Arion gefur út víkjandi skuldabréf Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2018 16:42 Útgáfunni er ætlað að styrka eiginfjárstöðu bankans. Vísir/Eyþór Arion banki gaf í dag út skuldabréf eiginfjárþáttar 2 að fjárhæð 500 milljónir sænskra króna. Skuldabréfin eru gefin út til 10 ára með innköllunarheimild af hálfu útgefanda eftir 5 ár. Skuldabréfin, sem eru fyrsta víkjandi útgáfa Arion banka, eru með fljótandi vexti, 310 punkta ofan á millibankavexti í sænskum krónum. Nordea, Swedbank og SEB sáu um útgáfuna fyrir hönd bankans. „Útgáfa skuldabréfanna styrkir eiginfjárgrunn bankans og er áfangi í vegferð hans að ná fram hagkvæmri skipan eiginfjár,“ segir í tilkynningu sem bankinn sendi til Kauphallarinnar vegna útgáfunnar. Skuldabréfin teljast til eiginfjárþáttar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki en bankinn gerir ráð fyrir að útgáfan fái lánshæfiseinkunnina BBB- frá S&P Global Ratings. Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN útgáfuramma bankans og er stefnt að töku skuldabréfanna til viðskipta í kauphöllinni í Lúxemborg þann 22 nóvember 2018.Samið við Citi Þá hefur Arion banki jafnframt samið við Citigroup Global Markets Limited um ráðgjöf vegna fyrirhugaðra breytinga á eignarhaldi Valitor, dótturfélagi Arion banka, sem gætu falið í sér sölu á meirihluta hlutafjár eða öllu hlutafé í Valitor. Þar með eru fréttir Markaðarins staðfestar, en greint var frá samningi Citi og Arion í gær. Í tilkynningu frá Arion vegna málsins segir að nánari upplýsingar um málið muni liggja fyrir eftir 6 til 12 mánuði. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Gildi í hóp stærstu hluthafa Arion Gildi - lífeyrissjóður hefur keypt liðlega 1,2 prósenta eignarhlut í Arion banka og fer nú með um 1,8 prósenta hlut í bankanum. Er hlutur lífeyrissjóðsins metinn á ríflega 2,8 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans. 24. október 2018 07:00 Þýskur banki í hóp stærstu hluthafa Arion banka Þýska fjármálafyrirtækið MainFirst Bank fer með eins prósents eignarhlut í Arion banka, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa bankans 14. nóvember 2018 09:00 Citi ráðgjafi við sölu á Valitor Bandaríski fjárfestingarbankinn Citi verður ráðgjafi Arion banka við sölu á Valitor, dótturfélagi bankans, en áformað er að selja félagið. 14. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Arion banki gaf í dag út skuldabréf eiginfjárþáttar 2 að fjárhæð 500 milljónir sænskra króna. Skuldabréfin eru gefin út til 10 ára með innköllunarheimild af hálfu útgefanda eftir 5 ár. Skuldabréfin, sem eru fyrsta víkjandi útgáfa Arion banka, eru með fljótandi vexti, 310 punkta ofan á millibankavexti í sænskum krónum. Nordea, Swedbank og SEB sáu um útgáfuna fyrir hönd bankans. „Útgáfa skuldabréfanna styrkir eiginfjárgrunn bankans og er áfangi í vegferð hans að ná fram hagkvæmri skipan eiginfjár,“ segir í tilkynningu sem bankinn sendi til Kauphallarinnar vegna útgáfunnar. Skuldabréfin teljast til eiginfjárþáttar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki en bankinn gerir ráð fyrir að útgáfan fái lánshæfiseinkunnina BBB- frá S&P Global Ratings. Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN útgáfuramma bankans og er stefnt að töku skuldabréfanna til viðskipta í kauphöllinni í Lúxemborg þann 22 nóvember 2018.Samið við Citi Þá hefur Arion banki jafnframt samið við Citigroup Global Markets Limited um ráðgjöf vegna fyrirhugaðra breytinga á eignarhaldi Valitor, dótturfélagi Arion banka, sem gætu falið í sér sölu á meirihluta hlutafjár eða öllu hlutafé í Valitor. Þar með eru fréttir Markaðarins staðfestar, en greint var frá samningi Citi og Arion í gær. Í tilkynningu frá Arion vegna málsins segir að nánari upplýsingar um málið muni liggja fyrir eftir 6 til 12 mánuði.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Gildi í hóp stærstu hluthafa Arion Gildi - lífeyrissjóður hefur keypt liðlega 1,2 prósenta eignarhlut í Arion banka og fer nú með um 1,8 prósenta hlut í bankanum. Er hlutur lífeyrissjóðsins metinn á ríflega 2,8 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans. 24. október 2018 07:00 Þýskur banki í hóp stærstu hluthafa Arion banka Þýska fjármálafyrirtækið MainFirst Bank fer með eins prósents eignarhlut í Arion banka, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa bankans 14. nóvember 2018 09:00 Citi ráðgjafi við sölu á Valitor Bandaríski fjárfestingarbankinn Citi verður ráðgjafi Arion banka við sölu á Valitor, dótturfélagi bankans, en áformað er að selja félagið. 14. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Gildi í hóp stærstu hluthafa Arion Gildi - lífeyrissjóður hefur keypt liðlega 1,2 prósenta eignarhlut í Arion banka og fer nú með um 1,8 prósenta hlut í bankanum. Er hlutur lífeyrissjóðsins metinn á ríflega 2,8 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans. 24. október 2018 07:00
Þýskur banki í hóp stærstu hluthafa Arion banka Þýska fjármálafyrirtækið MainFirst Bank fer með eins prósents eignarhlut í Arion banka, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa bankans 14. nóvember 2018 09:00
Citi ráðgjafi við sölu á Valitor Bandaríski fjárfestingarbankinn Citi verður ráðgjafi Arion banka við sölu á Valitor, dótturfélagi bankans, en áformað er að selja félagið. 14. nóvember 2018 10:00