Stöðugildum fækkað um 50 og hagnaður dregist saman um milljarð Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2018 16:53 Rekstrartekjur Landsbankans hafa dregist saman um hálfan milljarð á milli ára. vísir/vilhelm Afkoma Landsbankans var jákvæð um 15,4 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 samanborið við 16,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2017. Þá fækkaði stöðugildum hjá bankanum um 50 frá því á sama tíma fyrir ári. Þann 30. september síðastliðinn voru þau 948 talsins en voru 998 árinu áður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í uppgjöri Landsbankans fyrir fyrstu 9 mánuði ársins. Í uppgjörinu má jafnframt sjá að arðsemi eigin fjár bankans á umræddu tímabili var 8,8% á ársgrundvelli - samanborið við 9,4% á sama tímabili í fyrra. Þá eru rekstrartekjur bankans um 500 milljónum krónum lakari en á síðasta ári; voru 41,1 milljarður í ár en 41,6 milljarðar í fyrra, auk þess sem jákvæðar virðisbreytingar námu 1,6 milljarði króna á tímabilinu samanborið við jákvæðar virðisbreytingar upp á 2,1 milljarð króna á sama tímabili árið 2017.Stöðugildum fækkar og launakostnaður hækkar Að sama skapi lækkuðu aðrar rekstrartekjur um 36% á milli ára, voru 5,9 milljarðar fyrstu 9 mánuði síðasta árs en námu 3,8 milljörðum að loknum sama mánaðafjölda í ár. Fram kemur í uppgjörinu að óhagstæðar aðstæður á verðbréfamörkuðum séu helsta skýring lækkunarinnar. Vanskilahlutfall bankans lækkaði þó um helming milli ára. Það var 0,5% í lok september 2018 miðað við 1,0% á sama tíma í fyrra. Rekstrarkostnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 nam 17,7 milljörðum króna og stóð í stað á milli tímabila. Þar af var launakostnaður 10,8 milljarðar króna samanborið við 10,3 milljarða króna á sama tímabili árið 2017, sem er hækkun um 4,3%. Þessi aukni launakostnaður á sér stað þrátt fyrir að stöðugildum hafi fækkað um 5 prósent á milli ára. Stöðugildi hjá Landsbankanum þann 30. september 2018 voru 948 en voru 998 á sama tíma fyrir ári. Nánar má fræðast um uppgjörið með því að smella hér. Tengdar fréttir Unnt að nota símann sem greiðslukort Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. 17. október 2018 07:00 Landsbankinn greiðir 9,5 milljarða í arð Landsbankinn greiddi í gær 9,5 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu. 20. september 2018 15:40 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Afkoma Landsbankans var jákvæð um 15,4 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 samanborið við 16,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2017. Þá fækkaði stöðugildum hjá bankanum um 50 frá því á sama tíma fyrir ári. Þann 30. september síðastliðinn voru þau 948 talsins en voru 998 árinu áður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í uppgjöri Landsbankans fyrir fyrstu 9 mánuði ársins. Í uppgjörinu má jafnframt sjá að arðsemi eigin fjár bankans á umræddu tímabili var 8,8% á ársgrundvelli - samanborið við 9,4% á sama tímabili í fyrra. Þá eru rekstrartekjur bankans um 500 milljónum krónum lakari en á síðasta ári; voru 41,1 milljarður í ár en 41,6 milljarðar í fyrra, auk þess sem jákvæðar virðisbreytingar námu 1,6 milljarði króna á tímabilinu samanborið við jákvæðar virðisbreytingar upp á 2,1 milljarð króna á sama tímabili árið 2017.Stöðugildum fækkar og launakostnaður hækkar Að sama skapi lækkuðu aðrar rekstrartekjur um 36% á milli ára, voru 5,9 milljarðar fyrstu 9 mánuði síðasta árs en námu 3,8 milljörðum að loknum sama mánaðafjölda í ár. Fram kemur í uppgjörinu að óhagstæðar aðstæður á verðbréfamörkuðum séu helsta skýring lækkunarinnar. Vanskilahlutfall bankans lækkaði þó um helming milli ára. Það var 0,5% í lok september 2018 miðað við 1,0% á sama tíma í fyrra. Rekstrarkostnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 nam 17,7 milljörðum króna og stóð í stað á milli tímabila. Þar af var launakostnaður 10,8 milljarðar króna samanborið við 10,3 milljarða króna á sama tímabili árið 2017, sem er hækkun um 4,3%. Þessi aukni launakostnaður á sér stað þrátt fyrir að stöðugildum hafi fækkað um 5 prósent á milli ára. Stöðugildi hjá Landsbankanum þann 30. september 2018 voru 948 en voru 998 á sama tíma fyrir ári. Nánar má fræðast um uppgjörið með því að smella hér.
Tengdar fréttir Unnt að nota símann sem greiðslukort Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. 17. október 2018 07:00 Landsbankinn greiðir 9,5 milljarða í arð Landsbankinn greiddi í gær 9,5 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu. 20. september 2018 15:40 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Unnt að nota símann sem greiðslukort Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. 17. október 2018 07:00
Landsbankinn greiðir 9,5 milljarða í arð Landsbankinn greiddi í gær 9,5 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu. 20. september 2018 15:40