Ísland fyrir EFTA-dómstólinn vegna gerða um umhverfismat og neytendamál Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2018 10:02 Alþingishúsið. Þegar ESA vísar málum til EFTA-dómstólsins er það lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli. vísir/vilhelm Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið draga Ísland fyrir EFTA-dómstólinn þar sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki innleitt EES-tilskipanir og reglugerðir innan settra tímamarka. Gerðirnar sem um ræðir varða valkvæða ferla á úrlausnum á deilum í neytendamálum annars vegar og ferla í umhverfismati hins vegar. Í tilkynningu frá ESA er haft eftir Högna S. Kristjánssyni, stjórnarmanni í ESA, að gerðirnar er varða neytendavernd séu mikilvægur hluti af EES-samningnum og að Ísland ætti ekki að draga innleiðingu á málum sem varða neytendur. „Þessar breytingar bjóða upp á aukin tækifæri fyrir neytendur til þess að tryggja að réttur þeirra sé virtur.“Úrlausn mála án þess að fara með þau fyrir dómstóla Tilskipun 2013/11/EES er ætlað að bæta aðgengi neytenda að úrlausnum í viðskiptadeilum og gefa neytendum kost á því að leysa úr deilumálum án þess að fara með málin fyrir dómstóla. „Í málum þar sem neytandi og söluaðili eiga í deilum, og neytandi óskar eftir endurgreiðslu eða viðgerð á vöru, gera þessi úrræði neytandanum kleift að fá úrlausn sinna mála á einfaldan, hraðan og hagkvæman hátt. Reglugerðir 524/2013 og 2015/1051 snúa að gerð og innleiðingu á rafrænum vettvangi til lausnar á deilumálum á netinu,“ segir í tilkynningu, en um er að ræða sameiginlegt og notendavænt vefviðmót sem er ætlað fyrir allt Evrópska efnahagssvæðið. Það samræmir aðgengi neytenda að úrlausnum í deilumálum í viðskiptum á innri markaðnum.Ferlar í umhverfismati Tilskipunin 2014/52/EES skilgreinir ferla í umhverfismati og á að tryggja viðeigandi mat á framkvæmdum og öðrum verkefnum, á vegum hins opinbera eða einkaaðila, sem líkleg eru til þess að hafa teljandi áhrif á umhverfið áður en leyfi eru veitt. „Tilskipunin uppfærir og einfaldar núverandi regluverk umhverfismats og gerir stjórnvöldum kleift að bæta umhverfisvernd á Íslandi.“ Tímafrestur til að innleiða reglugerðina rann út í maí 2017 en tilskipunin mælir fyrir um að málsmeðferðarferli sem hafist hefur fyrir þann tíma fari samkvæmt þeim reglum er giltu fram að þeim tíma. ESA og íslensk stjórnvöld hafa rætt málið ítrekað frá því að fresturinn rann út.Lokaskrefið Þegar ESA vísar málum til EFTA-dómstólsins er það lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli. ESA og íslensk stjórnvöld hafa þá rætt málið á ýmsum stigum þar sem Íslandi hefur í málsmeðferðinni verið gefinn kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri, auk þess að ljúka málinu með því að innleiða tilskipunina innan gildandi tímamarka. Alþingi Evrópusambandið Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið draga Ísland fyrir EFTA-dómstólinn þar sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki innleitt EES-tilskipanir og reglugerðir innan settra tímamarka. Gerðirnar sem um ræðir varða valkvæða ferla á úrlausnum á deilum í neytendamálum annars vegar og ferla í umhverfismati hins vegar. Í tilkynningu frá ESA er haft eftir Högna S. Kristjánssyni, stjórnarmanni í ESA, að gerðirnar er varða neytendavernd séu mikilvægur hluti af EES-samningnum og að Ísland ætti ekki að draga innleiðingu á málum sem varða neytendur. „Þessar breytingar bjóða upp á aukin tækifæri fyrir neytendur til þess að tryggja að réttur þeirra sé virtur.“Úrlausn mála án þess að fara með þau fyrir dómstóla Tilskipun 2013/11/EES er ætlað að bæta aðgengi neytenda að úrlausnum í viðskiptadeilum og gefa neytendum kost á því að leysa úr deilumálum án þess að fara með málin fyrir dómstóla. „Í málum þar sem neytandi og söluaðili eiga í deilum, og neytandi óskar eftir endurgreiðslu eða viðgerð á vöru, gera þessi úrræði neytandanum kleift að fá úrlausn sinna mála á einfaldan, hraðan og hagkvæman hátt. Reglugerðir 524/2013 og 2015/1051 snúa að gerð og innleiðingu á rafrænum vettvangi til lausnar á deilumálum á netinu,“ segir í tilkynningu, en um er að ræða sameiginlegt og notendavænt vefviðmót sem er ætlað fyrir allt Evrópska efnahagssvæðið. Það samræmir aðgengi neytenda að úrlausnum í deilumálum í viðskiptum á innri markaðnum.Ferlar í umhverfismati Tilskipunin 2014/52/EES skilgreinir ferla í umhverfismati og á að tryggja viðeigandi mat á framkvæmdum og öðrum verkefnum, á vegum hins opinbera eða einkaaðila, sem líkleg eru til þess að hafa teljandi áhrif á umhverfið áður en leyfi eru veitt. „Tilskipunin uppfærir og einfaldar núverandi regluverk umhverfismats og gerir stjórnvöldum kleift að bæta umhverfisvernd á Íslandi.“ Tímafrestur til að innleiða reglugerðina rann út í maí 2017 en tilskipunin mælir fyrir um að málsmeðferðarferli sem hafist hefur fyrir þann tíma fari samkvæmt þeim reglum er giltu fram að þeim tíma. ESA og íslensk stjórnvöld hafa rætt málið ítrekað frá því að fresturinn rann út.Lokaskrefið Þegar ESA vísar málum til EFTA-dómstólsins er það lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli. ESA og íslensk stjórnvöld hafa þá rætt málið á ýmsum stigum þar sem Íslandi hefur í málsmeðferðinni verið gefinn kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri, auk þess að ljúka málinu með því að innleiða tilskipunina innan gildandi tímamarka.
Alþingi Evrópusambandið Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Sjá meira