Mistök í borginni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Blessunarlega er mikil andstaða við þau áform að reisa hótel á Landsímareitnum, hjá þeim reit sem áður var Víkurkirkjugarður. Þeir sem gagnrýna þessa ákvörðun hvað harðast segja helgispjöll að byggja yfir kirkjugarð og raska ró þeirra sem þar hvíla. Forsvarsmenn fyrirtækisins sem standa að byggingu hótels á svæðinu fullyrða hins vegar að það muni ekki rísa á sjálfum grafreitunum. Þannig er deilt um það hvort hótel verði í nálægð við grafreiti eða á grafreitum, en það breytir engu um það að forkastanlegt er að planta þarna niður hóteli. Ef það er eitthvað sem miðbærinn þarf síst á að halda þá er það enn eitt hótelið, og allra síst á þessum stað. Nýlega var haldinn fjölmennur mótmælafundur í Víkurgarði, enn ein tilraun til að koma viti fyrir þá stjórnmálamenn sem lögðu blessun sína yfir að hótel yrði reist þar. Þar tók til máls Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, gáfuð og merk kona sem Íslendingar hafa í miklum hávegum. Hún hvetur borgaryfirvöld til að falla frá áformum um hótelbyggingu á þessum stað. Hún segist jafnframt vera tilbúin að vera í forsvari fyrir því að safna fyrir skaðabótum til framkvæmdaaðila þurfi að greiða þær. Víst er að almenningur myndi glaður leggja Vigdísi lið í þeirri söfnun. Þetta er mál sem vert er að berjast fyrir. Ekki er þó hægt að treysta á öfluga liðveislu stjórnmálamanna í þessu máli. Í Ráðhúsinu mæta stjórnmálamenn gagnrýni á hótelbyggingu á dýrmætu svæði með muldri um að ómögulegt sé að breyta því sem þegar hafi verið ákveðið. Það er máttlaust svar. Ef stjórnmálamenn gera mistök verða þeir að hafa manndóm í sér til að stíga fram, viðurkenna þau og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leiðrétta þau. Því miður er ekki nægur dugur í íslenskum stjórnmálamönnum og nær óþekkt er að þeir viðurkenni mistök, hvað þá að þeir sjái sóma sinn í því að bæta fyrir þau. Þegar kemur að skipulagsmálum miðbæjarins er engu líkara en borgarfulltrúar meirihlutans hafi glatað sjálfstæðri hugsun og séu orðnir strengjabrúður í höndum verktaka sem fá óheftir að valsa um miðbæinn og leggja sína dauðu hönd á verðmæt svæði. Nýtt pólitískt afl í borginni, Viðreisn, sem einhverjir bundu vonir við að hefði vott af samvisku í þessu máli, virðist vart með meðvitund. Úr þinghúsinu heyrist svo ekki margt, þingmenn láta nær allir eins og þeim komi málið ekki við. Þar hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verið svo að segja sá eini sem hefur látið í sér heyra þegar kemur að skipulagsmálum í borginni. Varnaðarorðum hans hefur verið mætt með hæðnishlátri pólitískra andstæðinga. Meirihluti borgarstjórnar hefur margbrugðist í þessu máli og furðulegt er að sjá hann gera sitt ýtrasta til að svipta miðbæinn sjarma sínum og sérstöðu. Gamli bærinn í Reykjavík er það fallegasta við borg sem í auknum mæli er farin að minna á hverja aðra hótelborg. Í stað þess að leyfa miðbænum að njóta sín virðist ætlunin að leyfa hótelbyggingum að gleypa hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Blessunarlega er mikil andstaða við þau áform að reisa hótel á Landsímareitnum, hjá þeim reit sem áður var Víkurkirkjugarður. Þeir sem gagnrýna þessa ákvörðun hvað harðast segja helgispjöll að byggja yfir kirkjugarð og raska ró þeirra sem þar hvíla. Forsvarsmenn fyrirtækisins sem standa að byggingu hótels á svæðinu fullyrða hins vegar að það muni ekki rísa á sjálfum grafreitunum. Þannig er deilt um það hvort hótel verði í nálægð við grafreiti eða á grafreitum, en það breytir engu um það að forkastanlegt er að planta þarna niður hóteli. Ef það er eitthvað sem miðbærinn þarf síst á að halda þá er það enn eitt hótelið, og allra síst á þessum stað. Nýlega var haldinn fjölmennur mótmælafundur í Víkurgarði, enn ein tilraun til að koma viti fyrir þá stjórnmálamenn sem lögðu blessun sína yfir að hótel yrði reist þar. Þar tók til máls Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, gáfuð og merk kona sem Íslendingar hafa í miklum hávegum. Hún hvetur borgaryfirvöld til að falla frá áformum um hótelbyggingu á þessum stað. Hún segist jafnframt vera tilbúin að vera í forsvari fyrir því að safna fyrir skaðabótum til framkvæmdaaðila þurfi að greiða þær. Víst er að almenningur myndi glaður leggja Vigdísi lið í þeirri söfnun. Þetta er mál sem vert er að berjast fyrir. Ekki er þó hægt að treysta á öfluga liðveislu stjórnmálamanna í þessu máli. Í Ráðhúsinu mæta stjórnmálamenn gagnrýni á hótelbyggingu á dýrmætu svæði með muldri um að ómögulegt sé að breyta því sem þegar hafi verið ákveðið. Það er máttlaust svar. Ef stjórnmálamenn gera mistök verða þeir að hafa manndóm í sér til að stíga fram, viðurkenna þau og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leiðrétta þau. Því miður er ekki nægur dugur í íslenskum stjórnmálamönnum og nær óþekkt er að þeir viðurkenni mistök, hvað þá að þeir sjái sóma sinn í því að bæta fyrir þau. Þegar kemur að skipulagsmálum miðbæjarins er engu líkara en borgarfulltrúar meirihlutans hafi glatað sjálfstæðri hugsun og séu orðnir strengjabrúður í höndum verktaka sem fá óheftir að valsa um miðbæinn og leggja sína dauðu hönd á verðmæt svæði. Nýtt pólitískt afl í borginni, Viðreisn, sem einhverjir bundu vonir við að hefði vott af samvisku í þessu máli, virðist vart með meðvitund. Úr þinghúsinu heyrist svo ekki margt, þingmenn láta nær allir eins og þeim komi málið ekki við. Þar hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verið svo að segja sá eini sem hefur látið í sér heyra þegar kemur að skipulagsmálum í borginni. Varnaðarorðum hans hefur verið mætt með hæðnishlátri pólitískra andstæðinga. Meirihluti borgarstjórnar hefur margbrugðist í þessu máli og furðulegt er að sjá hann gera sitt ýtrasta til að svipta miðbæinn sjarma sínum og sérstöðu. Gamli bærinn í Reykjavík er það fallegasta við borg sem í auknum mæli er farin að minna á hverja aðra hótelborg. Í stað þess að leyfa miðbænum að njóta sín virðist ætlunin að leyfa hótelbyggingum að gleypa hann.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar