May fyllir í tóma ráðherrastóla Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. nóvember 2018 08:00 Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. Vísir/EPA Ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi undir forsæti Theresu May var vafalítið orðin nokkuð tómleg eftir að tveir af æðstu ráðherrum hennar og tveir undirráðherrar sögðu af sér vegna óánægju með nýsamþykkt drög að Brexit-samningi sem kynnt voru í vikunni. May brást við stöðunni í gær og skipaði nýja ráðherra í allar stöðurnar. Í stað Dominics Raab er þingmaðurinn Stephen Barclay nú orðinn ráðherra útgöngumála. Skipanin kom nokkuð á óvart enda Barclay lítt þekktur í Bretlandi. Hann hafði verið í minna ráðherraembætti og barðist fyrir útgöngu á sínum tíma. Athyglisvert er að Barclay vann áður hjá bankanum Barclays en vert er að nefna að hann tengist ekki bankanum að öðru leyti, þrátt fyrir nafnið. Svo virðist þó sem May hafi gengið tiltölulega illa að fylla sæti Raabs. Breska ríkisútvarpið BBC greindi frá því á vef sínum að umhverfismálaráðherranum Michael Gove, einum leiðtoga Brexit-sinna í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016, hefði verið boðinn stóllinn og sömuleiðis þingmanninum Geoffrey Cox. Þeir eiga hins vegar báðir að hafa hafnað boði forsætisráðherrans. Amber Rudd var svo skipuð nýr vinnu- og eftirlaunamálaráðherra eftir afsögn Esther McVey. Skipan Rudd er langt frá því að vera óumdeild enda sagði hún af sér fyrr á þessu ári sem innanríkisráðherra vegna hins svokallaða Windrush-hneykslis. Málið snerist um ólögmæta fangelsun og brottflutning 63 einstaklinga, sem margir hverjir voru breskir ríkisborgarar og komu til landsins á áttunda áratugnum. Verkamannaflokksliðar voru óánægðir með skipan Rudd og sagði Jon Trickett, einn skuggaráðherra flokksins, að Rudd hefði gert starfsandann í innanríkisráðuneytinu óbærilegan og myndi nú taka við fjandsamlegu vinnu- og eftirlaunamálaráðuneyti. „Það lýsir örvæntingu veikburða forsætisráðherra að skipa smánaðan fyrrverandi ráðherra sem þurfti fyrir ekki svo löngu að segja af sér vegna hneykslis,“ sagði Trickett. Sjálf sagði Rudd að hún væri afar hamingjusöm með tækifærið. Starfið væri mikilvægt og stórt. Aðspurð um mögulegt vantraust á forsætisráðherrann sagði Rudd: „Nú er ekki rétti tíminn til að rísa gegn leiðtoga okkar. Við eigum þess í stað að standa saman og hafa það í huga hverjum við eigum að þjóna, það er að segja, öllu landinu. Af og til fæ ég áhyggjur af því að samstarfsmenn mínir einblíni of mikið á þingið sjálft.“ Til þess að vantraustsatkvæðagreiðsla um Theresu May fari fram þurfa 48 þingmenn Íhaldsflokksins að senda hinni svokölluðu 1922-nefnd flokksins bréf þar sem þess er krafist. Það hafa áberandi harðir Brexit-liðar nú þegar gert, til að mynda Jacob Rees-Mogg. Þeim þröskuldi hafði ekki verið náð í gær en samkvæmt BBC höfðu um 20 sagst opinberlega lýsa yfir vantrausti á May. Einn blaðamaður miðilsins sagði á Twitter að hugsanlega næðist 48 manna markið á mánudag. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Hart sótt að May á þinginu Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt. 15. nóvember 2018 12:34 May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56 Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi undir forsæti Theresu May var vafalítið orðin nokkuð tómleg eftir að tveir af æðstu ráðherrum hennar og tveir undirráðherrar sögðu af sér vegna óánægju með nýsamþykkt drög að Brexit-samningi sem kynnt voru í vikunni. May brást við stöðunni í gær og skipaði nýja ráðherra í allar stöðurnar. Í stað Dominics Raab er þingmaðurinn Stephen Barclay nú orðinn ráðherra útgöngumála. Skipanin kom nokkuð á óvart enda Barclay lítt þekktur í Bretlandi. Hann hafði verið í minna ráðherraembætti og barðist fyrir útgöngu á sínum tíma. Athyglisvert er að Barclay vann áður hjá bankanum Barclays en vert er að nefna að hann tengist ekki bankanum að öðru leyti, þrátt fyrir nafnið. Svo virðist þó sem May hafi gengið tiltölulega illa að fylla sæti Raabs. Breska ríkisútvarpið BBC greindi frá því á vef sínum að umhverfismálaráðherranum Michael Gove, einum leiðtoga Brexit-sinna í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016, hefði verið boðinn stóllinn og sömuleiðis þingmanninum Geoffrey Cox. Þeir eiga hins vegar báðir að hafa hafnað boði forsætisráðherrans. Amber Rudd var svo skipuð nýr vinnu- og eftirlaunamálaráðherra eftir afsögn Esther McVey. Skipan Rudd er langt frá því að vera óumdeild enda sagði hún af sér fyrr á þessu ári sem innanríkisráðherra vegna hins svokallaða Windrush-hneykslis. Málið snerist um ólögmæta fangelsun og brottflutning 63 einstaklinga, sem margir hverjir voru breskir ríkisborgarar og komu til landsins á áttunda áratugnum. Verkamannaflokksliðar voru óánægðir með skipan Rudd og sagði Jon Trickett, einn skuggaráðherra flokksins, að Rudd hefði gert starfsandann í innanríkisráðuneytinu óbærilegan og myndi nú taka við fjandsamlegu vinnu- og eftirlaunamálaráðuneyti. „Það lýsir örvæntingu veikburða forsætisráðherra að skipa smánaðan fyrrverandi ráðherra sem þurfti fyrir ekki svo löngu að segja af sér vegna hneykslis,“ sagði Trickett. Sjálf sagði Rudd að hún væri afar hamingjusöm með tækifærið. Starfið væri mikilvægt og stórt. Aðspurð um mögulegt vantraust á forsætisráðherrann sagði Rudd: „Nú er ekki rétti tíminn til að rísa gegn leiðtoga okkar. Við eigum þess í stað að standa saman og hafa það í huga hverjum við eigum að þjóna, það er að segja, öllu landinu. Af og til fæ ég áhyggjur af því að samstarfsmenn mínir einblíni of mikið á þingið sjálft.“ Til þess að vantraustsatkvæðagreiðsla um Theresu May fari fram þurfa 48 þingmenn Íhaldsflokksins að senda hinni svokölluðu 1922-nefnd flokksins bréf þar sem þess er krafist. Það hafa áberandi harðir Brexit-liðar nú þegar gert, til að mynda Jacob Rees-Mogg. Þeim þröskuldi hafði ekki verið náð í gær en samkvæmt BBC höfðu um 20 sagst opinberlega lýsa yfir vantrausti á May. Einn blaðamaður miðilsins sagði á Twitter að hugsanlega næðist 48 manna markið á mánudag.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Hart sótt að May á þinginu Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt. 15. nóvember 2018 12:34 May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56 Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Hart sótt að May á þinginu Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt. 15. nóvember 2018 12:34
May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56
Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00
Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40
Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30