Stórtækar breytingar á næstu tíu árum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 21. nóvember 2018 09:30 Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson Á næstu tíu árum mun bílaheimurinn taka meiri breytingum en á síðustu hundrað árum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins frá árinu 2013. „Fram undan eru stærri skref varðandi sjálfkeyrandi bíla, eflaust mun deilihagkerfi með bíla ryðja sér til rúms, bílar verða knúnir vistvænni orkugjöfum eins og rafmagni og vetni og hægt verður að tala við þá í gegnum forrit í símum. Þetta eru frábærir tímar til að vera uppi á og stórkostlegt að starfa hjá fyrirtæki í hringiðu þessara breytinga,“ segir hann. Nú er sannarlega tími breytinga. Bílaumboð standa frammi fyrir tveimur áskorunum. Annars vegar er reiknað með að það muni draga úr bílaeign og fólk muni í meiri mæli taka bíla á leigu til skemmri tíma þegar á þarf að halda. Hins vegar að þjónustutekjur muni minnka vegna rafbílavæðingar en rafbílar þurfa ekki jafn mikið viðhald enda samsettir úr færri hlutum og slitna því minna.Deilihagkerfið breytir myndinni „Bílaumboð og bílasölur verða að sigla með straumnum. Mögulega munum við þurfa að færa okkur í að leigja bíla til skemmri tíma og vera virkir þátttakendur í deilihagkerfinu. Bílasölur í Evrópu og framleiðendur eru að skoða þann valkost gaumgæfilega. Bílaframleiðendur eins og til dæmis Daimler, sem á Mercedes Benz, á til að mynda að fullu deilibílafyrirtækið car2go sem býður upp á að leigja bíl í klukkustund í senn. Bílaframleiðendur eru því langt á veg komnir í þessari þróun. Við hjá Öskju erum að vinna að þessari framtíðarsýn og horfum þá auðvitað til okkar birgja, sem eru Daimler og Kia. Öll virðiskeðjan þarf að aðlagast breyttum tímum, hvort umhverfið á Íslandi er móttækilegt fyrir þessum breytingum er okkar að finna út úr. Rafbílar kalla á aðra þjónustu en bensín- og dísilbílar. Bílaumboð þurfa því að veita heildarþjónustu eins og til dæmis hvað varðar dekk, þrif, rúðuviðgerðir og fleira. Þessi þróun er þegar hafin og mun eflaust færast í aukana þegar fram líða stundir. Það er nefnilega að rísa upp ný kynslóð sem hefur allt aðra sýn á bílaeign en þeir sem hafa verið í viðskiptum við okkur í mörg ár. Svo kann það að vera að framleiðslukostnaður bíla muni lækka umtalsvert og þá skapast aðstæður fyrir því að þessi hópur festi kaup á bílum í meiri mæli og aki um landið.“Tekjurnar áttfölduðust Askja hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Tekjurnar áttfölduðust frá árinu 2010 til 2017 sem var stærsta árið í bílasölu á Íslandi, úr tveimur milljörðum í 16 milljarða. Á sama tíma jókst fjöldi starfsmanna úr 50 í rúmlega 130, þar af eru um 50 bifvélavirkjar. „Markaðshlutdeild Kia var 11,5 prósent í fyrra og Mercedes Benz var með rúmlega tvö prósent ef litið er fram hjá atvinnubílum sem við seljum líka,“ segir Jón Trausti og nefnir að sex ár í röð hafi Mercedes Benz verði mest seldi bíllinn af þýsku lúxusbílamerkjunum. Hin eru Audi, BMW og Porsche. Að hans sögn má rekja vöxtinn, sem er umfram vöxt markaðarins, til vaxandi vinsælda Kia-bíla. „Það má segja að Kia sé nýtt merki á Íslandi jafnvel þótt það hafi verið til sölu í áratugi. Kia var lengi með tveggja til þriggja prósenta markaðshlutdeild en undanfarin þrjú ár hafa bílar frá Kia verið næstmest selda tegundin á eftir Toyota,“ segir Jón Trausti og vekur athygli á að markaðshlutdeild Kia sé mun meiri hérlendis en annars staðar í Evrópu þar sem hún sé um þrjú prósent. Um helmingur sölu Kia hafi verið til bílaleiga sem sé í takt við umsvif bílaleiganna en um 10 til 15 prósent af sölu Mercedes Benz fari til bílaleiga.Sóttu lykilmenn til Þýskalands „Velgengni Kia á undanförnum árum má meðal annars rekja til þess að forsvarsmenn fyrirtækisins hafa verið óhræddir við að sækja þekkingu út fyrir landsteina Suður-Kóreu. Þeir réðu til að mynda Þjóðverjann Peter Schreyer árið 2006 sem yfirhönnuð. Hann hafði áður starfað hjá Audi og hannaði til dæmis Audi TT. Eftir það urðu bílarnir þeirra ákaflega flottir. Að sama skapi réðu þeir þýska verkfræðinginn Albert Biermann og við það urðu bílarnir jafnframt tæknilega góðir. Þetta teymi, auk þekkingar Suður-Kóreubúa á framleiðslu og sjö ára ábyrgðar hefur verið lykillinn að góðum árangri á undanförnum árum,“ segir hann. „Árið í fyrra var gott hjá Öskju, og hagnaðist félagið um 370 milljónir króna. Undanfarin ár hafa gengið vel í rekstri fyrirtækisins. Við höfum nýtt góðu árin til að styrkja innviðina, meðal annars með því að tvöfalda húsrýmið með því byggja tvö vegleg hús. Samanlagt eru nýju byggingarnar fimm þúsund fermetrar. Annars vegar er um að ræða nýtt 3.800 fm húsnæði fyrir Kia, við hliðina á starfsemi Öskju á Krókhálsi sem verður opnað í desember. Hins vegar verkstæði fyrir Mercedes Bens, atvinnubíla, en þeirri framkvæmd verður lokið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Fjöldi fólksbílalyfta á verkstæði Öskju mun því aukast úr 16 í 35, lyftur fyrir sendibíla úr þremur í átta og aðstaða fyrir trukka og rútur verður fyrir 12. Við erum því meira en að tvöfalda afkastagetu verkstæðanna okkar,“ segir hann.Fjárfesting á annan milljarð Aðspurður segir hann að fjárfestingin muni samanlagt kosta á annan milljarð króna. „Það eru sterkir eigendur sem standa að félaginu. Nánast sami hópurinn hefur átt Öskju frá upphafi árið 2004. Þeir þekkja því vel til sveiflna í bílasölu og vönduðu sig vel við ákvörðunina,“ segir hann. Askja er í eigu hjónanna Hjörleifs Jakobssonar og Hjördísar Ásberg fjárfesta, Frosta Bergssonar, aðaleiganda Opinna kerfa, Jóns Trausta framkvæmdastjóra, Berts Hanson, fyrrverandi eiganda og stofnanda heildsölunnar ÍSAM, og Egils Ágústssonar, fyrrverandi forstjóra ÍSAM og hluthafa í heildsölunni. „Það sem miklu skipti þegar ákveðið var að ráðast í þessa uppbyggingu var að bílarnir sem við ætluðum að þjónusta væru komnir á götuna og að við myndum halda þessari markaðshlutdeild. Það hefur okkur tekist. Við erum ekki að tjalda til einnar nætur heldur horfum til langs tíma. Skammtímasveiflur hafa ekki áhrif á þá ákvörðun. Við höfum mikla trú á að Kia og Mercedes Benz muni vegna vel hér á landi á næstu árum. Framleiðendurnir eru framarlega í rafbílavæðingu og tengiltvinnbílum. Ég geri ráð fyrir því að á næstu þremur til fjórum árum munum við hjá Öskju kynna fimm til sjö nýja rafbíla frá Mercedes Benz og Kia verður einnig framarlega á þessu sviði. Kia hefur til dæmis gefið út að árið 2025 verði boðið upp á 16 mismunandi rafbíla; fimm hreina rafbíla, fimm tengiltvinnbíla og einn vetnisbíl. Þetta mun allt gerast á sjö árum. Við hjá Öskju stefnum á að verða leiðandi í rafbílum.“ Það hefur hins vegar verið töluverð bið þegar rafbílar eru pantaðir. Til að mynda er þriggja til fjögurra mánaða bið eftir nýja rafbílnum Kia Niro EV sem væntanlegur er til landsins í vor. „Biðina má rekja til þess að framleiðslugetan er ekki orðin nægilega mikil. Flöskuhálsinn er framleiðsla á rafhlöðum en reiknað er með að árið 2020 verði búið að ryðja þeim hindrunum úr vegi,“ segir Jón Trausti.Þarf að „gefa í“ varðandi innviði Hann segir að það þurfi að „gefa í“ við uppbyggingu á innviðum til að skapa betra umhverfi til að setja orku í umhverfisvænni bíla. „Stjórnvöld þurfa að koma að uppbyggingunni, til dæmis með því að setja hraðhleðslustöðvar víðar, það þarf hleðslutæki í kringum almenningsstaði eins og sundlaugar og skóla. Og það er með ólíkindum að í byggingarreglugerðum sé ekki löngu búið að gera kröfu um hleðslustöðvar við nýbyggingar, en sem betur fer var sú krafa gerð á þessu ári að nýbyggingar séu með bílastæði sem eru undir það búin að vera með hleðslumöguleika. Það er enn fremur afar mikilvægt að það séu hleðslustöðvar við vinnustaði. Kannanir sýna að séu þær fyrir hendi aukist líkur um 80-90 prósent á að fólk kaupi sér rafbíl. Til að bílaleigur geti leigt úr rafbíla þurfa að vera hleðslustöðvar á gististöðum úti á landi fyrir viðskiptavini, við Keflavíkurflugvöll og öflugar hraðhleðslustöðvar víða um landið.“15 prósenta samdráttur Jón Trausti víkur talinu að gangi mála í bílasölu í ár. „Árið í ár verður líklega eitt af þremur stærstu árum í bílasölu á Íslandi. Árið í fyrra var það langbesta hingað til sem getur skekkt samanburðinn. Árið í ár fór vel af stað en það fór að hægja á sölunni á seinni hlutanum. Ég hef ekki áhyggju af því, það eru tímabundnar aðstæður sem rekja má til komandi kjaraviðræðna. Margir vilja sjá hver lendingin verður áður en lagt er af stað í bílakaup en ég er bjartsýnn á framhaldið. „Ég geri ráð fyrir því að bílasala muni dragast saman um 15 prósent á milli ára í ár og að við taki tímabil þar sem seldir verði 15 til 18 þúsund bílar á ári. Það er sá fjöldi sem þarf til að viðhalda flotanum. Að mínum dómi er stöðugleiki fram undan. Þegar krónan tók að veikjast jukust tekjur útflutningsgreina sem höfðu glímt við erfiðleika þegar krónan var sterkari. Við merktum það í okkar rekstri í haust að hagur útflytjenda hafði vænkast. Slík fyrirtæki höfðu haldið að sér höndum fyrri hluta árs en forsvarsmenn þeirra sjá nú fram á betri afkomu og hafa fjárfest í bílum í ríkari mæli. Eflaust er krónan í ágætu jafnvægi núna þegar evra kostar á bilinu 135 til 142 krónur. Ég er því viss um að ef krónan verður á svipuðum slóðum og nú til lengri tíma – stöðugleiki er hér lykilforsenda – held ég að það sé umhverfi sem öllum ætti að líða vel í, hvort sem það er útflutningur, innflutningur eða neytendur. En til þess að tryggja stöðugleika þarf að ljúka kjarasamningum með farsælum hætti. Það er mikilvægt að launahækkanir verði hóflegar og í takt við getu fyrirtækja til að standa undir þeim. Það mun ekki koma neinum til góða ef fyrirtæki þurfa að fleyta kostnaðarhækkunum út í verðlag og jafnvel grípa til uppsagna. Mun betra er að tryggja stöðugleika og viðhalda þeim mikla kaupmætti sem orðið hefur á síðustu árum. Blessunarlega þykir mér tónninn í verkalýðsforystunni orðinn mildari. Ég vonast til að það náist góðir samningar á milli launþega og atvinnurekenda,“ segir Jón Trausti.Ísland er til að keyra um og skoða Hann telur að bílaleigur muni endurnýja bílaflotann í svipuðum mæli og undanfarin ár og að þær muni kaupa um sex til átta þúsund bíla á ári. Það væri um 40 til 44 prósent af markaðnum. „Árið í ár og í fyrra hafa reynst ferðaþjónustunni erfið. En hún hefur að einhverju leyti notið góðs af gengisveikingunni að undanförnu. Ferðamönnum hingað til lands mun halda áfram að fjölga. Við fáum nú yfir tvær milljónir ferðamanna á hverju ári. Ísland er land til að keyra um og skoða, það mun ekki breytast, bílaleigur gegna lykilhlutverki í því að dreifa ferðamönnum um landið“ segir Jón Trausti. Mögulega munum við þurfa að færa okkur í að leigja bíla til skemmri tíma og vera virkir þátttakendur í deilihagkerfinu. Til að bílaleigur geti leigt úr rafbíla þurfa að vera hleðslustöðvar á gististöðum úti á landi fyrir viðskiptavini, við Keflavíkurflugvöll og að það verði öflugar hraðhleðslustöðvar víða um land. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Á næstu tíu árum mun bílaheimurinn taka meiri breytingum en á síðustu hundrað árum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins frá árinu 2013. „Fram undan eru stærri skref varðandi sjálfkeyrandi bíla, eflaust mun deilihagkerfi með bíla ryðja sér til rúms, bílar verða knúnir vistvænni orkugjöfum eins og rafmagni og vetni og hægt verður að tala við þá í gegnum forrit í símum. Þetta eru frábærir tímar til að vera uppi á og stórkostlegt að starfa hjá fyrirtæki í hringiðu þessara breytinga,“ segir hann. Nú er sannarlega tími breytinga. Bílaumboð standa frammi fyrir tveimur áskorunum. Annars vegar er reiknað með að það muni draga úr bílaeign og fólk muni í meiri mæli taka bíla á leigu til skemmri tíma þegar á þarf að halda. Hins vegar að þjónustutekjur muni minnka vegna rafbílavæðingar en rafbílar þurfa ekki jafn mikið viðhald enda samsettir úr færri hlutum og slitna því minna.Deilihagkerfið breytir myndinni „Bílaumboð og bílasölur verða að sigla með straumnum. Mögulega munum við þurfa að færa okkur í að leigja bíla til skemmri tíma og vera virkir þátttakendur í deilihagkerfinu. Bílasölur í Evrópu og framleiðendur eru að skoða þann valkost gaumgæfilega. Bílaframleiðendur eins og til dæmis Daimler, sem á Mercedes Benz, á til að mynda að fullu deilibílafyrirtækið car2go sem býður upp á að leigja bíl í klukkustund í senn. Bílaframleiðendur eru því langt á veg komnir í þessari þróun. Við hjá Öskju erum að vinna að þessari framtíðarsýn og horfum þá auðvitað til okkar birgja, sem eru Daimler og Kia. Öll virðiskeðjan þarf að aðlagast breyttum tímum, hvort umhverfið á Íslandi er móttækilegt fyrir þessum breytingum er okkar að finna út úr. Rafbílar kalla á aðra þjónustu en bensín- og dísilbílar. Bílaumboð þurfa því að veita heildarþjónustu eins og til dæmis hvað varðar dekk, þrif, rúðuviðgerðir og fleira. Þessi þróun er þegar hafin og mun eflaust færast í aukana þegar fram líða stundir. Það er nefnilega að rísa upp ný kynslóð sem hefur allt aðra sýn á bílaeign en þeir sem hafa verið í viðskiptum við okkur í mörg ár. Svo kann það að vera að framleiðslukostnaður bíla muni lækka umtalsvert og þá skapast aðstæður fyrir því að þessi hópur festi kaup á bílum í meiri mæli og aki um landið.“Tekjurnar áttfölduðust Askja hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Tekjurnar áttfölduðust frá árinu 2010 til 2017 sem var stærsta árið í bílasölu á Íslandi, úr tveimur milljörðum í 16 milljarða. Á sama tíma jókst fjöldi starfsmanna úr 50 í rúmlega 130, þar af eru um 50 bifvélavirkjar. „Markaðshlutdeild Kia var 11,5 prósent í fyrra og Mercedes Benz var með rúmlega tvö prósent ef litið er fram hjá atvinnubílum sem við seljum líka,“ segir Jón Trausti og nefnir að sex ár í röð hafi Mercedes Benz verði mest seldi bíllinn af þýsku lúxusbílamerkjunum. Hin eru Audi, BMW og Porsche. Að hans sögn má rekja vöxtinn, sem er umfram vöxt markaðarins, til vaxandi vinsælda Kia-bíla. „Það má segja að Kia sé nýtt merki á Íslandi jafnvel þótt það hafi verið til sölu í áratugi. Kia var lengi með tveggja til þriggja prósenta markaðshlutdeild en undanfarin þrjú ár hafa bílar frá Kia verið næstmest selda tegundin á eftir Toyota,“ segir Jón Trausti og vekur athygli á að markaðshlutdeild Kia sé mun meiri hérlendis en annars staðar í Evrópu þar sem hún sé um þrjú prósent. Um helmingur sölu Kia hafi verið til bílaleiga sem sé í takt við umsvif bílaleiganna en um 10 til 15 prósent af sölu Mercedes Benz fari til bílaleiga.Sóttu lykilmenn til Þýskalands „Velgengni Kia á undanförnum árum má meðal annars rekja til þess að forsvarsmenn fyrirtækisins hafa verið óhræddir við að sækja þekkingu út fyrir landsteina Suður-Kóreu. Þeir réðu til að mynda Þjóðverjann Peter Schreyer árið 2006 sem yfirhönnuð. Hann hafði áður starfað hjá Audi og hannaði til dæmis Audi TT. Eftir það urðu bílarnir þeirra ákaflega flottir. Að sama skapi réðu þeir þýska verkfræðinginn Albert Biermann og við það urðu bílarnir jafnframt tæknilega góðir. Þetta teymi, auk þekkingar Suður-Kóreubúa á framleiðslu og sjö ára ábyrgðar hefur verið lykillinn að góðum árangri á undanförnum árum,“ segir hann. „Árið í fyrra var gott hjá Öskju, og hagnaðist félagið um 370 milljónir króna. Undanfarin ár hafa gengið vel í rekstri fyrirtækisins. Við höfum nýtt góðu árin til að styrkja innviðina, meðal annars með því að tvöfalda húsrýmið með því byggja tvö vegleg hús. Samanlagt eru nýju byggingarnar fimm þúsund fermetrar. Annars vegar er um að ræða nýtt 3.800 fm húsnæði fyrir Kia, við hliðina á starfsemi Öskju á Krókhálsi sem verður opnað í desember. Hins vegar verkstæði fyrir Mercedes Bens, atvinnubíla, en þeirri framkvæmd verður lokið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Fjöldi fólksbílalyfta á verkstæði Öskju mun því aukast úr 16 í 35, lyftur fyrir sendibíla úr þremur í átta og aðstaða fyrir trukka og rútur verður fyrir 12. Við erum því meira en að tvöfalda afkastagetu verkstæðanna okkar,“ segir hann.Fjárfesting á annan milljarð Aðspurður segir hann að fjárfestingin muni samanlagt kosta á annan milljarð króna. „Það eru sterkir eigendur sem standa að félaginu. Nánast sami hópurinn hefur átt Öskju frá upphafi árið 2004. Þeir þekkja því vel til sveiflna í bílasölu og vönduðu sig vel við ákvörðunina,“ segir hann. Askja er í eigu hjónanna Hjörleifs Jakobssonar og Hjördísar Ásberg fjárfesta, Frosta Bergssonar, aðaleiganda Opinna kerfa, Jóns Trausta framkvæmdastjóra, Berts Hanson, fyrrverandi eiganda og stofnanda heildsölunnar ÍSAM, og Egils Ágústssonar, fyrrverandi forstjóra ÍSAM og hluthafa í heildsölunni. „Það sem miklu skipti þegar ákveðið var að ráðast í þessa uppbyggingu var að bílarnir sem við ætluðum að þjónusta væru komnir á götuna og að við myndum halda þessari markaðshlutdeild. Það hefur okkur tekist. Við erum ekki að tjalda til einnar nætur heldur horfum til langs tíma. Skammtímasveiflur hafa ekki áhrif á þá ákvörðun. Við höfum mikla trú á að Kia og Mercedes Benz muni vegna vel hér á landi á næstu árum. Framleiðendurnir eru framarlega í rafbílavæðingu og tengiltvinnbílum. Ég geri ráð fyrir því að á næstu þremur til fjórum árum munum við hjá Öskju kynna fimm til sjö nýja rafbíla frá Mercedes Benz og Kia verður einnig framarlega á þessu sviði. Kia hefur til dæmis gefið út að árið 2025 verði boðið upp á 16 mismunandi rafbíla; fimm hreina rafbíla, fimm tengiltvinnbíla og einn vetnisbíl. Þetta mun allt gerast á sjö árum. Við hjá Öskju stefnum á að verða leiðandi í rafbílum.“ Það hefur hins vegar verið töluverð bið þegar rafbílar eru pantaðir. Til að mynda er þriggja til fjögurra mánaða bið eftir nýja rafbílnum Kia Niro EV sem væntanlegur er til landsins í vor. „Biðina má rekja til þess að framleiðslugetan er ekki orðin nægilega mikil. Flöskuhálsinn er framleiðsla á rafhlöðum en reiknað er með að árið 2020 verði búið að ryðja þeim hindrunum úr vegi,“ segir Jón Trausti.Þarf að „gefa í“ varðandi innviði Hann segir að það þurfi að „gefa í“ við uppbyggingu á innviðum til að skapa betra umhverfi til að setja orku í umhverfisvænni bíla. „Stjórnvöld þurfa að koma að uppbyggingunni, til dæmis með því að setja hraðhleðslustöðvar víðar, það þarf hleðslutæki í kringum almenningsstaði eins og sundlaugar og skóla. Og það er með ólíkindum að í byggingarreglugerðum sé ekki löngu búið að gera kröfu um hleðslustöðvar við nýbyggingar, en sem betur fer var sú krafa gerð á þessu ári að nýbyggingar séu með bílastæði sem eru undir það búin að vera með hleðslumöguleika. Það er enn fremur afar mikilvægt að það séu hleðslustöðvar við vinnustaði. Kannanir sýna að séu þær fyrir hendi aukist líkur um 80-90 prósent á að fólk kaupi sér rafbíl. Til að bílaleigur geti leigt úr rafbíla þurfa að vera hleðslustöðvar á gististöðum úti á landi fyrir viðskiptavini, við Keflavíkurflugvöll og öflugar hraðhleðslustöðvar víða um landið.“15 prósenta samdráttur Jón Trausti víkur talinu að gangi mála í bílasölu í ár. „Árið í ár verður líklega eitt af þremur stærstu árum í bílasölu á Íslandi. Árið í fyrra var það langbesta hingað til sem getur skekkt samanburðinn. Árið í ár fór vel af stað en það fór að hægja á sölunni á seinni hlutanum. Ég hef ekki áhyggju af því, það eru tímabundnar aðstæður sem rekja má til komandi kjaraviðræðna. Margir vilja sjá hver lendingin verður áður en lagt er af stað í bílakaup en ég er bjartsýnn á framhaldið. „Ég geri ráð fyrir því að bílasala muni dragast saman um 15 prósent á milli ára í ár og að við taki tímabil þar sem seldir verði 15 til 18 þúsund bílar á ári. Það er sá fjöldi sem þarf til að viðhalda flotanum. Að mínum dómi er stöðugleiki fram undan. Þegar krónan tók að veikjast jukust tekjur útflutningsgreina sem höfðu glímt við erfiðleika þegar krónan var sterkari. Við merktum það í okkar rekstri í haust að hagur útflytjenda hafði vænkast. Slík fyrirtæki höfðu haldið að sér höndum fyrri hluta árs en forsvarsmenn þeirra sjá nú fram á betri afkomu og hafa fjárfest í bílum í ríkari mæli. Eflaust er krónan í ágætu jafnvægi núna þegar evra kostar á bilinu 135 til 142 krónur. Ég er því viss um að ef krónan verður á svipuðum slóðum og nú til lengri tíma – stöðugleiki er hér lykilforsenda – held ég að það sé umhverfi sem öllum ætti að líða vel í, hvort sem það er útflutningur, innflutningur eða neytendur. En til þess að tryggja stöðugleika þarf að ljúka kjarasamningum með farsælum hætti. Það er mikilvægt að launahækkanir verði hóflegar og í takt við getu fyrirtækja til að standa undir þeim. Það mun ekki koma neinum til góða ef fyrirtæki þurfa að fleyta kostnaðarhækkunum út í verðlag og jafnvel grípa til uppsagna. Mun betra er að tryggja stöðugleika og viðhalda þeim mikla kaupmætti sem orðið hefur á síðustu árum. Blessunarlega þykir mér tónninn í verkalýðsforystunni orðinn mildari. Ég vonast til að það náist góðir samningar á milli launþega og atvinnurekenda,“ segir Jón Trausti.Ísland er til að keyra um og skoða Hann telur að bílaleigur muni endurnýja bílaflotann í svipuðum mæli og undanfarin ár og að þær muni kaupa um sex til átta þúsund bíla á ári. Það væri um 40 til 44 prósent af markaðnum. „Árið í ár og í fyrra hafa reynst ferðaþjónustunni erfið. En hún hefur að einhverju leyti notið góðs af gengisveikingunni að undanförnu. Ferðamönnum hingað til lands mun halda áfram að fjölga. Við fáum nú yfir tvær milljónir ferðamanna á hverju ári. Ísland er land til að keyra um og skoða, það mun ekki breytast, bílaleigur gegna lykilhlutverki í því að dreifa ferðamönnum um landið“ segir Jón Trausti. Mögulega munum við þurfa að færa okkur í að leigja bíla til skemmri tíma og vera virkir þátttakendur í deilihagkerfinu. Til að bílaleigur geti leigt úr rafbíla þurfa að vera hleðslustöðvar á gististöðum úti á landi fyrir viðskiptavini, við Keflavíkurflugvöll og að það verði öflugar hraðhleðslustöðvar víða um land.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira