Reynir að halda lífi í ríkisstjórn sinni Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2018 19:05 Netanyahu segir pólitík ekki eiga að spila inn í varnarmál Ísrael. AP/Ariel Schalit Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist leita allra leiða til að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar í kjölfar afsagnar varnarmálaráðherra landsins. Avigdor Liberman sagði af sér á miðvikudaginn í kjölfar þess að Ísrael gerði vopnahlé við Hamas-samtökin og kallaði eftir nýjum kosningum. Útlit er fyrir að tveir ráðherra til viðbótar ætli að segja af sér á morgun. Þeir hafa boðað til blaðamannafundar á morgun. Þeir ráðherrar tilheyra stjórnarflokknum Jewish Home. Eins og staðan er núna er Netanyahu með einungis eins manns meirihluta á þingi og slíti Jewish Home sig frá ríkisstjórninni verður ekki komist hjá því að boða til kosninga. Þar að auki hefur Moshe Kahlon, fjármálaráðherra, einnig sagt að réttast væri að boða til nýrra kosninga. Netanyahu ætlar sjálfur að taka að sér embætti varnarmálaráðherra í kjölfar afsagnar Liberman. Í sjónvarpsávarpi í dag sagði hann ekki rétt að boða til kosninga á svo viðkvæmum tíma varðandi öryggi Ísrael. Forsætisráðherrann sagði að pólitík ætti ekki að koma að öryggi Ísrael og hann vissi hvað hann væri að gera.Avigdor Liberman, fyrrverandi varnarmaálaráðherra Ísrael.AP/Ariel SchalitÓvissan í Ísrael byrjaði eins og áður segir á miðvikudaginn þegar Liberman sagði af sér. Hann og fleiri meðlimir ríkisstjórnarinnar voru, samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael, ósáttir með að Netanyahu hefði tekið einhliða ákvörðun um að samþykkja vopnahlé við Hamas. Það var gert eftir umfangsmiklar árásir beggja vegna við landamæri Ísrael og Gasa-strandarinnar.Sjá einnig: Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningumLiberman hefur að undanförnu kallað eftir innrás á Gasa og að her Ísrael þvingi Hamas-liða frá völdum. Hann segir það vera einu leiðina til að stilla til friðar á svæðinu. Á rétt rúmum sólarhring var minnst 460 sprengjum varpað á Ísrael frá gasa og svöruðu Ísraelsmenn með fjölmörgum loftárásum. Útlit var fyrir að það stefni í fjórða stríðið á Gasa á einungis áratug. Liberman gagnrýndi herinn á blaðamannafundi sínum í morgun og sagði viðbrögðin við árásunum ekki hafa verið samræmi við alvarleika þeirra. Allt í allt gerði herinn um 160 loftárásir á Gasa. Undanfarna mánuði hefur Hamas haldið vikuleg og fjölmenn mótmæli við landamæri Gasa og Ísrael vegna herkvíarinnar. Fjölmargir Palestínumenn verið skotnir til bana af hermönnum á þessum tíma og hafa Ísraelsmenn verið harðlega gagnrýndir vegna þessa. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása frá Gasa og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael. Nýjustu átökin hófust þegar upp komst um dulbúna sérsveitarmenn Ísrael á Gasaströndinni. Til skotbardaga kom sem sjö Hamas-liðar og einn háttsettur sérsveitarmaður féllu í. Í kjölfar þess byrjuðu Hamas-liðar að varpa sprengjum á Ísrael. Flokksmeðlimir Netanyahu í Likud-flokknum hafa gagnrýnt forsvarsmenn annarra stjórnarflokka í dag, samkvæmt Times of Israel. Meðal þess sem ráðherra Likud flokksins hafa sagt er að samstarfsaðilar þeirra séu að haga sér á mjög óábyrgan hátt. Miri Regev, menningarráðherra, sagði það einmitt óábyrgt að fella svo góða hægri-ríkisstjórn. Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist leita allra leiða til að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar í kjölfar afsagnar varnarmálaráðherra landsins. Avigdor Liberman sagði af sér á miðvikudaginn í kjölfar þess að Ísrael gerði vopnahlé við Hamas-samtökin og kallaði eftir nýjum kosningum. Útlit er fyrir að tveir ráðherra til viðbótar ætli að segja af sér á morgun. Þeir hafa boðað til blaðamannafundar á morgun. Þeir ráðherrar tilheyra stjórnarflokknum Jewish Home. Eins og staðan er núna er Netanyahu með einungis eins manns meirihluta á þingi og slíti Jewish Home sig frá ríkisstjórninni verður ekki komist hjá því að boða til kosninga. Þar að auki hefur Moshe Kahlon, fjármálaráðherra, einnig sagt að réttast væri að boða til nýrra kosninga. Netanyahu ætlar sjálfur að taka að sér embætti varnarmálaráðherra í kjölfar afsagnar Liberman. Í sjónvarpsávarpi í dag sagði hann ekki rétt að boða til kosninga á svo viðkvæmum tíma varðandi öryggi Ísrael. Forsætisráðherrann sagði að pólitík ætti ekki að koma að öryggi Ísrael og hann vissi hvað hann væri að gera.Avigdor Liberman, fyrrverandi varnarmaálaráðherra Ísrael.AP/Ariel SchalitÓvissan í Ísrael byrjaði eins og áður segir á miðvikudaginn þegar Liberman sagði af sér. Hann og fleiri meðlimir ríkisstjórnarinnar voru, samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael, ósáttir með að Netanyahu hefði tekið einhliða ákvörðun um að samþykkja vopnahlé við Hamas. Það var gert eftir umfangsmiklar árásir beggja vegna við landamæri Ísrael og Gasa-strandarinnar.Sjá einnig: Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningumLiberman hefur að undanförnu kallað eftir innrás á Gasa og að her Ísrael þvingi Hamas-liða frá völdum. Hann segir það vera einu leiðina til að stilla til friðar á svæðinu. Á rétt rúmum sólarhring var minnst 460 sprengjum varpað á Ísrael frá gasa og svöruðu Ísraelsmenn með fjölmörgum loftárásum. Útlit var fyrir að það stefni í fjórða stríðið á Gasa á einungis áratug. Liberman gagnrýndi herinn á blaðamannafundi sínum í morgun og sagði viðbrögðin við árásunum ekki hafa verið samræmi við alvarleika þeirra. Allt í allt gerði herinn um 160 loftárásir á Gasa. Undanfarna mánuði hefur Hamas haldið vikuleg og fjölmenn mótmæli við landamæri Gasa og Ísrael vegna herkvíarinnar. Fjölmargir Palestínumenn verið skotnir til bana af hermönnum á þessum tíma og hafa Ísraelsmenn verið harðlega gagnrýndir vegna þessa. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása frá Gasa og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael. Nýjustu átökin hófust þegar upp komst um dulbúna sérsveitarmenn Ísrael á Gasaströndinni. Til skotbardaga kom sem sjö Hamas-liðar og einn háttsettur sérsveitarmaður féllu í. Í kjölfar þess byrjuðu Hamas-liðar að varpa sprengjum á Ísrael. Flokksmeðlimir Netanyahu í Likud-flokknum hafa gagnrýnt forsvarsmenn annarra stjórnarflokka í dag, samkvæmt Times of Israel. Meðal þess sem ráðherra Likud flokksins hafa sagt er að samstarfsaðilar þeirra séu að haga sér á mjög óábyrgan hátt. Miri Regev, menningarráðherra, sagði það einmitt óábyrgt að fella svo góða hægri-ríkisstjórn.
Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira