Logi um landsliðið: Ásgeir blekkti okkur og Janus Daði er betri en Elvar Örn Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. október 2018 11:00 Jóhann Gunnar og Logi Geirsson fóru yfir landsliðsvalið í gær. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í síðustu viku hópinn fyrir leikina á móti Grikklandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í handbolta. Þar kom hvað helst fram að Vignir Svavarsson er búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna og þá var Ásgeir Örn Hallgrímsson, leikmaður Hauka og silfurdrengur, ekki valinn. Silfurdrengirnir halda áfram að tínast út úr liðinu. „Ásgeir blekkti okkur mikið á undirbúningstímabilinu. Hann var stórkostlegur þar og við héldum án gríns að hann væri að fara að labba yfir þessa deild,“ sagði Logi Geirsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „Fyrir leikinn í kvöld [gærkvöldi á móti Gróttu] var hann búinn að spila fjóra leiki og skora níu mörk. Auðvitað er hann að leggja mikið upp og hann spilar góða vörn. Það kemur manni alveg á óvart að hann sé ekki valinn út af varnarleiknum en það er bara ekki það sem að Gummi er að leita eftir,“ sagði Logi. Leikstjórnendaher Guðmundar Guðmundssonar er ekki gamall. Þeir þrír sem voru valdir eru Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson auk Gísla Þorgeirs Kristjánssonar en allir eru undir tvítugu. Janus Daði Smárason, sem hefur spilað frábærlega með Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni, var ekki valinn.Hópurinn.mynd/hsí„Janus er stærsta nafnið sem vantar en Gummi er með ákveðið plan. Honum finnst Janus greinilega ekki virka. Hann kýlir mikið áfram og sækir mikið á. Það er rosalegur hraði í kringum hann og þá vantar stundum upp á skynsemi. Á móti er Gummi að taka Gísla og Hauk sem eru gáfaðir leikmenn miðað við aldur,“ sagði Jóhann Gunnar. „Mér finnst skrítið að Janus Daði sé ekki þarna. Hann vantar vissulega styrk í varnarleiknum en sem sóknarmaður hefur hann sýnt okkur að hann getur brotið upp leiki og skorað á móti hverjum sem er. Hann var kóngurinn í Olís-deildinni þegar að hann var hér heima,“ sagði Logi en fyrir hvern á hann að vera þarna inni? „Mér finnst hann betri en Elvar í sókn en Elvar er sterkari varnarmaður,“ svaraði Logi. Einnig var talað um línumenn í landsliðinu en töluvert línumannahallæri er í gangi þessi misserin. Ágúst Birgisson fær tækifæri að þessu sinni og Logi var ánægður með að sjá hann inni. „Ég er ógeðslega glaður að sjá Ágúst Birgisson í hópnum. Ég hef verið að horfa á hann í Evrópukeppninnni. Hann er að taka þar atvinnumenn og jarða þá. Hann getur spilað vörn og sókn. Hann er þungur, hann er stór. Þetta er týpa eins og Vignir Svavarsson. Ég held bara, eins og staðan er í dag, er hann í góðum séns að sanna sig,“ sagði Logi Geirsson. Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í síðustu viku hópinn fyrir leikina á móti Grikklandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í handbolta. Þar kom hvað helst fram að Vignir Svavarsson er búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna og þá var Ásgeir Örn Hallgrímsson, leikmaður Hauka og silfurdrengur, ekki valinn. Silfurdrengirnir halda áfram að tínast út úr liðinu. „Ásgeir blekkti okkur mikið á undirbúningstímabilinu. Hann var stórkostlegur þar og við héldum án gríns að hann væri að fara að labba yfir þessa deild,“ sagði Logi Geirsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „Fyrir leikinn í kvöld [gærkvöldi á móti Gróttu] var hann búinn að spila fjóra leiki og skora níu mörk. Auðvitað er hann að leggja mikið upp og hann spilar góða vörn. Það kemur manni alveg á óvart að hann sé ekki valinn út af varnarleiknum en það er bara ekki það sem að Gummi er að leita eftir,“ sagði Logi. Leikstjórnendaher Guðmundar Guðmundssonar er ekki gamall. Þeir þrír sem voru valdir eru Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson auk Gísla Þorgeirs Kristjánssonar en allir eru undir tvítugu. Janus Daði Smárason, sem hefur spilað frábærlega með Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni, var ekki valinn.Hópurinn.mynd/hsí„Janus er stærsta nafnið sem vantar en Gummi er með ákveðið plan. Honum finnst Janus greinilega ekki virka. Hann kýlir mikið áfram og sækir mikið á. Það er rosalegur hraði í kringum hann og þá vantar stundum upp á skynsemi. Á móti er Gummi að taka Gísla og Hauk sem eru gáfaðir leikmenn miðað við aldur,“ sagði Jóhann Gunnar. „Mér finnst skrítið að Janus Daði sé ekki þarna. Hann vantar vissulega styrk í varnarleiknum en sem sóknarmaður hefur hann sýnt okkur að hann getur brotið upp leiki og skorað á móti hverjum sem er. Hann var kóngurinn í Olís-deildinni þegar að hann var hér heima,“ sagði Logi en fyrir hvern á hann að vera þarna inni? „Mér finnst hann betri en Elvar í sókn en Elvar er sterkari varnarmaður,“ svaraði Logi. Einnig var talað um línumenn í landsliðinu en töluvert línumannahallæri er í gangi þessi misserin. Ágúst Birgisson fær tækifæri að þessu sinni og Logi var ánægður með að sjá hann inni. „Ég er ógeðslega glaður að sjá Ágúst Birgisson í hópnum. Ég hef verið að horfa á hann í Evrópukeppninnni. Hann er að taka þar atvinnumenn og jarða þá. Hann getur spilað vörn og sókn. Hann er þungur, hann er stór. Þetta er týpa eins og Vignir Svavarsson. Ég held bara, eins og staðan er í dag, er hann í góðum séns að sanna sig,“ sagði Logi Geirsson. Alla umræðuna má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira