Farþegarnir tóku misvel í það hversu hratt flugvélinni var lent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2018 11:30 Hér má sjá flugferil vélarinnar í aðdraganda lendingarinnar. Mynd/Flightradar24/Harrison Hove Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi en að flugmennirnir hafi staðið sig gríðarlega vel.„Í huganum fer maður yfir ýmsar mögulegar aðstæður og ég get sagt þér að sumir farþegar voru mjög stressaðir eða hræddir, en aðrir voru bara pollrólegir,“ segir Harrison Hove, fréttamaður frá Flórída, í samtali við Vísi en hann var um borð í vélinni sem lent var á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar.Vélinni var lent á herflugvellinum í Bagotsville í Kanada en í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair að samkvæmt verklagi við þessar aðstæður væri alltaf lent á næsta tiltæka flugvelli.Ferðin var næstum því hálfnuð þegar lenda þurfti í Kanada.Mynd/FlightRadarVar taugaóstyrkur en flugstjórinn róaði hann Á vef FlightRadar24 má sjá að ekki líða nema rúmlega 20 mínútur frá því að vélin fer að lækka flug úr 35 þúsund fetum og þangað hún er stopp á flughlaðinu á flugvellinum. Þar af fór vélin úr 20 þúsund fetum í rúmlega átta þúsund fet á fimm mínútum. Hove segir þó að farþegar hafi ekki mikið fundið fyrir lækkunninni. „Þetta var bara mjög hröð lending. Það liðu kannski tíu mínútur frá „eitthvað er að“ yfir í „hvar erum við?,“ segir Hove. Á meðan vélin lækkaði flugið fengu farþegar ekki að vita af hverju lenda þyrfti vélinni og að óvissan hafi verið svolítið erfið. Segir Hove að þrátt fyrir að hann sé vanur því að fljúga hafi hann orðið svolítið taugaóstyrkur en að hann hafi fylgst vel með á skjánum í sætisbakinu fyrir framan hann og þannig gat hann séð hvert vélin væri að fara.Harrison Hove.Mynd/Harrison Hove.„Flugstjórinn lét mér einnig líða mun betur þegar hann sagði okkur að hann hefði fulla stjórn á vélinni,“ segir Hove sem segir að flugmennirnir eigi mikið hrós fyrir hversu vel þeir höndluðu aðstæðurnar, það hafi líklega róað marga í flugvélinni. Þegar vélin var lent útskýrði flugstjórinn fyrir farþegum hvað hafði komið fyrir. Segir Hove að flugvirki sem sat fyrir framan hann hafi fengið að kíkja í flugstjórnarklefann eftir að vélin var lent. Frá honum hafi hann fengið þeir upplýsingar að stærsta sprungan hefði verið um tuttugu sentimetrar. Vélinni var lent klukkan 22.18 að staðartíma, eða klukkan 2.18 í nótt að íslenskum tíma. Búist er við því að Icelandair sendi vél til þess að sækja farþegana og koma þeim til Íslands en Hove var á leið til Íslands í stutt frí.Flugvél Icelandair lent á herflugvelli í Kanada Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Sjá meira
Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi en að flugmennirnir hafi staðið sig gríðarlega vel.„Í huganum fer maður yfir ýmsar mögulegar aðstæður og ég get sagt þér að sumir farþegar voru mjög stressaðir eða hræddir, en aðrir voru bara pollrólegir,“ segir Harrison Hove, fréttamaður frá Flórída, í samtali við Vísi en hann var um borð í vélinni sem lent var á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar.Vélinni var lent á herflugvellinum í Bagotsville í Kanada en í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair að samkvæmt verklagi við þessar aðstæður væri alltaf lent á næsta tiltæka flugvelli.Ferðin var næstum því hálfnuð þegar lenda þurfti í Kanada.Mynd/FlightRadarVar taugaóstyrkur en flugstjórinn róaði hann Á vef FlightRadar24 má sjá að ekki líða nema rúmlega 20 mínútur frá því að vélin fer að lækka flug úr 35 þúsund fetum og þangað hún er stopp á flughlaðinu á flugvellinum. Þar af fór vélin úr 20 þúsund fetum í rúmlega átta þúsund fet á fimm mínútum. Hove segir þó að farþegar hafi ekki mikið fundið fyrir lækkunninni. „Þetta var bara mjög hröð lending. Það liðu kannski tíu mínútur frá „eitthvað er að“ yfir í „hvar erum við?,“ segir Hove. Á meðan vélin lækkaði flugið fengu farþegar ekki að vita af hverju lenda þyrfti vélinni og að óvissan hafi verið svolítið erfið. Segir Hove að þrátt fyrir að hann sé vanur því að fljúga hafi hann orðið svolítið taugaóstyrkur en að hann hafi fylgst vel með á skjánum í sætisbakinu fyrir framan hann og þannig gat hann séð hvert vélin væri að fara.Harrison Hove.Mynd/Harrison Hove.„Flugstjórinn lét mér einnig líða mun betur þegar hann sagði okkur að hann hefði fulla stjórn á vélinni,“ segir Hove sem segir að flugmennirnir eigi mikið hrós fyrir hversu vel þeir höndluðu aðstæðurnar, það hafi líklega róað marga í flugvélinni. Þegar vélin var lent útskýrði flugstjórinn fyrir farþegum hvað hafði komið fyrir. Segir Hove að flugvirki sem sat fyrir framan hann hafi fengið að kíkja í flugstjórnarklefann eftir að vélin var lent. Frá honum hafi hann fengið þeir upplýsingar að stærsta sprungan hefði verið um tuttugu sentimetrar. Vélinni var lent klukkan 22.18 að staðartíma, eða klukkan 2.18 í nótt að íslenskum tíma. Búist er við því að Icelandair sendi vél til þess að sækja farþegana og koma þeim til Íslands en Hove var á leið til Íslands í stutt frí.Flugvél Icelandair lent á herflugvelli í Kanada
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Sjá meira
Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08