Hækkun þeirra lágu? Eftirmáli endurupptöku og sýknudóms Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar 1. október 2018 10:15 Síðastliðinn fimmtudag staðfesti Hæstiréttur að hafa í febrúar 1980 sakfellt afa minn, Tryggva Rúnar Leifsson, fyrir alvarlegan glæp sem hann framdi ekki. Nýjan dóm réttarins má líta á sem hápunkt yfirgripsmikils endurskoðunarferlis sem síbreytilegur og sundurleitur hópur fólks hefur unnið að árum saman – raunar allt frá því að upprunalega lögreglurannsóknin stóð enn yfir – þar sem lagt var af stað með að fletta ofan af falsmyndinni sem lögregla og fjölmiðlar settu fram um málið, og sýna í hennar stað ljóta ásjónu réttarmorða og mannréttindabrota. Það lærðist af biturri reynslu að eitthvað meiriháttar þyrfti til að opna málið að nýju fyrir dómstólum, þar sem í dýrsins eðli væri að læsa sig í loftþéttri vörn fyndi það fyrir utanaðkomandi þreifingum. Loks má nú segja að samanlagður þungi og kænska þessarar síðustu atlögu hafi borið tilsettan árangur, og bravó fyrir því. Endurskoðunin þarf samt ekki enda þar. Áður en minnisvarðinn um liðin átök harðnar langar mig að gera eina athugasemd við hlut afa míns í þeirri mynd sem nú er ráðandi, en sú mynd segir okkur sitthvað um afstöðu skaparans og jafnvel sinnuleysi þjóðfélagsins gagnvart þessum fallna syni þess. * Ímynd afa míns hefur nú gengist til fulls undir þá umbreytingu að hann birtist ekki lengur sem ofbeldisfullur gerandi heldur fórnarlamb. Og það hefði kannski verið allt og sumt ef ekki hefði verið fyrir það sérkenni þessa máls að það byggist á hugsunum fólks og frásögnum þess, andstæðum hlutlægra sönnunargagna. Því hefur verið talið nauðsynlegt á öllum stigum málsins að fara inn á afa míns persónulegasta svið, og leita þar að vísbendingum um sekt eða sakleysi hans. Á vegferð þeirri sem lauk í síðustu viku fannst afi minn í gervi hins barnalega einfeldnings sem bara vissi ekki betur, skildi ekki hvað hann hafði komið sér út í með því að játa á sig glæpinn, þar sem áður fyrr hafði fundist heilalaust handbendi einhverrar 19 ára Charles Manson fígúru. Hiklaust vísuðu réttarsálfræðingar og lögmenn okkar tíma þannig í persónuleika- og greindarpróf sem lögð voru fyrir afa minn sumarið 1976 – eftir að hann hafði setið í einangrun í hálft ár – sem sýndu að hann væri „illa greindur og haldinn miklum persónuleikagöllum“, dómgreind hans væri „léleg“ og hann haldinn kvíða og vanmetakennd, auk þess sem hann hafi verið háður vímuefnum frá unglingsaldri. En rannsóknir hafa sýnt, skrifa sérfræðingarnir, að „slíkt sambland ... auki líkur á fölskum játningum við yfirheyrslur hjá lögreglu.“ Í opinberri umræðu hefur nægt að stilla honum upp sem smáglæpamanni sem leiddist út af beinu brautinni ungur að árum, en þá týpu geta flestir landsmenn líklega sætt sig við. Glögglega má hér sjá hvernig sömu hráefni og voru tínd til gegn afa mínum á sínum tíma – fordómafullar og niðrandi staðhæfingar um lífshlaup hans og persónu – hafa verið grafin upp og endurnýtt, nema í þetta skiptið meðhöndluð þannig að þau geti verið honum sjálfum „til hagsbóta“. * Sem sýnileg einkenni í hegðun manneskju eru undirokun, smánun og raddleysi ósamrýmanleg þeirri minningu sem afi minn, nafni minn, skildi eftir í minni vitund, en ég var 16 ára þegar hann dó. Fyrir mér var hann miðja alheimsins, kjölfesta tilverunnar, hetjan í sögunni. Ekki vegna þeirra þrauta sem hann hafði þolað – þeim var ætíð haldið frá mér meðan hann lifði – heldur einfaldlega vegna þess hve miklum styrk og persónutöfrum hann bjó yfir. Skilningsvit mín sem ungs drengs voru ekki albiluð. Ég held ég hafi skilið afa minn ágætlega. Raunar voru það frumgögn einmitt úr þessu máli sem staðfestu fyrir mér hverskyns mann hann hafði að geyma, en um dagbækurnar sem hann hélt í einangrun skrifaði ég meistararitgerðina mína í sagnfræði. Umfram allt festa dagbækurnar á blað magnaða persónuumbreytingu í samhengi lífs höfundarins, og sýna ekkert ef