Síminn hf. braut gegn lögum um verðbréfaviðskipti með því að tilkynna Fjármálaeftirlitinu (FME) ekki samdægurs um viðskipti fruminnherja með bréf í félaginu.
Umrædd viðskipti áttu sér stað 1. nóvember í fyrra og tilkynnti fruminnherjinn félaginu þau samdægurs. Tilkynningin barst FME hins vegar ekki fyrr en daginn eftir.
Í ákvörðum FME segir að lögum samkvæmt hafi félaginu ekki borið að birta tilkynninguna opinberlega og því raskaði hin seina tilkynning ekki jafnræði á markaði. Með hliðsjón af því, og þar sem tilkynningin barst FME degi síðar, var ákveðið að gera Símanum ekki stjórnvaldssekt vegna brotsins.
Síminn braut gegn lögum
Jóhann Óli Eiðsson skrifar

Mest lesið

Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu
Viðskipti innlent


Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti
Viðskipti innlent


„Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið
Viðskipti erlent

Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu
Viðskipti erlent

Northvolt í þrot
Viðskipti erlent

Verð enn lægst í Prís
Neytendur

Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“
Viðskipti erlent
