Skemmdir á Frosta meiri en talið var í fyrstu Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2018 19:30 Skipstjórinn á Frosta ÞH er ekki bjartsýnn á að skipið komist til veiða í bráð eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins á þriðjudag. Skemmdir vegna brunans séu meiri en hann hafi búist við í fyrstu. Varðskipið Týr kom með Frosta ÞH í togi til Hafnarfjarðar um klukkan átta í morgun. Menn frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu komu fljótlega um borð til að skoða vettvanginn í vélarúminu þar sem eldurinn kom upp. Þorsteinn Harðarson skipstjóri og aðrir skipverjar hafa síðan gefið skýrslur í dag um hvað gerðist þegar eldurinn blossaði upp á halamiðum úti fyrir Vestfjörðum um klukkan þrjú á þriðjudag.Hvað gerist þetta snöggt? „Þetta gerist bara á nokkrum sekúndum eða mínútum held ég. Ég veit ekki nákvæmlega tímann.”Vélstjórarnir eru ekkert lengi inni í vélarrúminu? „Þegar aðvörunin kemur um að það sé reykur þá hlaupa þeir niður og sjá þetta. Þeir forðuðu sér þegar varð einhver eldsprenging. Lokuðu á eftir sér hurðinni og vaktklefanum inn í vélarrúmið. Komu svo hingað upp og það var lokað öllum lúgum sem eru loftlúgur hérna uppi og hleypt á slökkvibúnaðinum,” segir Þorsteinn. Hann vill koma þakklæti til allra sem komu áhöfninni til aðstoðar en nærliggjandi skipi veittu fyrstu aðstoð áður en varðskipið Týr og tvær þyrlur Gæslunnar komu á vettvang um fimm leytið á þriðjudag. Fyrri þyrlan flutti aðalvélstjórann til aðhlynningar í landi en hann hlaut annars stigs brunasár á höndum og hálsi. Þegar Týr kom með Frosta til hafnar í morgun höfðu aðgerðir því staðið í um 38 klukkustundir. Tryggingafélagið leyfir ekki myndatökur í vélarrúminu sjálfu en sjá má sótskemmdir í gangi ofan við vélarrúmið. Þorsteinn segir skemmdirnar meiri en ætlað var í fyrstu og því fari skipið ekki til veiða í bráð. „Ég er ekki bjartsýnn.”Þetta gæti verið mikið tjón? „Já ég er smeykur um það. Ég var ekki svona svartsýnn fyrir stuttu síðan en svo heyrði ég í einum áðan og mér líst ekki eins vel á það,” segir Þorsteinn Harðarson. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Frosti kominn til hafnar í Hafnarfirði Togarinn Frosti kom til hafnar í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan átta í morgun en Týr dró hann þangað frá halamiðum eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins. Fulltrúar lögreglunnar eru nú um borð í skipinu að ræða við áhöfnina. 4. október 2018 09:15 Fumlaus viðbrögð komu í veg fyrir að eldur breiddist út Yfirvélstjóri á Frosta sem hlaut brunasár segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Varðskipið Týr er væntanlegt með Frosta í togi til Hafnarfjarðar í fyrramálið. 3. október 2018 19:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Skipstjórinn á Frosta ÞH er ekki bjartsýnn á að skipið komist til veiða í bráð eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins á þriðjudag. Skemmdir vegna brunans séu meiri en hann hafi búist við í fyrstu. Varðskipið Týr kom með Frosta ÞH í togi til Hafnarfjarðar um klukkan átta í morgun. Menn frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu komu fljótlega um borð til að skoða vettvanginn í vélarúminu þar sem eldurinn kom upp. Þorsteinn Harðarson skipstjóri og aðrir skipverjar hafa síðan gefið skýrslur í dag um hvað gerðist þegar eldurinn blossaði upp á halamiðum úti fyrir Vestfjörðum um klukkan þrjú á þriðjudag.Hvað gerist þetta snöggt? „Þetta gerist bara á nokkrum sekúndum eða mínútum held ég. Ég veit ekki nákvæmlega tímann.”Vélstjórarnir eru ekkert lengi inni í vélarrúminu? „Þegar aðvörunin kemur um að það sé reykur þá hlaupa þeir niður og sjá þetta. Þeir forðuðu sér þegar varð einhver eldsprenging. Lokuðu á eftir sér hurðinni og vaktklefanum inn í vélarrúmið. Komu svo hingað upp og það var lokað öllum lúgum sem eru loftlúgur hérna uppi og hleypt á slökkvibúnaðinum,” segir Þorsteinn. Hann vill koma þakklæti til allra sem komu áhöfninni til aðstoðar en nærliggjandi skipi veittu fyrstu aðstoð áður en varðskipið Týr og tvær þyrlur Gæslunnar komu á vettvang um fimm leytið á þriðjudag. Fyrri þyrlan flutti aðalvélstjórann til aðhlynningar í landi en hann hlaut annars stigs brunasár á höndum og hálsi. Þegar Týr kom með Frosta til hafnar í morgun höfðu aðgerðir því staðið í um 38 klukkustundir. Tryggingafélagið leyfir ekki myndatökur í vélarrúminu sjálfu en sjá má sótskemmdir í gangi ofan við vélarrúmið. Þorsteinn segir skemmdirnar meiri en ætlað var í fyrstu og því fari skipið ekki til veiða í bráð. „Ég er ekki bjartsýnn.”Þetta gæti verið mikið tjón? „Já ég er smeykur um það. Ég var ekki svona svartsýnn fyrir stuttu síðan en svo heyrði ég í einum áðan og mér líst ekki eins vel á það,” segir Þorsteinn Harðarson.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Frosti kominn til hafnar í Hafnarfirði Togarinn Frosti kom til hafnar í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan átta í morgun en Týr dró hann þangað frá halamiðum eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins. Fulltrúar lögreglunnar eru nú um borð í skipinu að ræða við áhöfnina. 4. október 2018 09:15 Fumlaus viðbrögð komu í veg fyrir að eldur breiddist út Yfirvélstjóri á Frosta sem hlaut brunasár segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Varðskipið Týr er væntanlegt með Frosta í togi til Hafnarfjarðar í fyrramálið. 3. október 2018 19:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Frosti kominn til hafnar í Hafnarfirði Togarinn Frosti kom til hafnar í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan átta í morgun en Týr dró hann þangað frá halamiðum eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins. Fulltrúar lögreglunnar eru nú um borð í skipinu að ræða við áhöfnina. 4. október 2018 09:15
Fumlaus viðbrögð komu í veg fyrir að eldur breiddist út Yfirvélstjóri á Frosta sem hlaut brunasár segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Varðskipið Týr er væntanlegt með Frosta í togi til Hafnarfjarðar í fyrramálið. 3. október 2018 19:30