Segir réttindi Palestínumanna hafa versnað á undanförnum árum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 6. október 2018 19:30 Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar, Háskóli Íslands og RIFF standa fyrir málfundi um málefni Palestínu á morgun klukkan 15:15 í Bíó Paradís og sýna heimildarmyndin Naila og uppreisnin, sem fjallar um þátttöku kvenna í fyrstu borgaralegu uppreisn Palestínumanna. Feda Abdelhady-Nasser, Sendiherra og varafastafulltrúi Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum, heldur erindi á málfundinum en hún telur að réttindi Palestínumanna hafi farið versnandi frá því að friðarsamkomulag var undirritað. 25 ár eru í ár frá því að leiðtogar Palestínu og Ísraels undirrituðu Oslóarsáttmálann sem hóf formlegt friðarferli á milli ríkjanna tveggja. Feda segir að enn sé troðið á réttindum palestínsku þjóðarinnar og að Ísrael komist enn upp með yfirgang og mannréttindabrot. Sáttmálin hafi til að mynda ekki tekið á landnemabyggðum Ísraela sem halda áfram að teygja úr sér á landi Palestínu. „það mætti segja að staðan á friðarferlinu sé núna alveg stál í stál,“ segir Feda. „En umfram það er staðan töluvert verri og tekið afturförum í palestínu á undanförnum árum. Búið er að herða hersetuna yfir Palestínu í stað þess að unnið hafi verið að því að binda endi á hana.“ Hún segir að núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi þá sett friðarferlið í frekara uppnám með því að flytja sendiráð sitt frá Tel-Aviv til Jerúsalem og hætta flóttamannaaðstoð til Palestínumanna. Mikilvægt sé að alþjóðasamfélagið taki höndum saman til að sporna við þessari stefnu Bandaríkjanna og Ísraels en þar hafi Ísland gengið fram með góðu fordæmi að hennar mati. „Núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna er að huga að friðarferli sem stenst ekki alþjóðalög, mannréttindarsjónarmið né langvarandi alþjóðlegan skilning á stöðu Jerúsalem, varðandi tveggja ríkja lausnina eða rétt Palestínsku þjóðarinnar til fullveldis og sjálfstæðis,“ segir Feda. „Fjölmörg ríki víða um heim hafa bent á þetta. Ísland er þar á meðal með viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu árið 2011 og einnig með staðfastri afstöðu íslenskra stjórnvalda varðandi áðurnefnd málefni.“ Ísrael Palestína Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Sjá meira
Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar, Háskóli Íslands og RIFF standa fyrir málfundi um málefni Palestínu á morgun klukkan 15:15 í Bíó Paradís og sýna heimildarmyndin Naila og uppreisnin, sem fjallar um þátttöku kvenna í fyrstu borgaralegu uppreisn Palestínumanna. Feda Abdelhady-Nasser, Sendiherra og varafastafulltrúi Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum, heldur erindi á málfundinum en hún telur að réttindi Palestínumanna hafi farið versnandi frá því að friðarsamkomulag var undirritað. 25 ár eru í ár frá því að leiðtogar Palestínu og Ísraels undirrituðu Oslóarsáttmálann sem hóf formlegt friðarferli á milli ríkjanna tveggja. Feda segir að enn sé troðið á réttindum palestínsku þjóðarinnar og að Ísrael komist enn upp með yfirgang og mannréttindabrot. Sáttmálin hafi til að mynda ekki tekið á landnemabyggðum Ísraela sem halda áfram að teygja úr sér á landi Palestínu. „það mætti segja að staðan á friðarferlinu sé núna alveg stál í stál,“ segir Feda. „En umfram það er staðan töluvert verri og tekið afturförum í palestínu á undanförnum árum. Búið er að herða hersetuna yfir Palestínu í stað þess að unnið hafi verið að því að binda endi á hana.“ Hún segir að núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi þá sett friðarferlið í frekara uppnám með því að flytja sendiráð sitt frá Tel-Aviv til Jerúsalem og hætta flóttamannaaðstoð til Palestínumanna. Mikilvægt sé að alþjóðasamfélagið taki höndum saman til að sporna við þessari stefnu Bandaríkjanna og Ísraels en þar hafi Ísland gengið fram með góðu fordæmi að hennar mati. „Núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna er að huga að friðarferli sem stenst ekki alþjóðalög, mannréttindarsjónarmið né langvarandi alþjóðlegan skilning á stöðu Jerúsalem, varðandi tveggja ríkja lausnina eða rétt Palestínsku þjóðarinnar til fullveldis og sjálfstæðis,“ segir Feda. „Fjölmörg ríki víða um heim hafa bent á þetta. Ísland er þar á meðal með viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu árið 2011 og einnig með staðfastri afstöðu íslenskra stjórnvalda varðandi áðurnefnd málefni.“
Ísrael Palestína Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Sjá meira