Markaðurinn er „hiklaust“ nógu stór Helgi Vífill Júlíusson skrifar 22. nóvember 2018 08:30 Christian Thune Thomsen, svæðisstjóri New Yorker á Norðurlöndum. Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson „Ég myndi hiklaust segja að íslenski markaðurinn sé nógu stór. Þess vegna erum við að opna tvær verslanir á Íslandi,“ segir Christian Thune Thomsen, svæðisstjóri þýsku tískuverslunarinnar New Yorker á Norðurlöndum. Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. Thomsen segir að þeim hafi þótt mikilvægt að reka verslanir í tveimur stærstu verslanamiðstöðvum landsins enda séu þær ansi ólíkar. Um 40 starfsmenn munu starfa í verslununum. Að sögn Thomsen hafði stóraukinn ferðmannastraumur ekkert með þá ákvörðun að gera að opna verslanir á Íslandi. Fyrirtækið hafi lengi haft augastað á landinu og hafi meðal annars verið að bíða eftir að komast yfir hentugt húsnæði. Verslanirnar séu í eigu þýska fyrirtækisins, sem sagt ekki reknar af sérleyfishafa. Það gefi fyrirtækinu færi á að hafa betri stjórn á uppbyggingu verslananna. „New Yorker er tískumerki sem höfðar til ungs fólks. Litir leika stórt hlutverk í hönnuninni. Verðið er afar sanngjarnt og við fáum nýjar vörur í hverri viku. Í hvert skipti sem viðskiptavinir heimsækja verslun okkar sjá þeir eitthvað nýtt,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. New Yorker rekur ekki netverslun en kynnir vörurnar meðal annars á samfélagsmiðlum. „Í verði keppum við við H&M en frá mínum bæjardyrum séð eru fötin okkar einstök,“ segir Thomsen. Markhópur New Yorker er frá 15 til 39 ára. Vörulínunni er skipt annars vegar í götutísku og hins vegar klassískari fatnað. Auk þess er boðið upp á fylgihluti og nærfatnað. New Yorker, sem hefur verið starfrækt í 40 ár, rekur meira en eitt þúsund verslanir í 40 löndum, þar af eru um 60 verslanir á Norðurlöndunum. Starfsmenn eru um 18 þúsund. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
„Ég myndi hiklaust segja að íslenski markaðurinn sé nógu stór. Þess vegna erum við að opna tvær verslanir á Íslandi,“ segir Christian Thune Thomsen, svæðisstjóri þýsku tískuverslunarinnar New Yorker á Norðurlöndum. Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. Thomsen segir að þeim hafi þótt mikilvægt að reka verslanir í tveimur stærstu verslanamiðstöðvum landsins enda séu þær ansi ólíkar. Um 40 starfsmenn munu starfa í verslununum. Að sögn Thomsen hafði stóraukinn ferðmannastraumur ekkert með þá ákvörðun að gera að opna verslanir á Íslandi. Fyrirtækið hafi lengi haft augastað á landinu og hafi meðal annars verið að bíða eftir að komast yfir hentugt húsnæði. Verslanirnar séu í eigu þýska fyrirtækisins, sem sagt ekki reknar af sérleyfishafa. Það gefi fyrirtækinu færi á að hafa betri stjórn á uppbyggingu verslananna. „New Yorker er tískumerki sem höfðar til ungs fólks. Litir leika stórt hlutverk í hönnuninni. Verðið er afar sanngjarnt og við fáum nýjar vörur í hverri viku. Í hvert skipti sem viðskiptavinir heimsækja verslun okkar sjá þeir eitthvað nýtt,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. New Yorker rekur ekki netverslun en kynnir vörurnar meðal annars á samfélagsmiðlum. „Í verði keppum við við H&M en frá mínum bæjardyrum séð eru fötin okkar einstök,“ segir Thomsen. Markhópur New Yorker er frá 15 til 39 ára. Vörulínunni er skipt annars vegar í götutísku og hins vegar klassískari fatnað. Auk þess er boðið upp á fylgihluti og nærfatnað. New Yorker, sem hefur verið starfrækt í 40 ár, rekur meira en eitt þúsund verslanir í 40 löndum, þar af eru um 60 verslanir á Norðurlöndunum. Starfsmenn eru um 18 þúsund.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira