjóðlífi sem horfið hafa sporlaust síðustu mánuði en í þeim hópi eru stjórnmálamenn, milljarðamæringar og kvikmyndastjörnur.
AP fréttaveitan segir að í yfirlýsingu á opinberri síðu ríkisstjórnar Kína komi fram að Meng sé í haldi vegna þess hve viljugur hann væri og að hann hefði sjálfur komið sér í vandræði.
Fyrrverandi forseti Interpol sakaður um spillingu og „aðra glæpi“

Tengdar fréttir

Forseti Interpol sagður í haldi í Kína
Talið er að forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, Meng Hongwei, sé haldið í varðhaldi í Kína. Grunur leikur á um að kínversk yfirvöld séu með Hongwei í yfirheyrslum. Frá þessu greinir AFP-fréttastofan.

Forseti Interpol týndur eftir ferð til Kína
Lögregla í Frakklandi hefur hafið rannsókn á hvarfinu.

Kínverjar staðfesta að hafa forseta Interpol í haldi
Kínversk stjórnvöld hafa viðurkennt að vera með Meng Hongwei, forseta alþjóðalögreglunnar Interpol í haldi. Hongwei hefur verið talinn týndur og ekkert af honum spurst síðan 25. september.

Forseti Interpol segir af sér
Meng Hongwei, forseti Interpol, sem nú er í haldi kínverskra stjórnvalda, hefur sagt af sér. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Interpol gaf út á Twitter reikningi sínum í kvöld.