ekki visku og þroska, sem birtist í daglegri sjálfsuppbyggingu, æðruleysi og þolinmæði gagnvart sér og öðrum. Mín kenning er sú að ef dagbækur hans hefðu í þessu ferli fengið þá athygli og grannskoðun sem þær að mínu mati gefa tilefni til þá hefði eitthvað annað verið dregið úr þeim en það sem við höfum hingað til séð í hverri skýrslunni á fætur annarri: buguð sál, fáfræði og máttleysi. En til þess að hljóta slíka athygli þarf líklega að liggja fyrir að hugsanir manns skipti einhverju máli. Og það virðast skrif afa míns ekki hafa gert nema að því takmarkaða leyti sem hægt var að nota þau til stuðnings félagslega brýnnar rannsóknartilgátu. * Því fer fjarri að hér með heimti ég að minningu afa míns sé haldið ómengaðri, áru hans einhvernveginn hreinni. Þessar ábendingar snúast um það hvernig við virkjum líf eða leifar einstaklinga eftir því sem hentar hverju sinni. Þetta er lexía í því hversu erfitt það er – og mæta gagnslaust að reyna – að skila þessum sömu lífum til síns heima, þar sem þau geta verið í friði, eftir að þau hafa verið gerð að lítilvægum peðum í stórkarlaskák, ófús og óafvitandi. Auðvitað er það gilt, sem manni hefur verið margtjáð, að í réttarsal sé sýkna stærsti sigur sem sakborningar geta unnið, og það sé í eðli leiksins að menn beiti öllum tiltækum brögðum til að ná því markmiði. Og auðvitað snýst þetta líka um uppgjör dómskerfisins við sjálft sig. „Stóra myndin“ er mér ekki dulin. En þegar þau líf sem þetta mál tosaði inn í sitt svarta hol fá svo lítið vægi hlýtur að koma upp spurningin fyrir hvern þetta hefur þá allt saman verið gert. Hverjum líður betur með sjálfan sig þegar þetta er myndin sem sett er fram af fórnarlömbum málsins? Ég fagna því að forsætisráðherra boði að næstu skref stjórnvalda muni snúast um samtal og sættir við fórnarlömb þessa máls og aðstandendur þeirra, því það er kominn tími til að við fáum eitthvað um það að segja hvernig ástvina okkar verður minnst til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tryggvi Rúnar Brynjarsson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag staðfesti Hæstiréttur að hafa í febrúar 1980 sakfellt afa minn, Tryggva Rúnar Leifsson, fyrir alvarlegan glæp sem hann framdi ekki. Nýjan dóm réttarins má líta á sem hápunkt yfirgripsmikils endurskoðunarferlis sem síbreytilegur og sundurleitur hópur fólks hefur unnið að árum saman – raunar allt frá því að upprunalega lögreglurannsóknin stóð enn yfir – þar sem lagt var af stað með að fletta ofan af falsmyndinni sem lögregla og fjölmiðlar settu fram um málið, og sýna í hennar stað ljóta ásjónu réttarmorða og mannréttindabrota. Það lærðist af biturri reynslu að eitthvað meiriháttar þyrfti til að opna málið að nýju fyrir dómstólum, þar sem í dýrsins eðli væri að læsa sig í loftþéttri vörn fyndi það fyrir utanaðkomandi þreifingum. Loks má nú segja að samanlagður þungi og kænska þessarar síðustu atlögu hafi borið tilsettan árangur, og bravó fyrir því. Endurskoðunin þarf samt ekki enda þar. Áður en minnisvarðinn um liðin átök harðnar langar mig að gera eina athugasemd við hlut afa míns í þeirri mynd sem nú er ráðandi, en sú mynd segir okkur sitthvað um afstöðu skaparans og jafnvel sinnuleysi þjóðfélagsins gagnvart þessum fallna syni þess. * Ímynd afa míns hefur nú gengist til fulls undir þá umbreytingu að hann birtist ekki lengur sem ofbeldisfullur gerandi heldur fórnarlamb. Og það hefði kannski verið allt og sumt ef ekki hefði verið fyrir það sérkenni þessa máls að það byggist á hugsunum fólks og frásögnum þess, andstæðum hlutlægra sönnunargagna. Því hefur verið talið nauðsynlegt á öllum stigum málsins að fara inn á afa míns persónulegasta svið, og leita þar að vísbendingum um sekt eða sakleysi hans. Á vegferð þeirri sem lauk í síðustu viku fannst afi minn í gervi hins barnalega einfeldnings sem bara vissi ekki betur, skildi ekki hvað hann hafði komið sér út í með því að játa á sig glæpinn, þar sem áður fyrr hafði fundist heilalaust handbendi einhverrar 19 ára Charles Manson fígúru. Hiklaust vísuðu réttarsálfræðingar og lögmenn okkar tíma þannig í persónuleika- og greindarpróf sem lögð voru fyrir afa minn sumarið 1976 – eftir að hann hafði setið í einangrun í hálft ár – sem sýndu að hann væri „illa greindur og haldinn miklum persónuleikagöllum“, dómgreind hans væri „léleg“ og hann haldinn kvíða og vanmetakennd, auk þess sem hann hafi verið háður vímuefnum frá unglingsaldri. En rannsóknir hafa sýnt, skrifa sérfræðingarnir, að „slíkt sambland ... auki líkur á fölskum játningum við yfirheyrslur hjá lögreglu.“ Í opinberri umræðu hefur nægt að stilla honum upp sem smáglæpamanni sem leiddist út af beinu brautinni ungur að árum, en þá týpu geta flestir landsmenn líklega sætt sig við. Glögglega má hér sjá hvernig sömu hráefni og voru tínd til gegn afa mínum á sínum tíma – fordómafullar og niðrandi staðhæfingar um lífshlaup hans og persónu – hafa verið grafin upp og endurnýtt, nema í þetta skiptið meðhöndluð þannig að þau geti verið honum sjálfum „til hagsbóta“. * Sem sýnileg einkenni í hegðun manneskju eru undirokun, smánun og raddleysi ósamrýmanleg þeirri minningu sem afi minn, nafni minn, skildi eftir í minni vitund, en ég var 16 ára þegar hann dó. Fyrir mér var hann miðja alheimsins, kjölfesta tilverunnar, hetjan í sögunni. Ekki vegna þeirra þrauta sem hann hafði þolað – þeim var ætíð haldið frá mér meðan hann lifði – heldur einfaldlega vegna þess hve miklum styrk og persónutöfrum hann bjó yfir. Skilningsvit mín sem ungs drengs voru ekki albiluð. Ég held ég hafi skilið afa minn ágætlega. Raunar voru það frumgögn einmitt úr þessu máli sem staðfestu fyrir mér hverskyns mann hann hafði að geyma, en um dagbækurnar sem hann hélt í einangrun skrifaði ég meistararitgerðina mína í sagnfræði. Umfram allt festa dagbækurnar á blað magnaða persónuumbreytingu í samhengi lífs höfundarins, og sýna ekkert ef ekki visku og þroska, sem birtist í daglegri sjálfsuppbyggingu, æðruleysi og þolinmæði gagnvart sér og öðrum. Mín kenning er sú að ef dagbækur hans hefðu í þessu ferli fengið þá athygli og grannskoðun sem þær að mínu mati gefa tilefni til þá hefði eitthvað annað verið dregið úr þeim en það sem við höfum hingað til séð í hverri skýrslunni á fætur annarri: buguð sál, fáfræði og máttleysi. En til þess að hljóta slíka athygli þarf líklega að liggja fyrir að hugsanir manns skipti einhverju máli. Og það virðast skrif afa míns ekki hafa gert nema að því takmarkaða leyti sem hægt var að nota þau til stuðnings félagslega brýnnar rannsóknartilgátu. * Því fer fjarri að hér með heimti ég að minningu afa míns sé haldið ómengaðri, áru hans einhvernveginn hreinni. Þessar ábendingar snúast um það hvernig við virkjum líf eða leifar einstaklinga eftir því sem hentar hverju sinni. Þetta er lexía í því hversu erfitt það er – og mæta gagnslaust að reyna – að skila þessum sömu lífum til síns heima, þar sem þau geta verið í friði, eftir að þau hafa verið gerð að lítilvægum peðum í stórkarlaskák, ófús og óafvitandi. Auðvitað er það gilt, sem manni hefur verið margtjáð, að í réttarsal sé sýkna stærsti sigur sem sakborningar geta unnið, og það sé í eðli leiksins að menn beiti öllum tiltækum brögðum til að ná því markmiði. Og auðvitað snýst þetta líka um uppgjör dómskerfisins við sjálft sig. „Stóra myndin“ er mér ekki dulin. En þegar þau líf sem þetta mál tosaði inn í sitt svarta hol fá svo lítið vægi hlýtur að koma upp spurningin fyrir hvern þetta hefur þá allt saman verið gert. Hverjum líður betur með sjálfan sig þegar þetta er myndin sem sett er fram af fórnarlömbum málsins? Ég fagna því að forsætisráðherra boði að næstu skref stjórnvalda muni snúast um samtal og sættir við fórnarlömb þessa máls og aðstandendur þeirra, því það er kominn tími til að við fáum eitthvað um það að segja hvernig ástvina okkar verður minnst til framtíðar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun