Russell Westbrook náði Kidd á þrennulistanum í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 07:30 Russell Westbrook. Vísir/Getty Russell Westbrook er kominn í þrennuformið og með sinni þriðju í síðustu fjórðum leikjum þá komst hann upp í þriðja sætið yfir flestar þrennur í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Þetta var líka þrennukvöld fyrir gamla liðsfélaga hans James Harden en líkt og 54 stig Harden dugðu ekki í fyrrakvöld þá dugði þrennan hans ekki í nótt. Houston Rockets tapaði með 20 stigum á heimavelli á móti Dallas Mavericks.Russell Westbrook var með 23 stig, 19 fráköst og 15 stoðsendingar í 100-83 sigri Oklahoma City Thunder á Cleveland Cavaliers. Þetta var 107. þrennan hans á ferlinum og er hann nú kominn upp við hlið Jason Kidd í þriðja sæti listans.Nú eru aðeins þeir Oscar Robertson (181) og Magic Johnson (138) fyrir ofan Russell Westbrook. Kidd þurfti 1247 leiki til að ná þessum 107 þrennum sínum en þetta var bara 760 leikur Westbrook. Russell Westbrook missti af fyrstu leikjum tímabilsins eftir að hann fór í hnéaðgerð á undirbúningstímabilinu. Liðið tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum en hefur nú unnið 13 af síðustu 16. Þrennan í nótt var þriðja þrenna Russell Westbrook í síðustu fjórum leikjum. Hann var líka með þrennu á móti meisturum Golden State Warriors (11 stig, 11 fráköst, 13 stoðsendingar) og Denver Nuggets (16 stig, 10 fráköst, 12 stoðsendingar) og er farinn að nálgast þrennumeðaltali sem hann hefur verið með undanfarin tvö tímabil.23 PTS. 19 REB. 15 AST. Russell Westbrook notches 107th career triple-double to tie Jason Kidd for the 3rd most triple-doubles in @NBAHistory! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/G3yuyzzOkT — NBA.com/Stats (@nbastats) November 29, 2018Nýliðinn Luka Doncic var með 20 stig á aðeins 24 mínútum þegar Dallas Mavericks vann laufléttan 128-108 útisigur á Houston Rockets. Það hefur bæði gengið illa á útivelli í vetur og á móti Houston undanfarin ár en slóvenska undrabarnið er að breyta miklu fyrir Dallas-liðið. James Harden var með 25 stig, 17 stoðsendingar og 11 fráköst fyrir Houston en það var langt frá því að duga alveg eins og 54 stiga leikur hans í fyrrinótt. Liðið saknar mikið Chris Paul sem er meiddur en þetta var fjórði tapleikurinn í röð.James Harden records his 1st triple-double of the season for the @HoustonRockets with 25 PTS, 11 REB, 17 AST at home. #Rocketspic.twitter.com/8Ktdf37pcd — NBA (@NBA) November 29, 2018 Hinn 19 ára gamli Doncic hefur nú skorað tuttugu stig eða meira í 10 af 18 leikjum tímabilsins og hann hefur farið fyrir betri leik Dallas-liðsins að undanförnu. Dallas tapaði 8 af fyrstu 11 leikjum sínum en þetta var þriðji sigurleikurinn í röð.Damian Lillard setti niður 10 þriggja stiga körfur og skoraði alls 41 stig í 115-112 sigri Portland Trail Blazers á Orlando Magic. Þetta er nýtt met hjá Portland í þristum í einum leik en Lillard hitti úr 10 af 15 þriggja stiga skotum í leiknum.Jrue Holiday (29 PTS, 7 REB, 5 AST) & Anthony Davis (28 PTS, 15 REB) combine for 57 PTS in the @PelicansNBA home victory! #DoitBigpic.twitter.com/R1O5dLpTQV — NBA (@NBA) November 29, 2018Giannis Antetokounmpo bætti við enn einum stórleiknum í 116-113 sigri Milwaukee Bucks á nágrönnunum í Chicago Bulls. Giannis var með 36 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar.Úrslitin í NBA-deildinni: Los Angeles Clippers - Phoenix Suns 115-99 Portland Trail Blazers - Orlando Magic 115-112 Houston Rockets - Dallas Mavericks 108-128 Milwaukee Bucks - Chicago Bulls 116-113 Minnesota Timberwolves - San Antonio Spurs 128-89 New Orleans Pelicans - Washington Wizards 125-104 Oklahoma City Thunder - Cleveland Cavaliers 100-83 Brooklyn Nets - Utah Jazz 91-101 Charlotte Hornets - Atlanta Hawks 108-94 Philadelphia 76ers - New York Knicks 117-91 NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
Russell Westbrook er kominn í þrennuformið og með sinni þriðju í síðustu fjórðum leikjum þá komst hann upp í þriðja sætið yfir flestar þrennur í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Þetta var líka þrennukvöld fyrir gamla liðsfélaga hans James Harden en líkt og 54 stig Harden dugðu ekki í fyrrakvöld þá dugði þrennan hans ekki í nótt. Houston Rockets tapaði með 20 stigum á heimavelli á móti Dallas Mavericks.Russell Westbrook var með 23 stig, 19 fráköst og 15 stoðsendingar í 100-83 sigri Oklahoma City Thunder á Cleveland Cavaliers. Þetta var 107. þrennan hans á ferlinum og er hann nú kominn upp við hlið Jason Kidd í þriðja sæti listans.Nú eru aðeins þeir Oscar Robertson (181) og Magic Johnson (138) fyrir ofan Russell Westbrook. Kidd þurfti 1247 leiki til að ná þessum 107 þrennum sínum en þetta var bara 760 leikur Westbrook. Russell Westbrook missti af fyrstu leikjum tímabilsins eftir að hann fór í hnéaðgerð á undirbúningstímabilinu. Liðið tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum en hefur nú unnið 13 af síðustu 16. Þrennan í nótt var þriðja þrenna Russell Westbrook í síðustu fjórum leikjum. Hann var líka með þrennu á móti meisturum Golden State Warriors (11 stig, 11 fráköst, 13 stoðsendingar) og Denver Nuggets (16 stig, 10 fráköst, 12 stoðsendingar) og er farinn að nálgast þrennumeðaltali sem hann hefur verið með undanfarin tvö tímabil.23 PTS. 19 REB. 15 AST. Russell Westbrook notches 107th career triple-double to tie Jason Kidd for the 3rd most triple-doubles in @NBAHistory! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/G3yuyzzOkT — NBA.com/Stats (@nbastats) November 29, 2018Nýliðinn Luka Doncic var með 20 stig á aðeins 24 mínútum þegar Dallas Mavericks vann laufléttan 128-108 útisigur á Houston Rockets. Það hefur bæði gengið illa á útivelli í vetur og á móti Houston undanfarin ár en slóvenska undrabarnið er að breyta miklu fyrir Dallas-liðið. James Harden var með 25 stig, 17 stoðsendingar og 11 fráköst fyrir Houston en það var langt frá því að duga alveg eins og 54 stiga leikur hans í fyrrinótt. Liðið saknar mikið Chris Paul sem er meiddur en þetta var fjórði tapleikurinn í röð.James Harden records his 1st triple-double of the season for the @HoustonRockets with 25 PTS, 11 REB, 17 AST at home. #Rocketspic.twitter.com/8Ktdf37pcd — NBA (@NBA) November 29, 2018 Hinn 19 ára gamli Doncic hefur nú skorað tuttugu stig eða meira í 10 af 18 leikjum tímabilsins og hann hefur farið fyrir betri leik Dallas-liðsins að undanförnu. Dallas tapaði 8 af fyrstu 11 leikjum sínum en þetta var þriðji sigurleikurinn í röð.Damian Lillard setti niður 10 þriggja stiga körfur og skoraði alls 41 stig í 115-112 sigri Portland Trail Blazers á Orlando Magic. Þetta er nýtt met hjá Portland í þristum í einum leik en Lillard hitti úr 10 af 15 þriggja stiga skotum í leiknum.Jrue Holiday (29 PTS, 7 REB, 5 AST) & Anthony Davis (28 PTS, 15 REB) combine for 57 PTS in the @PelicansNBA home victory! #DoitBigpic.twitter.com/R1O5dLpTQV — NBA (@NBA) November 29, 2018Giannis Antetokounmpo bætti við enn einum stórleiknum í 116-113 sigri Milwaukee Bucks á nágrönnunum í Chicago Bulls. Giannis var með 36 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar.Úrslitin í NBA-deildinni: Los Angeles Clippers - Phoenix Suns 115-99 Portland Trail Blazers - Orlando Magic 115-112 Houston Rockets - Dallas Mavericks 108-128 Milwaukee Bucks - Chicago Bulls 116-113 Minnesota Timberwolves - San Antonio Spurs 128-89 New Orleans Pelicans - Washington Wizards 125-104 Oklahoma City Thunder - Cleveland Cavaliers 100-83 Brooklyn Nets - Utah Jazz 91-101 Charlotte Hornets - Atlanta Hawks 108-94 Philadelphia 76ers - New York Knicks 117-91
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira