Vísbendingar um markaðsbrest á íbúðamarkaði í Reykjavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. október 2018 19:45 Sölvi Blöndal hagfræðingur og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Gamma. Vísir/ÞÞ Ákveðinn markaðsbrestur er á húsnæðismarkaði í Reykjavík því það er lítið sem ekkert framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði en mikið framboð af dýru húsnæði sem selst ekki. Þetta segir Sölvi Blöndal hagfræðingur og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Gamma. Hann segir að ekkert bendi til að snörp lækkun sé framundan á íbúðamarkaði þótt framboð nýbygginga sé að nálgast fyrri hæðir. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar frá 2013 sem kvað á um þéttingu byggðar fól í sér róttækustu stefnubreytingu í skipulagsmálum borgarinnar frá 1960. Þétting byggðar hafði margþættar afleiðingar. Ein þeirra er lítið framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði. Sölvi Blöndal hagfræðingur hjá Gamma segir að vísbendingar séu um markaðsbrest á íbúðamarkaði í Reykjavík. „Það er augljóslega nóg framboð af vissum tegundum íbúðarhúsnæðis. Þá er ég að tala um dýrar og stórar íbúðir, jafnvel lúxusíbúðir. En það er algjört skortur á því sem er kallað "affordable housing" á ensku eða húsnæði á viðráðanlegu verði. Ég hef verið að segja að þetta er ein af afleiðingum stefnu um þéttingu byggðar. Það er meira framboð núna af dýrara húsnæði en minna framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði. Þetta er bein afleiðing af því að byggingarkostnaður í kjölfarið á þéttingu byggðar hefur hækkað,“ segir Sölvi. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr á þessu ári er rakið að hækkanir á íbúðaverði stöðvuðust í fyrra eftir miklar hækkanir síðustu ára. Graf: Hagfræðideild Landsbankans.Framboð af nýju húsnæði komst á síðasta ári yfir sögulegt meðaltal eftir mikla lægð eftir fjármálakreppuna 2008. Framboð af nýbyggingum er nú að nálgast fyrri hæðir ef marka má spár um nýbyggingar íbúðarhúsnæðis til ársins 2020. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr á þessu ári er rakið að hækkanir á íbúðaverði stöðvuðust í fyrra eftir miklar hækkanir síðustu ára. Því má spyrja, eru lækkanir framundan á íbúðamarkaði? „Það er alltaf erfitt að spá fyrir um verðþróun á einstaka mörkuðum. Það verður samt að hafa í huga að skuldsetning í íbúðarhúsnæði og skuldir heimilanna hafa lækkað og eru í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Þegar ástandið er með þeim hætti er vissulega erfitt að sjá fyrir sér eitthvað verðfall eða áfall á íbúðamarkaði,“ segir Sölvi Blöndal. Húsnæðismál Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Ákveðinn markaðsbrestur er á húsnæðismarkaði í Reykjavík því það er lítið sem ekkert framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði en mikið framboð af dýru húsnæði sem selst ekki. Þetta segir Sölvi Blöndal hagfræðingur og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Gamma. Hann segir að ekkert bendi til að snörp lækkun sé framundan á íbúðamarkaði þótt framboð nýbygginga sé að nálgast fyrri hæðir. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar frá 2013 sem kvað á um þéttingu byggðar fól í sér róttækustu stefnubreytingu í skipulagsmálum borgarinnar frá 1960. Þétting byggðar hafði margþættar afleiðingar. Ein þeirra er lítið framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði. Sölvi Blöndal hagfræðingur hjá Gamma segir að vísbendingar séu um markaðsbrest á íbúðamarkaði í Reykjavík. „Það er augljóslega nóg framboð af vissum tegundum íbúðarhúsnæðis. Þá er ég að tala um dýrar og stórar íbúðir, jafnvel lúxusíbúðir. En það er algjört skortur á því sem er kallað "affordable housing" á ensku eða húsnæði á viðráðanlegu verði. Ég hef verið að segja að þetta er ein af afleiðingum stefnu um þéttingu byggðar. Það er meira framboð núna af dýrara húsnæði en minna framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði. Þetta er bein afleiðing af því að byggingarkostnaður í kjölfarið á þéttingu byggðar hefur hækkað,“ segir Sölvi. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr á þessu ári er rakið að hækkanir á íbúðaverði stöðvuðust í fyrra eftir miklar hækkanir síðustu ára. Graf: Hagfræðideild Landsbankans.Framboð af nýju húsnæði komst á síðasta ári yfir sögulegt meðaltal eftir mikla lægð eftir fjármálakreppuna 2008. Framboð af nýbyggingum er nú að nálgast fyrri hæðir ef marka má spár um nýbyggingar íbúðarhúsnæðis til ársins 2020. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr á þessu ári er rakið að hækkanir á íbúðaverði stöðvuðust í fyrra eftir miklar hækkanir síðustu ára. Því má spyrja, eru lækkanir framundan á íbúðamarkaði? „Það er alltaf erfitt að spá fyrir um verðþróun á einstaka mörkuðum. Það verður samt að hafa í huga að skuldsetning í íbúðarhúsnæði og skuldir heimilanna hafa lækkað og eru í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Þegar ástandið er með þeim hætti er vissulega erfitt að sjá fyrir sér eitthvað verðfall eða áfall á íbúðamarkaði,“ segir Sölvi Blöndal.
Húsnæðismál Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira