100 ár frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2018 08:55 Víða um heim er þess minnst í dag að 100 ár eru frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar sem lauk formlega þann 11. nóvember árið 1918 er Þjóðverjar og Bandamenn skrifuðu undir vopnahléssamning.Athafnir til þess að minnast loka styrjaldarinnar hófust í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en fjölmargir hermenn frá þessum ríkjum tóku þátt í styrjöldinni. Þá var loka styrjaldarinnar einnig minnst í Indlandi en 74 þúsund indverskir hermenn létust í stríðinu. Síðar dag munu 70 þjóðarleiðtogar, þar á meðal Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Pútín Rússlandforseti, Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Angela Merkel Þýskalandskanslari, minnast loka styrjaldarinnar í París í Frakklandi en athöfnin verður haldinn við Sigurbogann. Stríðið, sem kallað var Stríðið sem átti að binda endi á öll stríð, stóð yfir frá árinu 1914 til 1918. Það hófst í Evrópu á milli Miðveldanna svokölluðu, Þýskalands og Austurríki-Ungverjalands, og Bandamanna, Frakka, Breta og Rússa. Stríðið breiddist svo út um heimsbyggðina en alls er talið að 16 milljónir, þar af níu milljón hermenn og sjö milljónir almennra borgara, hafi látist í stríðinu. Ítarlega má fræðast um stríðið á vef BBC. Ýmislegt hefur verið gert til að minnast stríðsloka. Á meðal þess er ný heimildarmynd eftir Peter Jackson, leikstjóra Lord of the Rings kvikmyndanna. Eyddi hann talsverðum tíma í að taka myndir frá stríðinu og koma þeim í nútímalegan búning með nýjustu tækni. Útkoman er nokkuð mögnuð, eins og sjá má hér að neðan. Asía Austurríki Ástralía Bandaríkin Bretland Evrópa Frakkland Rússland Tengdar fréttir Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti ekki til minningarathafnar um þá bandaríkjamenn sem létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvíta húsið segir veðrinu um að kenna. 10. nóvember 2018 20:16 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Sjá meira
Víða um heim er þess minnst í dag að 100 ár eru frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar sem lauk formlega þann 11. nóvember árið 1918 er Þjóðverjar og Bandamenn skrifuðu undir vopnahléssamning.Athafnir til þess að minnast loka styrjaldarinnar hófust í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en fjölmargir hermenn frá þessum ríkjum tóku þátt í styrjöldinni. Þá var loka styrjaldarinnar einnig minnst í Indlandi en 74 þúsund indverskir hermenn létust í stríðinu. Síðar dag munu 70 þjóðarleiðtogar, þar á meðal Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Pútín Rússlandforseti, Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Angela Merkel Þýskalandskanslari, minnast loka styrjaldarinnar í París í Frakklandi en athöfnin verður haldinn við Sigurbogann. Stríðið, sem kallað var Stríðið sem átti að binda endi á öll stríð, stóð yfir frá árinu 1914 til 1918. Það hófst í Evrópu á milli Miðveldanna svokölluðu, Þýskalands og Austurríki-Ungverjalands, og Bandamanna, Frakka, Breta og Rússa. Stríðið breiddist svo út um heimsbyggðina en alls er talið að 16 milljónir, þar af níu milljón hermenn og sjö milljónir almennra borgara, hafi látist í stríðinu. Ítarlega má fræðast um stríðið á vef BBC. Ýmislegt hefur verið gert til að minnast stríðsloka. Á meðal þess er ný heimildarmynd eftir Peter Jackson, leikstjóra Lord of the Rings kvikmyndanna. Eyddi hann talsverðum tíma í að taka myndir frá stríðinu og koma þeim í nútímalegan búning með nýjustu tækni. Útkoman er nokkuð mögnuð, eins og sjá má hér að neðan.
Asía Austurríki Ástralía Bandaríkin Bretland Evrópa Frakkland Rússland Tengdar fréttir Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti ekki til minningarathafnar um þá bandaríkjamenn sem létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvíta húsið segir veðrinu um að kenna. 10. nóvember 2018 20:16 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Sjá meira
Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti ekki til minningarathafnar um þá bandaríkjamenn sem létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvíta húsið segir veðrinu um að kenna. 10. nóvember 2018 20:16