Stýrivextir hækka, krónan veikist og atvinnuleysi eykst Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. október 2018 15:25 Rekstrarörðugleikar í ferðaþjónustunni spila rullu í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka. Stöð 2/Arnar Halldórsson Eftir sterkan fyrri árshelming 2018 er útlit fyrir að hagkerfið sé að snöggkólna að mati greiningardeildar Arion banka. Hagvöxtur á næsta ári verði jafnvel um 1,3 prósent. Í hagspá greiningardeildarinnar fyrir árin 2018 til 2021, sem kynnt var í dag undir yfirskriftinni „Sett í lága drifið,“ segir að óvissan um efnahagshorfur hafi aukist að undanförnu. Það hafi meðal annars endurspeglast í snarpri gengisveikingu að undanförnu, sem var bæði hraðari og meiri en greiningardeildin vænti. Þá sé jafnframt verðbólguskot í kortunum og áætlar greiningardeildin að verðbólga verði komin yfir vikmörk Seðlabankans, sem eru 2,5 prósent, strax á næsta ári. Skotið muni þó standa stutt yfir - „enda trúlegt að peningastefnunefnd muni bregðast hart við.“ Greiningardeildin telur þannig ekki útilokað að stýrivextir verði komnir yfir fimm prósent um mitt ár 2019. Meginvextir bankans eru nú 4,25 prósent. Að sama skapi hafi átök á vinnumarkaði og rekstrarerfiðleikar í ferðaþjónustunni valdið titringi í íslensku efnahagslífi á síðustu misserum. Allt hafi þetta aukið svartsýni í hagkerfinu. Vinnumarkaðsátökin munu að mati greiningardeildarinnar leiða til launahækkana umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Hækkunin muni því ekki samrýmast verðstöðugleika. Af þeim sökum, samhliða hægari efnahagsumsvifum, muni atvinnuleysi koma til með að aukast. Nánar má fræðast um hagspá greiningardeildarinnar með því að smella hér. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Eftir sterkan fyrri árshelming 2018 er útlit fyrir að hagkerfið sé að snöggkólna að mati greiningardeildar Arion banka. Hagvöxtur á næsta ári verði jafnvel um 1,3 prósent. Í hagspá greiningardeildarinnar fyrir árin 2018 til 2021, sem kynnt var í dag undir yfirskriftinni „Sett í lága drifið,“ segir að óvissan um efnahagshorfur hafi aukist að undanförnu. Það hafi meðal annars endurspeglast í snarpri gengisveikingu að undanförnu, sem var bæði hraðari og meiri en greiningardeildin vænti. Þá sé jafnframt verðbólguskot í kortunum og áætlar greiningardeildin að verðbólga verði komin yfir vikmörk Seðlabankans, sem eru 2,5 prósent, strax á næsta ári. Skotið muni þó standa stutt yfir - „enda trúlegt að peningastefnunefnd muni bregðast hart við.“ Greiningardeildin telur þannig ekki útilokað að stýrivextir verði komnir yfir fimm prósent um mitt ár 2019. Meginvextir bankans eru nú 4,25 prósent. Að sama skapi hafi átök á vinnumarkaði og rekstrarerfiðleikar í ferðaþjónustunni valdið titringi í íslensku efnahagslífi á síðustu misserum. Allt hafi þetta aukið svartsýni í hagkerfinu. Vinnumarkaðsátökin munu að mati greiningardeildarinnar leiða til launahækkana umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Hækkunin muni því ekki samrýmast verðstöðugleika. Af þeim sökum, samhliða hægari efnahagsumsvifum, muni atvinnuleysi koma til með að aukast. Nánar má fræðast um hagspá greiningardeildarinnar með því að smella hér.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira