Fiskisund hefur bætt við eignarhlut sinn í Kexi Hosteli Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. október 2018 07:30 59 milljóna króna tap var á rekstri Kex Hostels í fyrra. Fréttablaðið/Valli Fjárfestingafélagið Fiskisund bætti í fyrra við hlut sinn í Kexi Hosteli, sem rekur meðal annars samnefnt hostel í miðbæ Reykjavíkur, og er nú stærsti hluthafi félagsins með ríflega þriðjungshlut. Áður átti félagið um 17 prósenta hlut. Félagið Gamli Blakkur í eigu Kristins Vilbergssonar er næststærsti hluthafi Kexi Hosteli með 27 prósenta hlut og félag Birkis Kristinssonar, KP, sá þriðji stærsti með 23 prósenta hlut. Kári Þór Guðjónsson, einn eigenda Fiskisunds, settist í stjórn Kex Hostels í stað Ingþórs Ásgeirssonar en fyrir í stjórninni sitja þau Halla Sigrún Hjartardóttir og Pétur Hafliði Marteinsson. Sá síðastnefndi á 8,3 prósenta hlut í félaginu. Fiskisund er í jafnri eigu þeirra Kára Þórs, Höllu Sigrúnar og Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs. Kex Hostel tapaði tæplega 59 milljónum króna í fyrra en til samanburðar nam tapið 55 milljónum króna árið 2016. Rekstrartekjur félagsins námu tæpum 472 milljónum króna á síðasta ári en þar af seldi félagið gistingu fyrir alls 307 milljónir króna. Rekstrargjöldin námu um 421 milljón króna í fyrra og drógust saman um 16 milljónir á milli ára. Kex Hostel átti eignir upp á 463 milljónir í lok síðasta árs og var eigið fé þess á sama tíma ríflega 100 milljónir króna, að því er fram kemur í ársreikningi félagsins. Þar segir jafnframt að innborgað hlutafé þess hafi numið um 229 milljónum króna í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Fjárfestingafélagið Fiskisund bætti í fyrra við hlut sinn í Kexi Hosteli, sem rekur meðal annars samnefnt hostel í miðbæ Reykjavíkur, og er nú stærsti hluthafi félagsins með ríflega þriðjungshlut. Áður átti félagið um 17 prósenta hlut. Félagið Gamli Blakkur í eigu Kristins Vilbergssonar er næststærsti hluthafi Kexi Hosteli með 27 prósenta hlut og félag Birkis Kristinssonar, KP, sá þriðji stærsti með 23 prósenta hlut. Kári Þór Guðjónsson, einn eigenda Fiskisunds, settist í stjórn Kex Hostels í stað Ingþórs Ásgeirssonar en fyrir í stjórninni sitja þau Halla Sigrún Hjartardóttir og Pétur Hafliði Marteinsson. Sá síðastnefndi á 8,3 prósenta hlut í félaginu. Fiskisund er í jafnri eigu þeirra Kára Þórs, Höllu Sigrúnar og Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs. Kex Hostel tapaði tæplega 59 milljónum króna í fyrra en til samanburðar nam tapið 55 milljónum króna árið 2016. Rekstrartekjur félagsins námu tæpum 472 milljónum króna á síðasta ári en þar af seldi félagið gistingu fyrir alls 307 milljónir króna. Rekstrargjöldin námu um 421 milljón króna í fyrra og drógust saman um 16 milljónir á milli ára. Kex Hostel átti eignir upp á 463 milljónir í lok síðasta árs og var eigið fé þess á sama tíma ríflega 100 milljónir króna, að því er fram kemur í ársreikningi félagsins. Þar segir jafnframt að innborgað hlutafé þess hafi numið um 229 milljónum króna í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira