Hringrásarhagkerfið og nýsköpun Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 17. október 2018 08:00 Við erum í djúpum skít ef við grípum ekki til róttækra og víðtækra aðgerða strax og endurhugsum hvernig við neytum, hönnum, mælum, framleiðum, göngum um jörðina, skipuleggjum borgir og byggingar, færum okkur milli staða og knýjum fram orku. Þetta er mat IPCC, Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál og jafnframt virtustu raddarinnar í heiminum um þennan málaflokk, og birtist í nýrri skýrslu um stöðu mála í loftslagsmálum fyrr í mánuðinum. Markmiðið er að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður fyrir árið 2100, miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Ef við náum ekki þessu markmiði verða meiriháttar raskanir á helstu lífkerfum jarðar með ófyrirséðum afleiðingum. „Að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður er gerlegt ef horft er til lögmála í efnafræði og eðlisfræði, en að láta þetta verða að veruleika krefst breytinga sem eiga sér ekki fordæmi í sögunni,“ segir Jim Skea, formaður IPCC vinnuhóps III. Lykilorðin til að þessar breytingar geti átt sér stað eru breitt samstarf þvert á sérgreinar, geira og stofnanir, nýsköpun, pólitískur vilji, hugarfarsbreyting og langtímasýn. Það er rétt að undirstrika að í þessu ákalli felast gríðarlega spennandi tækifæri til að virkja hugvit og skapa atvinnu.Finnum svörin hjá Finnum Heimurinn er að færast frá því að vera línulegt hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfi. Þetta er róttækt skref og rétt að líta til þess hverjar fyrirmyndirnar eru í þeim efnum. Eins og svo oft áður, beinist athyglin að Finnum. Þeim hefur tekist að samræma aðgerðir með breiðu samstarfi, sem við Íslendingar getum lært af. Finnar tóku stöðumat og sögðu sem svo: Við erum lítil þjóð, um það bil fimm og hálf milljón, og höfum alla burði til að umbreyta okkar samfélagi yfir í hringrásarhagkerfi. Og við ætlum ekki bara að breyta finnsku samfélagi, heldur að setja fordæmi fyrir því að þetta sé hægt fyrir allan heiminn. Finnski nýsköpunarsjóðurinn Sitra er sjálfstæð, opinber stofnun. Eins konar hugveita; straumbreytir fyrir stefnumótun og hvati á vegferð Finna til að færast yfir í hringrásarhagkerfi. Fyrr á árinu fékk Sitra Circular Economy verðlaunin í flokki opinbera geirans, á vettvangi World Economic Forum og Accenture í Davos í Sviss.Taka áhættur og ögra ástandinu „Sitra er í stöðu til að taka áhættur og ögra óbreyttu ástandi. Við tökum áhættu fyrir hönd opinbera og einkageirans með því að keyra tilraunaverkefni og spyrja krefjandi spurninga. Þegar vel gengur, tekur opinber og einkageiri við boltanum og framkvæmir á stærri skala. Þannig erum við leiðarljós til að skapa nýjar aðstæður,“ segir Mikko Kosonen, forseti Sitra. Með því að fjárfesta í rannsóknum, ráðgjöf og breiðu samstarfi, leiddi Sitra Aðgerðaáætlun um hringrásarhagkerfi Finnlands 2016-2025. Að auki bjó Sitra til hugtakið og skipulagði fyrstu Hringrásarráðstefnuna árið 2017 (e. World Circular Economy Forum), í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina, þrjú ráðuneyti í Finnlandi, Ellen MacArthur-stofnunina, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og aðra lykilaðila. Yfir 1.600 sérfræðingar og frumkvöðlar komu saman á ráðstefnunni, frá 92 löndum. Næsta ráðstefna verður haldin í Japan 22.-24. október. Í nánu samstarfi við skóla, stuðlar Sitra að því að menntun efli færni í hringrásarhagkerfinu og nú þegar stunda 60.000 nemendur í Finnlandi menntun í þeim anda. Sitra gefur líka út handbækur með nýjum viðskiptamódelum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í framleiðslugreinum, svo fátt eitt sé nefnt.Skýr framtíðarsýn er lykilatriði Í dag er Sitra byggt á opinberum hlutabréfum í Nokia og hefur 30-40 milljónir evra til umráða árlega, sem eru fjármagnstekjur af inneign. Áður fyrr var Sitra undir ráðuneyti en að sögn Kosonen var það „lykilatriði að færa Sitra undir finnska þingið. Við erum ekki háð skammtímahugsun þeirrar ríkisstjórnar sem er við völd hverju sinni og við erum heldur ekki háð ríkisfjárlögum sem geta sveiflast ár frá ári. Þetta þýðir líka að við getum hugsað til lengri tíma og höfum pólitískan vilja á bak við okkur.“ Hnattrænar og landamæralausar áskoranir eins og loftslagsbreytingar kalla á langtíma hugsun og skýra framtíðarsýn, nýsköpun og öflugt og oft endurhugsað samstarf milli stofnana, fyrirtækja og geira. Fyrir ríki eins og Ísland sem eru að þróa leiðir til að takast á við örar breytingar á öllum sviðum samfélagsins, og brúa bil á milli geira, eru Finnar enn og aftur innblástur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hrund Gunnsteinsdóttir Loftslagsmál Nýsköpun Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum í djúpum skít ef við grípum ekki til róttækra og víðtækra aðgerða strax og endurhugsum hvernig við neytum, hönnum, mælum, framleiðum, göngum um jörðina, skipuleggjum borgir og byggingar, færum okkur milli staða og knýjum fram orku. Þetta er mat IPCC, Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál og jafnframt virtustu raddarinnar í heiminum um þennan málaflokk, og birtist í nýrri skýrslu um stöðu mála í loftslagsmálum fyrr í mánuðinum. Markmiðið er að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður fyrir árið 2100, miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Ef við náum ekki þessu markmiði verða meiriháttar raskanir á helstu lífkerfum jarðar með ófyrirséðum afleiðingum. „Að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður er gerlegt ef horft er til lögmála í efnafræði og eðlisfræði, en að láta þetta verða að veruleika krefst breytinga sem eiga sér ekki fordæmi í sögunni,“ segir Jim Skea, formaður IPCC vinnuhóps III. Lykilorðin til að þessar breytingar geti átt sér stað eru breitt samstarf þvert á sérgreinar, geira og stofnanir, nýsköpun, pólitískur vilji, hugarfarsbreyting og langtímasýn. Það er rétt að undirstrika að í þessu ákalli felast gríðarlega spennandi tækifæri til að virkja hugvit og skapa atvinnu.Finnum svörin hjá Finnum Heimurinn er að færast frá því að vera línulegt hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfi. Þetta er róttækt skref og rétt að líta til þess hverjar fyrirmyndirnar eru í þeim efnum. Eins og svo oft áður, beinist athyglin að Finnum. Þeim hefur tekist að samræma aðgerðir með breiðu samstarfi, sem við Íslendingar getum lært af. Finnar tóku stöðumat og sögðu sem svo: Við erum lítil þjóð, um það bil fimm og hálf milljón, og höfum alla burði til að umbreyta okkar samfélagi yfir í hringrásarhagkerfi. Og við ætlum ekki bara að breyta finnsku samfélagi, heldur að setja fordæmi fyrir því að þetta sé hægt fyrir allan heiminn. Finnski nýsköpunarsjóðurinn Sitra er sjálfstæð, opinber stofnun. Eins konar hugveita; straumbreytir fyrir stefnumótun og hvati á vegferð Finna til að færast yfir í hringrásarhagkerfi. Fyrr á árinu fékk Sitra Circular Economy verðlaunin í flokki opinbera geirans, á vettvangi World Economic Forum og Accenture í Davos í Sviss.Taka áhættur og ögra ástandinu „Sitra er í stöðu til að taka áhættur og ögra óbreyttu ástandi. Við tökum áhættu fyrir hönd opinbera og einkageirans með því að keyra tilraunaverkefni og spyrja krefjandi spurninga. Þegar vel gengur, tekur opinber og einkageiri við boltanum og framkvæmir á stærri skala. Þannig erum við leiðarljós til að skapa nýjar aðstæður,“ segir Mikko Kosonen, forseti Sitra. Með því að fjárfesta í rannsóknum, ráðgjöf og breiðu samstarfi, leiddi Sitra Aðgerðaáætlun um hringrásarhagkerfi Finnlands 2016-2025. Að auki bjó Sitra til hugtakið og skipulagði fyrstu Hringrásarráðstefnuna árið 2017 (e. World Circular Economy Forum), í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina, þrjú ráðuneyti í Finnlandi, Ellen MacArthur-stofnunina, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og aðra lykilaðila. Yfir 1.600 sérfræðingar og frumkvöðlar komu saman á ráðstefnunni, frá 92 löndum. Næsta ráðstefna verður haldin í Japan 22.-24. október. Í nánu samstarfi við skóla, stuðlar Sitra að því að menntun efli færni í hringrásarhagkerfinu og nú þegar stunda 60.000 nemendur í Finnlandi menntun í þeim anda. Sitra gefur líka út handbækur með nýjum viðskiptamódelum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í framleiðslugreinum, svo fátt eitt sé nefnt.Skýr framtíðarsýn er lykilatriði Í dag er Sitra byggt á opinberum hlutabréfum í Nokia og hefur 30-40 milljónir evra til umráða árlega, sem eru fjármagnstekjur af inneign. Áður fyrr var Sitra undir ráðuneyti en að sögn Kosonen var það „lykilatriði að færa Sitra undir finnska þingið. Við erum ekki háð skammtímahugsun þeirrar ríkisstjórnar sem er við völd hverju sinni og við erum heldur ekki háð ríkisfjárlögum sem geta sveiflast ár frá ári. Þetta þýðir líka að við getum hugsað til lengri tíma og höfum pólitískan vilja á bak við okkur.“ Hnattrænar og landamæralausar áskoranir eins og loftslagsbreytingar kalla á langtíma hugsun og skýra framtíðarsýn, nýsköpun og öflugt og oft endurhugsað samstarf milli stofnana, fyrirtækja og geira. Fyrir ríki eins og Ísland sem eru að þróa leiðir til að takast á við örar breytingar á öllum sviðum samfélagsins, og brúa bil á milli geira, eru Finnar enn og aftur innblástur.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun