Mögulega nægjanlegt súrefni á Mars fyrir örverur og svampa Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2018 22:00 Vatn flæddi um yfirborð Mars á árum áður og þar voru jafnvel höf en þegar plánetan tapaði mestu af andrúmslofti sínu og breyttist í þá köldu og þurru plánetu sem við þekkjum í dag. Getty/NASA Vísindamenn segja að saltvatn sem fundist hefur undir yfirborði Mars gæti innihaldið nægjanlegt súrefni fyrir örverur, álíka þeim og þekktust hér á jörðinni fyrir milljörðum ára. Slíkar örverur og jafnvel svampar gætu lifað af á yfirborði plánetunnar rauðu, samkvæmt nýrri rannsókn. AFP fréttaveitan ræddi við forsvarsmann rannsóknarinnar, Vlada Stamenkovic, sem segir að niðurstöður rannsóknar vísindamannanna gerbreyti skilningi manna á möguleikum lífs, bæði nú og áður, á Mars.Þar til nú hefur verið talið að hið litla magns súrefnis sem finna má á Mars gæti ekki stutt líf. Súrefni er um 0,14 prósent af andrúmslofti Mars, samanborið við 21 prósent hér á jörðinni. Vatn flæddi um yfirborð Mars á árum áður og þar voru jafnvel höf en þegar plánetan tapaði mestu af andrúmslofti sínu og breyttist í þá köldu og þurru plánetu sem við þekkjum í dag. Það hefur þó verið talið mögulegt að finna megi vatn, og jafnvel mikið vatn, undir yfirborði plánetunnar. Vísindamenn opinberuðu í sumar að fljótandi vatn hefði fundist undir yfirborði suðurskauts Mars. Það hefur ekki frosið né gufað upp vegna þess hve mikið salt er í því. Þá var talið ólíklegt að líf gæti fundist í vatninu. Þessi nýja rannsókn hófst eftir að Curiosity, vélmennið sem ekið er um Mars, vann efnasambönd sem þurfa mikið magn súrefnis til að verða til. Það er þó til mikið af lífverum hér á jörðinni sem þurfa ekki súrefni. Þó vísindamennirnir gefi ekki í skyn að niðurstöður þeirra séu til marks um að líf megi finna á Mars þykja þær til marks um að það sé líklegra en áður. Frekari upplýsingar má finna í umfjöllun Space.com. Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07 Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Langlífasti könnunarjeppi NASA liggur líklega enn í dvala eftir gríðarlegan sandstorm sem gekk yfir Mars í sumar. Óvíst er hvort hann vakni aftur til lífsins. 14. október 2018 08:58 Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. 11. október 2018 11:17 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Sjá meira
Vísindamenn segja að saltvatn sem fundist hefur undir yfirborði Mars gæti innihaldið nægjanlegt súrefni fyrir örverur, álíka þeim og þekktust hér á jörðinni fyrir milljörðum ára. Slíkar örverur og jafnvel svampar gætu lifað af á yfirborði plánetunnar rauðu, samkvæmt nýrri rannsókn. AFP fréttaveitan ræddi við forsvarsmann rannsóknarinnar, Vlada Stamenkovic, sem segir að niðurstöður rannsóknar vísindamannanna gerbreyti skilningi manna á möguleikum lífs, bæði nú og áður, á Mars.Þar til nú hefur verið talið að hið litla magns súrefnis sem finna má á Mars gæti ekki stutt líf. Súrefni er um 0,14 prósent af andrúmslofti Mars, samanborið við 21 prósent hér á jörðinni. Vatn flæddi um yfirborð Mars á árum áður og þar voru jafnvel höf en þegar plánetan tapaði mestu af andrúmslofti sínu og breyttist í þá köldu og þurru plánetu sem við þekkjum í dag. Það hefur þó verið talið mögulegt að finna megi vatn, og jafnvel mikið vatn, undir yfirborði plánetunnar. Vísindamenn opinberuðu í sumar að fljótandi vatn hefði fundist undir yfirborði suðurskauts Mars. Það hefur ekki frosið né gufað upp vegna þess hve mikið salt er í því. Þá var talið ólíklegt að líf gæti fundist í vatninu. Þessi nýja rannsókn hófst eftir að Curiosity, vélmennið sem ekið er um Mars, vann efnasambönd sem þurfa mikið magn súrefnis til að verða til. Það er þó til mikið af lífverum hér á jörðinni sem þurfa ekki súrefni. Þó vísindamennirnir gefi ekki í skyn að niðurstöður þeirra séu til marks um að líf megi finna á Mars þykja þær til marks um að það sé líklegra en áður. Frekari upplýsingar má finna í umfjöllun Space.com.
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07 Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Langlífasti könnunarjeppi NASA liggur líklega enn í dvala eftir gríðarlegan sandstorm sem gekk yfir Mars í sumar. Óvíst er hvort hann vakni aftur til lífsins. 14. október 2018 08:58 Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. 11. október 2018 11:17 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Sjá meira
Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07
Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Langlífasti könnunarjeppi NASA liggur líklega enn í dvala eftir gríðarlegan sandstorm sem gekk yfir Mars í sumar. Óvíst er hvort hann vakni aftur til lífsins. 14. október 2018 08:58
Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. 11. október 2018 11:17