Guðlast í Pakistan: Eiginmaður Bibi biður vestræna leiðtoga um hjálp Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2018 11:23 Mótmælendur brenna mynd af Asia Bibi. AP/Pervez Masih Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. Hann segir líf þeirra í hættu í Pakistan í kjölfar þess að Hæstiréttur ríkisins felldi niður dauðadóm yfir Asia Bibi, sem sakfelld hafði verið fyrir guðlast. Sýknun hennar á miðvikudaginn, sem byggði á því að hún hefði verið sakfelld með takmörkuðum sönnunargögnum, leiddi til umfangsmikilla mótmæla í Pakistan. Yfirvöld ríkisins hafa gert samkomulag við harðlínumenn og mótmælendur. Ríkið ætlar að reyna að koma í veg fyrir að Bibi og fjölskylda hennar komist úr landi og í staðinn var mótmælum hætt. Þar að auki ætla harðlínumenn að reyna að fá úrskurði Hæstaréttar snúið við. Bibi hefur ekki enn verið sleppt úr haldi en lögmaður hennar, Saif Mulook, flúði frá Pakistan um helgina þar sem hann óttast um líf sitt. Hún var sakfelld fyrir guðlast árið 2010 eftir að hún deildi við nágranna sína.Sjá einnig: Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í PakistanAshiq Masih, eiginmaður Bibi, segir að fjölskylda hennar sé í mikilli hættu. Hann sagði þau vera verulega hrædd eftir að yfirvöld Pakistan gerðu samkomulag við ofstækismennina og þau þurfi reglulega að skipta um samverustað en þau eru nú í felum.„Þetta samkomulag hræðir mig. Það er rangt að setja þetta fordæmi þar sem það heppnast að beita dómsvaldið svo miklum þrýstingi,“ sagði Masih, samkvæmt BBC.„Eiginkona mín, Asia Bibi, hefur þegar þjáðst mikið. Hún hefur varið tíu árum í fangelsi. Dætur mína vilja sjá hana frjálsa, en nú hefur þetta samkomulag lengt þjáningu hennar.“ Yfirvöld Pakistan segja að öryggi Bibi hafi verið aukið og líf hennar sé ekki í hættu. Fawad Chaudri, upplýsingaráðherra, sagði samkomulaginu hafa verið ætlað að koma í veg fyrir átök í ríkinu.Sjá einnig: Íslamistar hóta „hræðilegum afleiðingum“ ef kristin kona verður náðuðEftir áðurnefndar deilur Bibi við nágranna sína, héldu tvær konur því fram að hún hefði móðgað Múhameð og ætti taka upp Íslamstrú. Æstur múgur réðst inn á heimili þeirra hjóna og varð Bibi fyrir ofbeldi. Múgurinn segir hana þá hafa viðurkennt guðlast. Hún var svo handtekin í kjölfarið og dæmd til dauða. Hæstiréttur Pakistan sagði rannsókn lögreglunnar þó hafa byggt á trúverðugum sönnunargögnum og að Bibi hefði játað guðlast fyrir framan hóp fólks sem hótaði að myrða hana. Asía Kanada Pakistan Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. Hann segir líf þeirra í hættu í Pakistan í kjölfar þess að Hæstiréttur ríkisins felldi niður dauðadóm yfir Asia Bibi, sem sakfelld hafði verið fyrir guðlast. Sýknun hennar á miðvikudaginn, sem byggði á því að hún hefði verið sakfelld með takmörkuðum sönnunargögnum, leiddi til umfangsmikilla mótmæla í Pakistan. Yfirvöld ríkisins hafa gert samkomulag við harðlínumenn og mótmælendur. Ríkið ætlar að reyna að koma í veg fyrir að Bibi og fjölskylda hennar komist úr landi og í staðinn var mótmælum hætt. Þar að auki ætla harðlínumenn að reyna að fá úrskurði Hæstaréttar snúið við. Bibi hefur ekki enn verið sleppt úr haldi en lögmaður hennar, Saif Mulook, flúði frá Pakistan um helgina þar sem hann óttast um líf sitt. Hún var sakfelld fyrir guðlast árið 2010 eftir að hún deildi við nágranna sína.Sjá einnig: Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í PakistanAshiq Masih, eiginmaður Bibi, segir að fjölskylda hennar sé í mikilli hættu. Hann sagði þau vera verulega hrædd eftir að yfirvöld Pakistan gerðu samkomulag við ofstækismennina og þau þurfi reglulega að skipta um samverustað en þau eru nú í felum.„Þetta samkomulag hræðir mig. Það er rangt að setja þetta fordæmi þar sem það heppnast að beita dómsvaldið svo miklum þrýstingi,“ sagði Masih, samkvæmt BBC.„Eiginkona mín, Asia Bibi, hefur þegar þjáðst mikið. Hún hefur varið tíu árum í fangelsi. Dætur mína vilja sjá hana frjálsa, en nú hefur þetta samkomulag lengt þjáningu hennar.“ Yfirvöld Pakistan segja að öryggi Bibi hafi verið aukið og líf hennar sé ekki í hættu. Fawad Chaudri, upplýsingaráðherra, sagði samkomulaginu hafa verið ætlað að koma í veg fyrir átök í ríkinu.Sjá einnig: Íslamistar hóta „hræðilegum afleiðingum“ ef kristin kona verður náðuðEftir áðurnefndar deilur Bibi við nágranna sína, héldu tvær konur því fram að hún hefði móðgað Múhameð og ætti taka upp Íslamstrú. Æstur múgur réðst inn á heimili þeirra hjóna og varð Bibi fyrir ofbeldi. Múgurinn segir hana þá hafa viðurkennt guðlast. Hún var svo handtekin í kjölfarið og dæmd til dauða. Hæstiréttur Pakistan sagði rannsókn lögreglunnar þó hafa byggt á trúverðugum sönnunargögnum og að Bibi hefði játað guðlast fyrir framan hóp fólks sem hótaði að myrða hana.
Asía Kanada Pakistan Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira