Starfsmenn Icelandair nýtast á Grænhöfðaeyjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. nóvember 2018 14:30 Það er ekki síst í þessari staðsetningu eyjanna sem Loftleiðir sjá mörg tækifæri, að sögn Erlends Svavarssonar, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri hjá Loftleiðum segir mikil tækifæri fólgin í kaupunum á ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja. Þeim mun fylgja fjölda tækifæri, ekki síst í ljósi landfræðilegrar legu eyjanna auk þess sem árstíðasveiflur flugfélagsins og Icelandair eru öfugar. Um er að ræða ríkisflugfélagið Cabo Verde Airlines, sem gæti einfaldlega útlagst sem Flugfélag Grænhöfðaeyja á íslensku. Eyjarnar liggja í sunnanverðu Atlantshafi - undan norðvesturströnd Afríku.Staðsetning eyjannaÞað er ekki síst í þessari staðsetningu eyjanna sem Loftleiðir sjá mörg tækifæri, að sögn Erlends Svavarssonar, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða. Hann er staddur í Lissabon þessa stundina, nýkomin frá Grænhöfðaeyjum þar sem undirritun kauptilboðsins fór fram. „Landfræðileg lega Cabo Verde er þannig að það liggur vel við að tengja Evrópu við Suður-Ameríku og Norður-Ameríku við Afríku. Við munum nýta okkur þá staðreynd að Cabo Verde Airlines er eitt sex flugfélaga í Afríku sem hefur leyfi fyrir beinu flugi til Bandaríkjanna.“ Þar komi alþjóðleg reynsla Loftleiða af tengiflugi milli heimsálfa að góðum notum. „Loftleiðir sjá tækifæri til þess að nýta bæði þá alþjóðlegu reynslu sem Loftleiðir hafa af flugi víða um heim. Við erum eitt fárra fyrirtækja í heiminum sem hefur gert samninga og verið með starfsemi í öllum sjö heimsálfum og við getum bætt þar við þeirri miklu reynslu og þekkingu sem systurfyrirtæki okkar, Icelandair og fleiri innan samstæðunnar hafa af rekstri á alþjóðlegum tengiflugsbanka. Þetta tvennt saman teljum við að séu mjög álitlegur kostur fyrir okkur.“ Þannig að Grænhöfðaeyjar gætu því orðið sambærilegur tengibanki og Ísland þarna í Suður-Atlantshafi?„Já, ríkisstjórn Grænhöfðaeyja horfði til þess þegar hún valdi okkur sem kjölfestufjárfesti í ríkisflugfélaginu, að tengimiðstöðin Ísland og þau áhrif sem sú tengimiðstöð og ferðamennska hafa haft á íslenska hagkerfið, eru grundvallarástæða þess að þeir vilja fá okkur þarna að borðinu.“Betri nýting út úr starfsfólkiErlendur segir að með kaupunum megi ná betri nýtingu út úr starfsfólki og búnaði Loftleiða. Félagið hafi til að mynda aðstoðað Cabo Verde Airlines við reksturinn frá því í ágúst og nýtt við það fjölda íslenskra starfsmanna, svo sem flugvirkja og flugmenn. „Í þessum töluðum orðum er flugvél og mannskapur frá okkur á Grænhöfðaeyjum að fljúga fyrir Cabo Verde Airlines,“ segir Erlendur. „Við gerum ráð fyrir að það verði framhald á því þar sem árstíðasveifla Cabo Verde Airlines er öfug við sveiflu Icelandair. Þar með getum við nýtt þá flugmenn og flugvélar sem ekki nýtast Icelandair á fullu á veturna í þetta verkefni. Eins sjáum við fram á samlegðaráhrif varðandi skipulag flotamála til lengri tíma,“ segir Erlendur Svavarsson frá Lissabon. Afríka Fréttir af flugi Grænhöfðaeyjar Tengdar fréttir Dótturfélag Icelandair kaupir meirihluta í Cabo Verde Airlines Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur ásamt íslenskum fjárfestum lagt inn bindandi kauptilboð í 51% hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. 23. nóvember 2018 22:06 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Framkvæmdastjóri hjá Loftleiðum segir mikil tækifæri fólgin í kaupunum á ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja. Þeim mun fylgja fjölda tækifæri, ekki síst í ljósi landfræðilegrar legu eyjanna auk þess sem árstíðasveiflur flugfélagsins og Icelandair eru öfugar. Um er að ræða ríkisflugfélagið Cabo Verde Airlines, sem gæti einfaldlega útlagst sem Flugfélag Grænhöfðaeyja á íslensku. Eyjarnar liggja í sunnanverðu Atlantshafi - undan norðvesturströnd Afríku.Staðsetning eyjannaÞað er ekki síst í þessari staðsetningu eyjanna sem Loftleiðir sjá mörg tækifæri, að sögn Erlends Svavarssonar, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða. Hann er staddur í Lissabon þessa stundina, nýkomin frá Grænhöfðaeyjum þar sem undirritun kauptilboðsins fór fram. „Landfræðileg lega Cabo Verde er þannig að það liggur vel við að tengja Evrópu við Suður-Ameríku og Norður-Ameríku við Afríku. Við munum nýta okkur þá staðreynd að Cabo Verde Airlines er eitt sex flugfélaga í Afríku sem hefur leyfi fyrir beinu flugi til Bandaríkjanna.“ Þar komi alþjóðleg reynsla Loftleiða af tengiflugi milli heimsálfa að góðum notum. „Loftleiðir sjá tækifæri til þess að nýta bæði þá alþjóðlegu reynslu sem Loftleiðir hafa af flugi víða um heim. Við erum eitt fárra fyrirtækja í heiminum sem hefur gert samninga og verið með starfsemi í öllum sjö heimsálfum og við getum bætt þar við þeirri miklu reynslu og þekkingu sem systurfyrirtæki okkar, Icelandair og fleiri innan samstæðunnar hafa af rekstri á alþjóðlegum tengiflugsbanka. Þetta tvennt saman teljum við að séu mjög álitlegur kostur fyrir okkur.“ Þannig að Grænhöfðaeyjar gætu því orðið sambærilegur tengibanki og Ísland þarna í Suður-Atlantshafi?„Já, ríkisstjórn Grænhöfðaeyja horfði til þess þegar hún valdi okkur sem kjölfestufjárfesti í ríkisflugfélaginu, að tengimiðstöðin Ísland og þau áhrif sem sú tengimiðstöð og ferðamennska hafa haft á íslenska hagkerfið, eru grundvallarástæða þess að þeir vilja fá okkur þarna að borðinu.“Betri nýting út úr starfsfólkiErlendur segir að með kaupunum megi ná betri nýtingu út úr starfsfólki og búnaði Loftleiða. Félagið hafi til að mynda aðstoðað Cabo Verde Airlines við reksturinn frá því í ágúst og nýtt við það fjölda íslenskra starfsmanna, svo sem flugvirkja og flugmenn. „Í þessum töluðum orðum er flugvél og mannskapur frá okkur á Grænhöfðaeyjum að fljúga fyrir Cabo Verde Airlines,“ segir Erlendur. „Við gerum ráð fyrir að það verði framhald á því þar sem árstíðasveifla Cabo Verde Airlines er öfug við sveiflu Icelandair. Þar með getum við nýtt þá flugmenn og flugvélar sem ekki nýtast Icelandair á fullu á veturna í þetta verkefni. Eins sjáum við fram á samlegðaráhrif varðandi skipulag flotamála til lengri tíma,“ segir Erlendur Svavarsson frá Lissabon.
Afríka Fréttir af flugi Grænhöfðaeyjar Tengdar fréttir Dótturfélag Icelandair kaupir meirihluta í Cabo Verde Airlines Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur ásamt íslenskum fjárfestum lagt inn bindandi kauptilboð í 51% hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. 23. nóvember 2018 22:06 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Dótturfélag Icelandair kaupir meirihluta í Cabo Verde Airlines Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur ásamt íslenskum fjárfestum lagt inn bindandi kauptilboð í 51% hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. 23. nóvember 2018 22:06