Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2018 20:00 Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. Um borð í Engeynni, einu helsta skipi íslenska fiskiskipaflotans, er kona sem er til skiptis bæði háseti og kokkur. Hún vill breyta til í forystu Sjómannafélags Íslands og breyta áherslunum í málefnum sjómanna. Við hittum á Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem er viðskiptalögfræðingur að mennt, áður en Engey hélt úr höfn í vikunni, en hún vinnur nú að því að afla sér meðmælenda og fólki á lista með sér fyrir framboð til formanns Sjómannsfélagsins. Skila þarf framboðum fyrir 19. nóvember og kosning fer fram frá 24. nóvember til 10. janúar. „Mér finnst forystan hafa brugðist í síðasta verkfalli þótt sumir hafi staðið sig vel. Mér finnst ekki vera heildstæð samstaða á meðal allra félaganna, félögin ekki vera að skila hlutverki sínu, eða þetta félag er ekki að skila hlutverki sínu að mínu mati,” segir Heiðveig María. Á undanförnum árum hafa sjómenn um tíma verið samningslausir og oft hefur verið bundinn endi á verkföll þeirra með lagasetningu. Heiðveig María segir að sjómenn fái líka litlar upplýsingar frá félaginu frá því síðasta verkfalli lauk og þeir viti lítið um hvað sé að gerast í þeirra málum. „Sjómenn hafa alltaf verið að berjast við ofurefli. Útgerðin er með valdið og peningana og það er bara þannig. Þeir eru alltaf með heimsklassa lið af hagfræðingum og lögfræðingum og samningatækni og svo komum við alltaf einhvern veginn ekki vel undirbúin. Þessu vil ég breyta,” segir Heiðveig María. Skoða þurfi allt launakerfi sjómanna upp á nýtt og undirbúa kröfugerðina vel í samráði við félagsmenn. Þá fylgist forysta félagsins illa með aðdraganda laga sem snerta sjómenn og skili jafnvel ekki inn umsögnum. „Það er engin önnur stétt, þori ég næstum að fullyrða, sem er með kjör sín eins bundin með lögum og við sjómenn. Það er bara þannig og þá þarf að halda því við og veita því aðhald,” segir hásetinn og kokkurinn á Eldey. Hún segist finna góðan hljómgrunn fyrir framboði sínu og á að minnsta kosti stuðning félaga sinna á Engey vísan. „Og svo fá þeir ókeypis lögfræðing líka. Rándýrt,” sagði Kristinn Guðjónsson vélstjóri á Engey. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. Um borð í Engeynni, einu helsta skipi íslenska fiskiskipaflotans, er kona sem er til skiptis bæði háseti og kokkur. Hún vill breyta til í forystu Sjómannafélags Íslands og breyta áherslunum í málefnum sjómanna. Við hittum á Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem er viðskiptalögfræðingur að mennt, áður en Engey hélt úr höfn í vikunni, en hún vinnur nú að því að afla sér meðmælenda og fólki á lista með sér fyrir framboð til formanns Sjómannsfélagsins. Skila þarf framboðum fyrir 19. nóvember og kosning fer fram frá 24. nóvember til 10. janúar. „Mér finnst forystan hafa brugðist í síðasta verkfalli þótt sumir hafi staðið sig vel. Mér finnst ekki vera heildstæð samstaða á meðal allra félaganna, félögin ekki vera að skila hlutverki sínu, eða þetta félag er ekki að skila hlutverki sínu að mínu mati,” segir Heiðveig María. Á undanförnum árum hafa sjómenn um tíma verið samningslausir og oft hefur verið bundinn endi á verkföll þeirra með lagasetningu. Heiðveig María segir að sjómenn fái líka litlar upplýsingar frá félaginu frá því síðasta verkfalli lauk og þeir viti lítið um hvað sé að gerast í þeirra málum. „Sjómenn hafa alltaf verið að berjast við ofurefli. Útgerðin er með valdið og peningana og það er bara þannig. Þeir eru alltaf með heimsklassa lið af hagfræðingum og lögfræðingum og samningatækni og svo komum við alltaf einhvern veginn ekki vel undirbúin. Þessu vil ég breyta,” segir Heiðveig María. Skoða þurfi allt launakerfi sjómanna upp á nýtt og undirbúa kröfugerðina vel í samráði við félagsmenn. Þá fylgist forysta félagsins illa með aðdraganda laga sem snerta sjómenn og skili jafnvel ekki inn umsögnum. „Það er engin önnur stétt, þori ég næstum að fullyrða, sem er með kjör sín eins bundin með lögum og við sjómenn. Það er bara þannig og þá þarf að halda því við og veita því aðhald,” segir hásetinn og kokkurinn á Eldey. Hún segist finna góðan hljómgrunn fyrir framboði sínu og á að minnsta kosti stuðning félaga sinna á Engey vísan. „Og svo fá þeir ókeypis lögfræðing líka. Rándýrt,” sagði Kristinn Guðjónsson vélstjóri á Engey.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira