Íbúar vilja að Ratcliffe byggi sundlaug Sveinn Arnarsson skrifar 23. nóvember 2018 08:30 Jim Ratcliffe. vísir/getty Íbúar skiptast í fylkingar á Vopnafirði um hvort þeir vilji að útlendingar safni til sín jörðum í sveitarfélagi sem búi yfir veiðihlunnindum. Nú er svo komið að á fimmta tug jarða eru í eigu tveggja félaga. Annars vegar Halcilla Ltd. í eigu James Ratcliffe, og Dylan Holding, sem ekki er að fullu vitað hver á en Jóhannes Kristinsson hefur farið fyrir langflestum eignum félagsins. Sveitarstjórinn, Þór Steinarsson, segir það auðvitað skrýtið að heilu dalirnir séu í eigu sama aðilans. „Mönnum þykir auðvitað skrýtið að hafa getað veitt í sömu ánni næstum allt sitt líf en nú sé það bara þannig að aðeins vinir Ratcliffes fái að veiða í ánni og ekki einu sinni hægt að kaupa leyfi. Þetta hefur auðvitað heyrst og menn gagnrýna þetta þannig,“ segir Þór. „En það eru einnig aðrir sem eru jákvæðir og sjá að það sé þá hægt að fá eitthvað fyrir jarðir sem áður voru verðlitlar.“ Oddviti Vopnafjarðarhrepps, Sigríður Bragadóttir, hefur sjálf selt jörð sína, Síreksstaði, til James Ratcliffe. „Í sjálfu sér er það bæði gott og vont að útlendingar eignist jarðir hér á landi,“ segir Sigríður „Það er ekki ný bóla að útlendingar kaupi hér jarðir og hótel og annað slíkt. Það hefur gerst í áratugi. Hér í Vopnafirði hafa þeir til að mynda keypt eyðijarðir og jarðir sem enn er búið á. Síðan á eftir að koma í ljós hvaða áhrif þetta kann að hafa á samfélagið.“ Jarðakaup James Ratcliffe á Norðausturlandi snúast ekki aðeins um eignarhald á jörðum eða veiðiréttindum. Umræðan hefur upp á síðkastið einnig snúist um sundlaug. Sumir hverjir hafa sagt að það sé allt í lagi að stóreignamaður eignist jarðir ef hann komi með eitthvað til baka til samfélagsins. Bent hefur verið á að engin sundlaug sé í bænum og vilja sumir því fá sundlaug. Sigríður kannast vel við þessa umræðu. „Mér finnst ekkert að því að menn, sem eiga svona mikil ítök á staðnum, séu tilbúnir til að leggja hönd á plóg við eitthvað. Þetta hefur verið rætt og fólk er að ræða. Það er ekkert að því að þessir menn kæmu og bæru ábyrgð. Þessar jarðir eru í eigu hlutafélaga sem greiða ekki útsvar. Því koma engir skattar nema bara fasteignaskattar,“ segir oddviti hreppsins. sveinn@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Sundlaugar Vopnafjörður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Íbúar skiptast í fylkingar á Vopnafirði um hvort þeir vilji að útlendingar safni til sín jörðum í sveitarfélagi sem búi yfir veiðihlunnindum. Nú er svo komið að á fimmta tug jarða eru í eigu tveggja félaga. Annars vegar Halcilla Ltd. í eigu James Ratcliffe, og Dylan Holding, sem ekki er að fullu vitað hver á en Jóhannes Kristinsson hefur farið fyrir langflestum eignum félagsins. Sveitarstjórinn, Þór Steinarsson, segir það auðvitað skrýtið að heilu dalirnir séu í eigu sama aðilans. „Mönnum þykir auðvitað skrýtið að hafa getað veitt í sömu ánni næstum allt sitt líf en nú sé það bara þannig að aðeins vinir Ratcliffes fái að veiða í ánni og ekki einu sinni hægt að kaupa leyfi. Þetta hefur auðvitað heyrst og menn gagnrýna þetta þannig,“ segir Þór. „En það eru einnig aðrir sem eru jákvæðir og sjá að það sé þá hægt að fá eitthvað fyrir jarðir sem áður voru verðlitlar.“ Oddviti Vopnafjarðarhrepps, Sigríður Bragadóttir, hefur sjálf selt jörð sína, Síreksstaði, til James Ratcliffe. „Í sjálfu sér er það bæði gott og vont að útlendingar eignist jarðir hér á landi,“ segir Sigríður „Það er ekki ný bóla að útlendingar kaupi hér jarðir og hótel og annað slíkt. Það hefur gerst í áratugi. Hér í Vopnafirði hafa þeir til að mynda keypt eyðijarðir og jarðir sem enn er búið á. Síðan á eftir að koma í ljós hvaða áhrif þetta kann að hafa á samfélagið.“ Jarðakaup James Ratcliffe á Norðausturlandi snúast ekki aðeins um eignarhald á jörðum eða veiðiréttindum. Umræðan hefur upp á síðkastið einnig snúist um sundlaug. Sumir hverjir hafa sagt að það sé allt í lagi að stóreignamaður eignist jarðir ef hann komi með eitthvað til baka til samfélagsins. Bent hefur verið á að engin sundlaug sé í bænum og vilja sumir því fá sundlaug. Sigríður kannast vel við þessa umræðu. „Mér finnst ekkert að því að menn, sem eiga svona mikil ítök á staðnum, séu tilbúnir til að leggja hönd á plóg við eitthvað. Þetta hefur verið rætt og fólk er að ræða. Það er ekkert að því að þessir menn kæmu og bæru ábyrgð. Þessar jarðir eru í eigu hlutafélaga sem greiða ekki útsvar. Því koma engir skattar nema bara fasteignaskattar,“ segir oddviti hreppsins. sveinn@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Sundlaugar Vopnafjörður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira