Svipmynd: Tengja vörurnar við hughrifin á Íslandi 28. nóvember 2018 08:00 Vala Steinsdóttir Fréttablaðið Stefán Vala Steinsdóttir hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra snyrtivörufyrirtækisins Sóley Organics frá haustinu 2016 en áður starfaði hún hjá 66°Norður og sem vörustjóri hjá Nike EMEA í Hollandi. Hún segir að breytt kauphegðun yngri kynslóða hafi haft gífurleg áhrif á snyrtivörumarkaðinn.Hver eru þín helstu áhugamál? Ég er á kafi í hljóðbókum sem gera mér kleift að hlusta og læra eitthvað nýtt á meðan ég geng frá heima, hleyp, keyri og fer í ræktina. Bestu stundirnar eru að vera með fjölskyldunni á skíðum á veturna og í útilegum upp á gamla mátann á sumrin og bara að vera úti að leika. Elska hvað náttúran nærir líkama og sál. Svo fékk ég skotvopnaleyfi í vetur sem ég er mjög spennt fyrir og er á leið á gönguskíðanámskeið á Ísafirði þegar kemur snjór.Hvernig er morgunrútínan þín? Ég vakna rúmlega sjö á morgnanna og fæ mér hafragraut með stelpunum mínum. Þorsteinn eldar grautinn en er farinn í vinnu áður en við byrjum að borða. Ég geri nesti fyrir stelpurnar, græja þær og svo labba þær saman í skólann. Ég fæ mér einn kaffibolla áður en að ég annaðhvort stekk í sturtu eða í ræktina fyrir vinnu.Hver er bókin sem ert að lesa eða last síðast? Ég er mikið að hlusta á ævisögur núna. Var að klára Total Recall, ævisögu Arnolds Schwarzenegger, sem var mjög áhugaverð. Það er ótrúlegt hvað hann hefur gert margt sem ég hafði ekki hugmynd um. Það sem stóð upp úr hjá mér er nýting hans á tímanum á hverjum degi og síðan að láta sig málin varða og gera eitthvað, frekar en að setja út á og dæma, sem ég tengi svo sterkt við. Var svo að detta í hlaðvarpið „Í ljósi sögunnar“ sem er frábært.Ef þú þyrftir að velja allt annan starfsframa, hver yrði hann? Eftir að vera búin að vera í fatabransanum frá átján ára aldri þá skipti ég yfir í snyrtivörubransann fyrir tveimur árum. Þannig að ég er eiginlega búin að velja annan starfsframa. Það er svo margt sem mig langar að læra og gera en það væri örugglega gaman að vinna við að prófa óvenjuleg hótel um allan heim og að vera matargagnrýnandi. Hafa atvinnu af að borða góðan mat með skemmtilegu fólki … ég elska góðan mat.Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu? Við erum lítið fyrirtæki með fáa starfsmenn og því þarf maður að bera marga hatta á hverjum degi, ganga í öll verk og leysa alls kyns mál sem koma upp. Maður kemst kannski ekki eins hratt yfir verkefnin og maður myndi vilja en þá er bara að halda ótrauð áfram að tækla hvert verkefnið á fætur öðru, alltaf með fókus á heildarmyndina og minna sig á hvert við stefnum.Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu í dag? Það er áskorun í sjálfu sér að vera lítið fyrirtæki sem framleiðir hágæðavörur á eyju. Það er mjög kostnaðarsamt þegar kemur að kaupum á hráefnum, umbúðum, framleiðslu og að senda vörur til útlanda. Á sama tíma erum við að hugsa um að vernda umhverfi okkar og að bera virðingu fyrir náttúrunni. Þetta á oft ekki saman en með aukinni veltu náum við að hagræða enn frekar og að hafa meiri áhrif þegar kemur að umbúðalausnum. Það kemur hins vegar ekki til mála fyrir okkur að framleiða okkar vörur annars staðar en hér með íslensku vatni og endurnýtanlegri orku. Síðan eru launagjöld há þrátt fyrir að við séum aðeins með fjóra starfsmenn. Þau gera okkur erfitt fyrir og þrengja að möguleikunum til nýsköpunar. En rekstrarumhverfið er að mörgu leyti gott fyrir okkur, og vaxandi vinsældir Íslands hafa verið mikilvægar. Vörur okkar eru í mörgum hágæða hótelum og baðstöðum víðsvegar um landið og oft er það fyrsta snerting viðskiptavinarins við vörurnar. Þeir tengja svo hughrif sín af Íslandi og upplifun á vörunni saman. Við fáum ítrekað að heyra það frá viðskiptavinum okkar á vefnum að þeir fari í augnablik aftur til Íslands í huganum þegar þeir nota vörurnar. Því má kannski segja að við séum að veita viðskiptavinum okkur svolitla hugleiðslu og ró í amstri dagsins líka.Hvaða breytingar sérðu fyrir þér í rekstrarumhverfinu á komandi árum? Það verður áhugavert að fylgjast með kauphegðun yngri kynslóða og hvernig þær munu breyta markaðnum. Það er ekki lengur þessi tryggð við stór vörumerki eins og áður var, yngra fólk er meira að leitast við að uppgötva minni og umhverfisvænni vörumerki, og vill þekkja innihaldsefnin. Þetta mun hafa og hefur nú þegar gífurleg áhrif á verslun með snyrtivörur, hvar og hvernig við komum skilaboðum áleiðis til þessara hópa á þann hátt sem þeir vilja heyra, og því skiptir öllu að vera heiðarleg og hafa sannar sögur að segja. Útflutningur Sóley Organics hefur aukist til muna og möguleikarnir eru gríðarlega miklir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Vala Steinsdóttir hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra snyrtivörufyrirtækisins Sóley Organics frá haustinu 2016 en áður starfaði hún hjá 66°Norður og sem vörustjóri hjá Nike EMEA í Hollandi. Hún segir að breytt kauphegðun yngri kynslóða hafi haft gífurleg áhrif á snyrtivörumarkaðinn.Hver eru þín helstu áhugamál? Ég er á kafi í hljóðbókum sem gera mér kleift að hlusta og læra eitthvað nýtt á meðan ég geng frá heima, hleyp, keyri og fer í ræktina. Bestu stundirnar eru að vera með fjölskyldunni á skíðum á veturna og í útilegum upp á gamla mátann á sumrin og bara að vera úti að leika. Elska hvað náttúran nærir líkama og sál. Svo fékk ég skotvopnaleyfi í vetur sem ég er mjög spennt fyrir og er á leið á gönguskíðanámskeið á Ísafirði þegar kemur snjór.Hvernig er morgunrútínan þín? Ég vakna rúmlega sjö á morgnanna og fæ mér hafragraut með stelpunum mínum. Þorsteinn eldar grautinn en er farinn í vinnu áður en við byrjum að borða. Ég geri nesti fyrir stelpurnar, græja þær og svo labba þær saman í skólann. Ég fæ mér einn kaffibolla áður en að ég annaðhvort stekk í sturtu eða í ræktina fyrir vinnu.Hver er bókin sem ert að lesa eða last síðast? Ég er mikið að hlusta á ævisögur núna. Var að klára Total Recall, ævisögu Arnolds Schwarzenegger, sem var mjög áhugaverð. Það er ótrúlegt hvað hann hefur gert margt sem ég hafði ekki hugmynd um. Það sem stóð upp úr hjá mér er nýting hans á tímanum á hverjum degi og síðan að láta sig málin varða og gera eitthvað, frekar en að setja út á og dæma, sem ég tengi svo sterkt við. Var svo að detta í hlaðvarpið „Í ljósi sögunnar“ sem er frábært.Ef þú þyrftir að velja allt annan starfsframa, hver yrði hann? Eftir að vera búin að vera í fatabransanum frá átján ára aldri þá skipti ég yfir í snyrtivörubransann fyrir tveimur árum. Þannig að ég er eiginlega búin að velja annan starfsframa. Það er svo margt sem mig langar að læra og gera en það væri örugglega gaman að vinna við að prófa óvenjuleg hótel um allan heim og að vera matargagnrýnandi. Hafa atvinnu af að borða góðan mat með skemmtilegu fólki … ég elska góðan mat.Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu? Við erum lítið fyrirtæki með fáa starfsmenn og því þarf maður að bera marga hatta á hverjum degi, ganga í öll verk og leysa alls kyns mál sem koma upp. Maður kemst kannski ekki eins hratt yfir verkefnin og maður myndi vilja en þá er bara að halda ótrauð áfram að tækla hvert verkefnið á fætur öðru, alltaf með fókus á heildarmyndina og minna sig á hvert við stefnum.Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu í dag? Það er áskorun í sjálfu sér að vera lítið fyrirtæki sem framleiðir hágæðavörur á eyju. Það er mjög kostnaðarsamt þegar kemur að kaupum á hráefnum, umbúðum, framleiðslu og að senda vörur til útlanda. Á sama tíma erum við að hugsa um að vernda umhverfi okkar og að bera virðingu fyrir náttúrunni. Þetta á oft ekki saman en með aukinni veltu náum við að hagræða enn frekar og að hafa meiri áhrif þegar kemur að umbúðalausnum. Það kemur hins vegar ekki til mála fyrir okkur að framleiða okkar vörur annars staðar en hér með íslensku vatni og endurnýtanlegri orku. Síðan eru launagjöld há þrátt fyrir að við séum aðeins með fjóra starfsmenn. Þau gera okkur erfitt fyrir og þrengja að möguleikunum til nýsköpunar. En rekstrarumhverfið er að mörgu leyti gott fyrir okkur, og vaxandi vinsældir Íslands hafa verið mikilvægar. Vörur okkar eru í mörgum hágæða hótelum og baðstöðum víðsvegar um landið og oft er það fyrsta snerting viðskiptavinarins við vörurnar. Þeir tengja svo hughrif sín af Íslandi og upplifun á vörunni saman. Við fáum ítrekað að heyra það frá viðskiptavinum okkar á vefnum að þeir fari í augnablik aftur til Íslands í huganum þegar þeir nota vörurnar. Því má kannski segja að við séum að veita viðskiptavinum okkur svolitla hugleiðslu og ró í amstri dagsins líka.Hvaða breytingar sérðu fyrir þér í rekstrarumhverfinu á komandi árum? Það verður áhugavert að fylgjast með kauphegðun yngri kynslóða og hvernig þær munu breyta markaðnum. Það er ekki lengur þessi tryggð við stór vörumerki eins og áður var, yngra fólk er meira að leitast við að uppgötva minni og umhverfisvænni vörumerki, og vill þekkja innihaldsefnin. Þetta mun hafa og hefur nú þegar gífurleg áhrif á verslun með snyrtivörur, hvar og hvernig við komum skilaboðum áleiðis til þessara hópa á þann hátt sem þeir vilja heyra, og því skiptir öllu að vera heiðarleg og hafa sannar sögur að segja. Útflutningur Sóley Organics hefur aukist til muna og möguleikarnir eru gríðarlega miklir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira