Skemmdir á Frosta meiri en talið var í fyrstu Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2018 19:30 Skipstjórinn á Frosta ÞH er ekki bjartsýnn á að skipið komist til veiða í bráð eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins á þriðjudag. Skemmdir vegna brunans séu meiri en hann hafi búist við í fyrstu. Varðskipið Týr kom með Frosta ÞH í togi til Hafnarfjarðar um klukkan átta í morgun. Menn frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu komu fljótlega um borð til að skoða vettvanginn í vélarúminu þar sem eldurinn kom upp. Þorsteinn Harðarson skipstjóri og aðrir skipverjar hafa síðan gefið skýrslur í dag um hvað gerðist þegar eldurinn blossaði upp á halamiðum úti fyrir Vestfjörðum um klukkan þrjú á þriðjudag.Hvað gerist þetta snöggt? „Þetta gerist bara á nokkrum sekúndum eða mínútum held ég. Ég veit ekki nákvæmlega tímann.”Vélstjórarnir eru ekkert lengi inni í vélarrúminu? „Þegar aðvörunin kemur um að það sé reykur þá hlaupa þeir niður og sjá þetta. Þeir forðuðu sér þegar varð einhver eldsprenging. Lokuðu á eftir sér hurðinni og vaktklefanum inn í vélarrúmið. Komu svo hingað upp og það var lokað öllum lúgum sem eru loftlúgur hérna uppi og hleypt á slökkvibúnaðinum,” segir Þorsteinn. Hann vill koma þakklæti til allra sem komu áhöfninni til aðstoðar en nærliggjandi skipi veittu fyrstu aðstoð áður en varðskipið Týr og tvær þyrlur Gæslunnar komu á vettvang um fimm leytið á þriðjudag. Fyrri þyrlan flutti aðalvélstjórann til aðhlynningar í landi en hann hlaut annars stigs brunasár á höndum og hálsi. Þegar Týr kom með Frosta til hafnar í morgun höfðu aðgerðir því staðið í um 38 klukkustundir. Tryggingafélagið leyfir ekki myndatökur í vélarrúminu sjálfu en sjá má sótskemmdir í gangi ofan við vélarrúmið. Þorsteinn segir skemmdirnar meiri en ætlað var í fyrstu og því fari skipið ekki til veiða í bráð. „Ég er ekki bjartsýnn.”Þetta gæti verið mikið tjón? „Já ég er smeykur um það. Ég var ekki svona svartsýnn fyrir stuttu síðan en svo heyrði ég í einum áðan og mér líst ekki eins vel á það,” segir Þorsteinn Harðarson. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Frosti kominn til hafnar í Hafnarfirði Togarinn Frosti kom til hafnar í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan átta í morgun en Týr dró hann þangað frá halamiðum eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins. Fulltrúar lögreglunnar eru nú um borð í skipinu að ræða við áhöfnina. 4. október 2018 09:15 Fumlaus viðbrögð komu í veg fyrir að eldur breiddist út Yfirvélstjóri á Frosta sem hlaut brunasár segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Varðskipið Týr er væntanlegt með Frosta í togi til Hafnarfjarðar í fyrramálið. 3. október 2018 19:30 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Skipstjórinn á Frosta ÞH er ekki bjartsýnn á að skipið komist til veiða í bráð eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins á þriðjudag. Skemmdir vegna brunans séu meiri en hann hafi búist við í fyrstu. Varðskipið Týr kom með Frosta ÞH í togi til Hafnarfjarðar um klukkan átta í morgun. Menn frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu komu fljótlega um borð til að skoða vettvanginn í vélarúminu þar sem eldurinn kom upp. Þorsteinn Harðarson skipstjóri og aðrir skipverjar hafa síðan gefið skýrslur í dag um hvað gerðist þegar eldurinn blossaði upp á halamiðum úti fyrir Vestfjörðum um klukkan þrjú á þriðjudag.Hvað gerist þetta snöggt? „Þetta gerist bara á nokkrum sekúndum eða mínútum held ég. Ég veit ekki nákvæmlega tímann.”Vélstjórarnir eru ekkert lengi inni í vélarrúminu? „Þegar aðvörunin kemur um að það sé reykur þá hlaupa þeir niður og sjá þetta. Þeir forðuðu sér þegar varð einhver eldsprenging. Lokuðu á eftir sér hurðinni og vaktklefanum inn í vélarrúmið. Komu svo hingað upp og það var lokað öllum lúgum sem eru loftlúgur hérna uppi og hleypt á slökkvibúnaðinum,” segir Þorsteinn. Hann vill koma þakklæti til allra sem komu áhöfninni til aðstoðar en nærliggjandi skipi veittu fyrstu aðstoð áður en varðskipið Týr og tvær þyrlur Gæslunnar komu á vettvang um fimm leytið á þriðjudag. Fyrri þyrlan flutti aðalvélstjórann til aðhlynningar í landi en hann hlaut annars stigs brunasár á höndum og hálsi. Þegar Týr kom með Frosta til hafnar í morgun höfðu aðgerðir því staðið í um 38 klukkustundir. Tryggingafélagið leyfir ekki myndatökur í vélarrúminu sjálfu en sjá má sótskemmdir í gangi ofan við vélarrúmið. Þorsteinn segir skemmdirnar meiri en ætlað var í fyrstu og því fari skipið ekki til veiða í bráð. „Ég er ekki bjartsýnn.”Þetta gæti verið mikið tjón? „Já ég er smeykur um það. Ég var ekki svona svartsýnn fyrir stuttu síðan en svo heyrði ég í einum áðan og mér líst ekki eins vel á það,” segir Þorsteinn Harðarson.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Frosti kominn til hafnar í Hafnarfirði Togarinn Frosti kom til hafnar í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan átta í morgun en Týr dró hann þangað frá halamiðum eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins. Fulltrúar lögreglunnar eru nú um borð í skipinu að ræða við áhöfnina. 4. október 2018 09:15 Fumlaus viðbrögð komu í veg fyrir að eldur breiddist út Yfirvélstjóri á Frosta sem hlaut brunasár segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Varðskipið Týr er væntanlegt með Frosta í togi til Hafnarfjarðar í fyrramálið. 3. október 2018 19:30 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Frosti kominn til hafnar í Hafnarfirði Togarinn Frosti kom til hafnar í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan átta í morgun en Týr dró hann þangað frá halamiðum eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins. Fulltrúar lögreglunnar eru nú um borð í skipinu að ræða við áhöfnina. 4. október 2018 09:15
Fumlaus viðbrögð komu í veg fyrir að eldur breiddist út Yfirvélstjóri á Frosta sem hlaut brunasár segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Varðskipið Týr er væntanlegt með Frosta í togi til Hafnarfjarðar í fyrramálið. 3. október 2018 19:30