„Já, en amma?…?“ Ögmundur Jónasson skrifar 23. október 2018 07:00 Sendiherrar átta NATÓ-ríkja á Íslandi skrifa grein í Fréttablaðið miðvikudaginn 17. október sl., Bandaríkjanna, Bretlands, Danmerkur, Noregs, Kanada, Póllands og Þýskalands, gagngert til að fagna því að á Íslandi fari nú fram „stærsta heræfing bandalagsins undanfarin ár“. Sendiherrarnir draga hvergi af sér: „Við teljum það Íslandi til hróss að vera gestgjafi fyrsta hluta Trident Juncture-æfingarinnar.“ Það sé fagnaðarefni, „að sjá Ísland enn og aftur, staðfesta stuðning sinn við aðild að NATÓ.“ „Alls konar skoðanir“ Svo er því náttúrlega bætt við og VG blikkað vinsamlega, að vitað sé „að á Íslandi rúmist alls konar skoðanir?… “ Mér þótti vissulega ánægjulegt að sjá forsætisráðherra, formann VG, reyna að fjarlægja sig þessu hernaðarbrölti með því að vekja athygli á að hernaðarsýningin (og þannig tala sendiherrarnir um heræfinguna, hún geri „samheldni NATÓ“ sýnilega) hafi verið sett á koppinn fyrir daga þessarar ríkisstjórnar. En það kemur dagur eftir þennan dag til að sýna pólitíska fjarlægð í verki og frelsa okkur frá niðurlægjandi klappi á kollinn frá sendiherrum NATÓ. Minnir á sigra samyrkjubúanna Grein sendiherranna minnir annars svoldið á fréttabréf um stanslausa sigra á samyrkjubúum á fyrri árum Sovét-kommúnismans. Allt var gott, árangur gríðarlegur, allir hamingjusamir og eindrægni fullkomin. Í Fréttablaðsgreininni vitna sendiherrarnir í Foggó aðmírál, sem áréttar að NATÓ sé „varnarbandalag“ sem sækist „aldrei eftir átökum“ enda beiti bandalagið sér, segja sendiherrarnir, einvörðungu fyrir „friði, öryggi og stöðugleika“. Og „til marks um mikilvægi starfs NATO má nefna áhersluna á öruggara samfélag í Afganistan þar sem ungar stúlkur geta nú stundað nám, þar er Ísland að koma fram sínum kjarnagildum í verk, langt frá sínum ströndum.“ Já, og ekki má gleyma tölvutækninni og internetinu sem sé „misnotað til að vega að stofnunum okkar og gera þær að skotmörkum tölvuþrjóta?…“ Þarna eigum við nú aldeilis hauk í horni í okkar ástsæla NATÓ. Gin úlfsins Margt, margt fleira er sagt í þessari upphöfnu lofgjörð, sem kannski hefði gengið á kaldastríðstímanum. En ég spyr, gengur þetta núna? Bara varnarbandalag, sem sækist aldrei eftir átökum!? Hvernig eigum við að þýða á íslensku „regime change“, þegar skipt er út ríkisstjórnum með vopnavaldi, eins og gert var í Írak, til stóð að gera í Sýrlandi og NATÓ stóð að í Líbíu? Enginn deilir lengur um þær hörmungar sem árás NATÓ á Líbíu leiddi af sér. Og ekki eru nema örfáir mánuðir síðan NATÓ gerði árás á Sýrland á grundvelli upploginna saka. Þetta eru bara dæmi til að sýna hvers konar Rauðhettuævintýri sendiherrar NATÓ leyfa sér að segja okkur. „Já, en amma, af hverju ertu með svona stóran munn?“ NATÓ og frelsun kvenna Og svo eru það réttindi kvenna. Gott ef tekst að forða konum undan ofbeldi í Afganistan. En það er ekki langt síðan, rúmlega þrjátíu ár, að NATÓ-ríkin studdu Talíbana gegn stjórnvöldum í Kabúl, sem einmitt höfðu sett kvenfrelsi á oddinn með stuðningi Sovétríkjanna. Þetta er náttúrlega bannað að segja, eins er það illa séð að ræða um ofbeldi á hendur konum af hálfu NATÓ-ríkisins Tyrklands og ISIS, sem NATÓ-ríkin studdu lengi vel í Sýrlandi. Kvennakúgun gerist hvergi verri á byggðu bóli en á áhrifasvæðum þessara illu afla. Gegn tölvuþrjótum í þágu persónuverndar Já, svo er það baráttan við tölvuþrjótana sem ógna stofnunum okkar og lýðræðinu! Getur verið að þýski sendiherrann hafi lesið eigin grein ofan í kjölinn? Sími kanslara Þýskalands var hleraður um árabil og reyndar allt þýska stjórnkerfið og án efa gervallt stjórnkerfi Evrópu að ekki sé minnst á óbreytta borgara. Og hver var tölvuþrjóturinn? Sá heitir Öryggisþjónusta Bandaríkjanna, US Security Agency, og er nánasti ættingi NATÓ! Á að biðja þessa aðila um að standa vörð um persónuverndina og lýðræðið? Sumt breytist ekki Já, heimurinn er óútreiknanlegur. Það finnst sendiherrunum átta en með undantekningu þó: „Í þessum óútreiknanlega heimi er NATÓ akkeri stöðugleikans.“ Það er nefnilega það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Sendiherrar átta NATÓ-ríkja á Íslandi skrifa grein í Fréttablaðið miðvikudaginn 17. október sl., Bandaríkjanna, Bretlands, Danmerkur, Noregs, Kanada, Póllands og Þýskalands, gagngert til að fagna því að á Íslandi fari nú fram „stærsta heræfing bandalagsins undanfarin ár“. Sendiherrarnir draga hvergi af sér: „Við teljum það Íslandi til hróss að vera gestgjafi fyrsta hluta Trident Juncture-æfingarinnar.“ Það sé fagnaðarefni, „að sjá Ísland enn og aftur, staðfesta stuðning sinn við aðild að NATÓ.“ „Alls konar skoðanir“ Svo er því náttúrlega bætt við og VG blikkað vinsamlega, að vitað sé „að á Íslandi rúmist alls konar skoðanir?… “ Mér þótti vissulega ánægjulegt að sjá forsætisráðherra, formann VG, reyna að fjarlægja sig þessu hernaðarbrölti með því að vekja athygli á að hernaðarsýningin (og þannig tala sendiherrarnir um heræfinguna, hún geri „samheldni NATÓ“ sýnilega) hafi verið sett á koppinn fyrir daga þessarar ríkisstjórnar. En það kemur dagur eftir þennan dag til að sýna pólitíska fjarlægð í verki og frelsa okkur frá niðurlægjandi klappi á kollinn frá sendiherrum NATÓ. Minnir á sigra samyrkjubúanna Grein sendiherranna minnir annars svoldið á fréttabréf um stanslausa sigra á samyrkjubúum á fyrri árum Sovét-kommúnismans. Allt var gott, árangur gríðarlegur, allir hamingjusamir og eindrægni fullkomin. Í Fréttablaðsgreininni vitna sendiherrarnir í Foggó aðmírál, sem áréttar að NATÓ sé „varnarbandalag“ sem sækist „aldrei eftir átökum“ enda beiti bandalagið sér, segja sendiherrarnir, einvörðungu fyrir „friði, öryggi og stöðugleika“. Og „til marks um mikilvægi starfs NATO má nefna áhersluna á öruggara samfélag í Afganistan þar sem ungar stúlkur geta nú stundað nám, þar er Ísland að koma fram sínum kjarnagildum í verk, langt frá sínum ströndum.“ Já, og ekki má gleyma tölvutækninni og internetinu sem sé „misnotað til að vega að stofnunum okkar og gera þær að skotmörkum tölvuþrjóta?…“ Þarna eigum við nú aldeilis hauk í horni í okkar ástsæla NATÓ. Gin úlfsins Margt, margt fleira er sagt í þessari upphöfnu lofgjörð, sem kannski hefði gengið á kaldastríðstímanum. En ég spyr, gengur þetta núna? Bara varnarbandalag, sem sækist aldrei eftir átökum!? Hvernig eigum við að þýða á íslensku „regime change“, þegar skipt er út ríkisstjórnum með vopnavaldi, eins og gert var í Írak, til stóð að gera í Sýrlandi og NATÓ stóð að í Líbíu? Enginn deilir lengur um þær hörmungar sem árás NATÓ á Líbíu leiddi af sér. Og ekki eru nema örfáir mánuðir síðan NATÓ gerði árás á Sýrland á grundvelli upploginna saka. Þetta eru bara dæmi til að sýna hvers konar Rauðhettuævintýri sendiherrar NATÓ leyfa sér að segja okkur. „Já, en amma, af hverju ertu með svona stóran munn?“ NATÓ og frelsun kvenna Og svo eru það réttindi kvenna. Gott ef tekst að forða konum undan ofbeldi í Afganistan. En það er ekki langt síðan, rúmlega þrjátíu ár, að NATÓ-ríkin studdu Talíbana gegn stjórnvöldum í Kabúl, sem einmitt höfðu sett kvenfrelsi á oddinn með stuðningi Sovétríkjanna. Þetta er náttúrlega bannað að segja, eins er það illa séð að ræða um ofbeldi á hendur konum af hálfu NATÓ-ríkisins Tyrklands og ISIS, sem NATÓ-ríkin studdu lengi vel í Sýrlandi. Kvennakúgun gerist hvergi verri á byggðu bóli en á áhrifasvæðum þessara illu afla. Gegn tölvuþrjótum í þágu persónuverndar Já, svo er það baráttan við tölvuþrjótana sem ógna stofnunum okkar og lýðræðinu! Getur verið að þýski sendiherrann hafi lesið eigin grein ofan í kjölinn? Sími kanslara Þýskalands var hleraður um árabil og reyndar allt þýska stjórnkerfið og án efa gervallt stjórnkerfi Evrópu að ekki sé minnst á óbreytta borgara. Og hver var tölvuþrjóturinn? Sá heitir Öryggisþjónusta Bandaríkjanna, US Security Agency, og er nánasti ættingi NATÓ! Á að biðja þessa aðila um að standa vörð um persónuverndina og lýðræðið? Sumt breytist ekki Já, heimurinn er óútreiknanlegur. Það finnst sendiherrunum átta en með undantekningu þó: „Í þessum óútreiknanlega heimi er NATÓ akkeri stöðugleikans.“ Það er nefnilega það.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun