Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2018 09:08 Farþegi lýsti atburðarrásinni í beinni. Mynd/Harrison Hove Lenda þurfti flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. „Þegar hún er yfir Kanada sjá flugmennirnir að það er komin sprunga í rúðu. Samkvæmt verklagi þá lenda þeir á næsta flugvelli,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Vísi. Flugvélinni var lent á herflugvellinum í Bagotsville í Kanada. Að sögn Guðjóns voru um 160 farþegar um borð og mun önnur flugfél frá Íslandi fara síðdegis til þess að sækja farþega og áhöfn. Atburðarrásinni var lýst í beinni á Twitter en kanadíski fréttamaðurinn Harrison Howe var um borð en hann segir að eftir að í ljós kom að sprunga væri komin á framrúðuna hafi atburðarrásin gerst hratt. Segir hann að flugstjórar vélarinnar hafi drifið sig í að lenda vélinni og að þeir hafi sagt farþegum að nauðsynlegt hafi verið að koma flugvélinni niður á jörðina sem fyrst. „Þetta er ógnvekjandi en flugmennirnir okkar voru frábærir,“ skrifar Hove á Twitter. Þar bætir hann einnig við að flugvirki frá Icelandair hafi setið fyrir framan hann í flugvélinni. Var flugvirkinn kallaður inn í flugstjórnarklefann og sagði hann að sprungan væri töluverð, um 20 sentimetrar eða svo.Veist þú meira um málið? Sendu okkur skilaboð eða póst á ritstjorn@visir.is.Flugvél Icelandair lent á herflugvelli í Kanada Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Lenda þurfti flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. „Þegar hún er yfir Kanada sjá flugmennirnir að það er komin sprunga í rúðu. Samkvæmt verklagi þá lenda þeir á næsta flugvelli,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Vísi. Flugvélinni var lent á herflugvellinum í Bagotsville í Kanada. Að sögn Guðjóns voru um 160 farþegar um borð og mun önnur flugfél frá Íslandi fara síðdegis til þess að sækja farþega og áhöfn. Atburðarrásinni var lýst í beinni á Twitter en kanadíski fréttamaðurinn Harrison Howe var um borð en hann segir að eftir að í ljós kom að sprunga væri komin á framrúðuna hafi atburðarrásin gerst hratt. Segir hann að flugstjórar vélarinnar hafi drifið sig í að lenda vélinni og að þeir hafi sagt farþegum að nauðsynlegt hafi verið að koma flugvélinni niður á jörðina sem fyrst. „Þetta er ógnvekjandi en flugmennirnir okkar voru frábærir,“ skrifar Hove á Twitter. Þar bætir hann einnig við að flugvirki frá Icelandair hafi setið fyrir framan hann í flugvélinni. Var flugvirkinn kallaður inn í flugstjórnarklefann og sagði hann að sprungan væri töluverð, um 20 sentimetrar eða svo.Veist þú meira um málið? Sendu okkur skilaboð eða póst á ritstjorn@visir.is.Flugvél Icelandair lent á herflugvelli í Kanada
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira