Ólympíumeistari rekinn úr keppni fyrir drykkjuskap í miðju móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 12:00 Ryan Fry, annar frá vinstri, hoppar upp á pallinn á ÓL 2014. Vísir/Getty Kandadíski krullukappinn Ryan Fry setti stóran smánarblett á glæsilegan feril sinn á dögunum þegar hann var rekinn úr heimsbikarmóti ásamt þremur félögum sínum. Ryan Fry varð Ólympíumeistari með krulluliði Kanada á Ólympíuleikunum í Sotsjí árið 2014 en hann fékk ekki að klára Reed Deer Classic heimsbikarmótið á sunnudaginn. Ryan Fry og félagar hans Jamie Koe, Chris Schille og DJ Kidby voru allir reknir úr mótinu fyrir drykkjuskap og óspektir á ísnum. Þeir urðu fyrir vikið að gefa síðasta leikinn sinn.ICYMI | Olympic champ Ryan Fry is among curling foursome booted from bonspiel for being 'extremely drunk' https://t.co/MTbiOIn0UWpic.twitter.com/hr5lHQ744p — CBC Sports (@cbcsports) November 20, 2018Mótshaldarar höfðu þá fengið fjölda kvartana frá bæði mótherjum þeirra og áhorfendum og á endanum varð eina leiðin að reka þá úr keppni. Þeir félagar voru uppvísir af miklum blótsyrðaflaumi og allskonar drykkjulátum á meðan keppninni stóð þar sem þeir stunduðu það meðal annars að brjóta kústana sína sem þeir nota í krullukeppninni. Ryan Fry og félagar skemmdu líka búningsklefann þar sem þeir spörkuðu dóti annarra keppenda til og frá. CBC Sports í Kanada fjallaði um þetta vandræðalega mál og fékk yfirlýsingu frá Ryan Fry þar sem hann bað alla afsökunar á hegðun sinni og skorti á dómgreind.I want to express how sorry I am to everyone affected by my actions on Saturday. I never meant to offend anyone but that’s the result of a poor decision - I have to live with the consequences and will be taking every step needed to guarantee this never happens again. #notgivinguppic.twitter.com/3gnjkDam1W — Ryan Fry (@ryanfry79) November 19, 2018Ryan Fry hélt upp á fetugsafmælið sitt síðasta sumar en hann hefur tíu sinnum unnioð sér þátttökurétt á kanadíska meistaramotinu í krullu og unnið bæði silfuverðlaun á HM (2013) og gullverðlaun á Ólympíuleikum (2014). Eftir þessa framkomu Fry og hinna þriggja er orðið ljóst að þeir eru allir komnir í ævilangt bann frá Red Deer Curling Classic mótinu. Það má jafnvel búast við fleiri refsingum og glæsilegur ferill Fry verður hér eftir aldrei litinn sömu augum. Ólympíuleikar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira
Kandadíski krullukappinn Ryan Fry setti stóran smánarblett á glæsilegan feril sinn á dögunum þegar hann var rekinn úr heimsbikarmóti ásamt þremur félögum sínum. Ryan Fry varð Ólympíumeistari með krulluliði Kanada á Ólympíuleikunum í Sotsjí árið 2014 en hann fékk ekki að klára Reed Deer Classic heimsbikarmótið á sunnudaginn. Ryan Fry og félagar hans Jamie Koe, Chris Schille og DJ Kidby voru allir reknir úr mótinu fyrir drykkjuskap og óspektir á ísnum. Þeir urðu fyrir vikið að gefa síðasta leikinn sinn.ICYMI | Olympic champ Ryan Fry is among curling foursome booted from bonspiel for being 'extremely drunk' https://t.co/MTbiOIn0UWpic.twitter.com/hr5lHQ744p — CBC Sports (@cbcsports) November 20, 2018Mótshaldarar höfðu þá fengið fjölda kvartana frá bæði mótherjum þeirra og áhorfendum og á endanum varð eina leiðin að reka þá úr keppni. Þeir félagar voru uppvísir af miklum blótsyrðaflaumi og allskonar drykkjulátum á meðan keppninni stóð þar sem þeir stunduðu það meðal annars að brjóta kústana sína sem þeir nota í krullukeppninni. Ryan Fry og félagar skemmdu líka búningsklefann þar sem þeir spörkuðu dóti annarra keppenda til og frá. CBC Sports í Kanada fjallaði um þetta vandræðalega mál og fékk yfirlýsingu frá Ryan Fry þar sem hann bað alla afsökunar á hegðun sinni og skorti á dómgreind.I want to express how sorry I am to everyone affected by my actions on Saturday. I never meant to offend anyone but that’s the result of a poor decision - I have to live with the consequences and will be taking every step needed to guarantee this never happens again. #notgivinguppic.twitter.com/3gnjkDam1W — Ryan Fry (@ryanfry79) November 19, 2018Ryan Fry hélt upp á fetugsafmælið sitt síðasta sumar en hann hefur tíu sinnum unnioð sér þátttökurétt á kanadíska meistaramotinu í krullu og unnið bæði silfuverðlaun á HM (2013) og gullverðlaun á Ólympíuleikum (2014). Eftir þessa framkomu Fry og hinna þriggja er orðið ljóst að þeir eru allir komnir í ævilangt bann frá Red Deer Curling Classic mótinu. Það má jafnvel búast við fleiri refsingum og glæsilegur ferill Fry verður hér eftir aldrei litinn sömu augum.
Ólympíuleikar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira