Ráða fyrrverandi varaforsætisráðherra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. október 2018 10:00 Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands, AFP Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í gær um að Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands og formaður Frjálslyndra demókrata, hefði verið ráðinn yfirmaður heimsmála- og samskiptateymis fyrirtækisins. Líklega mun Clegg hafa nóg á sinni könnu, enda hafa hneykslismál sem tengjast meðferð persónulegra upplýsinga, falsfréttum og afskiptum af kosningum gert stjórnendum Facebook lífið leitt að undanförnu. Clegg var varaforsætisráðherra í samsteypustjórn Frjálslyndra demókrata og Íhaldsflokksins frá 2010 til 2015 undir forsæti Davids Cameron. Hann sagði af sér formennsku í flokknum eftir kosningar 2015 þegar flokkur hans tapaði 49 þingsætum og fékk einungis átta. Að því er kom fram í umfjöllun Reuters um ráðninguna í gær er Clegg háttsettasti evrópski stjórnmálamaðurinn til þess að taka nokkurn tímann við forystuhlutverki í tæknifyrirtæki í hinum svokallaða Kísildal í Kaliforníu. Facebook sagði að forstjórinn Mark Zuckerberg og framkvæmdastjórinn Sheryl Sandberg hefðu bæði verið viðriðin ráðningarferlið. Viðræður við Clegg hefðu hafist í maí. „Fyrirtæki okkar er á mikilvægri vegferð. Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir eru alvarlegar og augljósar. Nú sem aldrei fyrr þurfum við á nýjum sjónarmiðum að halda,“ sagði í tilkynningunni. Clegg sagði í yfirlýsingu á Facebook, skiljanlega, að hann vonaðist til þess að reynsla hans kæmi að góðum notum í þessu nýja hlutverki. „Á starfsævi minni í störfum fyrir almenning hef ég aldrei skorast undan erfiðum og umdeildum verkefnum og því hlutverki að miðla upplýsingum um gang mála til almennings,“ sagði Clegg. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í gær um að Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands og formaður Frjálslyndra demókrata, hefði verið ráðinn yfirmaður heimsmála- og samskiptateymis fyrirtækisins. Líklega mun Clegg hafa nóg á sinni könnu, enda hafa hneykslismál sem tengjast meðferð persónulegra upplýsinga, falsfréttum og afskiptum af kosningum gert stjórnendum Facebook lífið leitt að undanförnu. Clegg var varaforsætisráðherra í samsteypustjórn Frjálslyndra demókrata og Íhaldsflokksins frá 2010 til 2015 undir forsæti Davids Cameron. Hann sagði af sér formennsku í flokknum eftir kosningar 2015 þegar flokkur hans tapaði 49 þingsætum og fékk einungis átta. Að því er kom fram í umfjöllun Reuters um ráðninguna í gær er Clegg háttsettasti evrópski stjórnmálamaðurinn til þess að taka nokkurn tímann við forystuhlutverki í tæknifyrirtæki í hinum svokallaða Kísildal í Kaliforníu. Facebook sagði að forstjórinn Mark Zuckerberg og framkvæmdastjórinn Sheryl Sandberg hefðu bæði verið viðriðin ráðningarferlið. Viðræður við Clegg hefðu hafist í maí. „Fyrirtæki okkar er á mikilvægri vegferð. Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir eru alvarlegar og augljósar. Nú sem aldrei fyrr þurfum við á nýjum sjónarmiðum að halda,“ sagði í tilkynningunni. Clegg sagði í yfirlýsingu á Facebook, skiljanlega, að hann vonaðist til þess að reynsla hans kæmi að góðum notum í þessu nýja hlutverki. „Á starfsævi minni í störfum fyrir almenning hef ég aldrei skorast undan erfiðum og umdeildum verkefnum og því hlutverki að miðla upplýsingum um gang mála til almennings,“ sagði Clegg.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira