Segir örorkukröfur Icelandair fráleita þvingunaraðferð Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 17:12 Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir Flugfreyjum hjá Icelandair gefst færi á að halda hlutastarfi hjá félaginu að því gefnu að þær sýni fram á örorku. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir um að ræða fráleita þvingunaraðferð. Icelandair tilkynnti flugfreyjum sínum í september að þeim yrði framvegis bannað að vinna í hlutastarfi hjá fyrirtækinu. Frá kröfunni um fullt starf eru undanskildar þær flugfreyjur sem hafa starfað í 30 ár eða lengur, eru 55 ára og eldri eða hafa eignast barn á síðustu tveimur árum.Drífa Snædal forseti AlþýðusambandsinsVísir/VilhelmStarfsmenn knúðir til að sækja um örorku Ný undanþága virðist nú hafa bæst við að en flugfreyjum gefst kostur á að halda hlutastarfi skili þær inn gildu örorkumati frá lífeyrissjóði, tryggingafélagi eða Tryggingstofnun. Þá eru læknisvottorð ekki tekin gild. Drífa Snædal forseti ASÍ vakti athygli á málinu í vikupistli sínum sem sendur var út síðdegis í dag þar sem hún fór yfir landslag í kjaramálum í kjölfar uppsagna í fluggeiranum, einkum hjá Air Associates á Keflavíkurflugvelli og WOW Air. „Þegar sjónum er beint að hinu stóra flugfélaginu, Icelandair, berast þaðan uggvænlegar upplýsingar þar sem búið er að skilyrða áframhaldandi hlutastörf flugfreyja og flugþjóna við örorkumat. Þannig er verið að knýja þá sem vilja halda í sín hlutastörf til að sækja um örorku.“Veldur áhyggjum og raski á einkalífi Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir félaginu hafa borist afrit af póstum frá Icelandair, þar sem ítrekað er að almenn læknisvottorð gildi ekki heldur þurfi að sýna gilt örorkumat. „Þetta leggst mjög illa í félagsmenn og veldur þeim gífurlegum áhyggjum og raski á þeirra einkalífi. Þarna er vinnuveitandi að knýja starfsmenn til að sækja um örorkumat til að halda sínu hlutastarfi, á sama tíma og atvinnurekendur eru að furða sig á háu hlutfalli á nýtingu örorku. Þetta er fráleit þvingunaraðgerð,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Drífa gagnrýnir fyrirkomulagið einnig harðlega. Hún veltir því upp í samtali við Vísi hvort örorkumatið verði mögulega notað gegn fólki síðar. „Hver er tilgangurinn? Verður þetta þá notað gegn fólki síðar? Í hvaða stöðu er verið að setja starfsfólk?“ segir Drífa. Bann við því að flugfreyjur vinni hlutastarf hjá Icelandair tekur gildi um áramótin. Flugfreyjufélagið stefndi Icelandair fyrir Félagsdóm en málið var þingfest í október. Aðalmeðferð fer fram þann 13. desember næstkomandi en þar verða meðal annars teknar fyrir umræddar undanþágur sem Icelandair hefur veitt vegna hlutastarfanna. Ekki náðist í Boga Nils Bogason, starfandi forstjóra Icelandair, við vinnslu fréttarinnar. Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Segja ásakanir miðstjórnar ASÍ innihaldslausar Vinnumálastofnun hefur lýst yfir undrun sinni á ályktun miðstjórnar ASÍ frá í dag þar sem stofnunin er sökuð um að hafa látið hjá líða að nota þau lagalegu úrræði sem stofnunin hefur til þess að stöðva "ólöglega starfsemi“ Primera Air Nordic hér landi. 3. október 2018 17:19 Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31 Formaður Flugfreyjufélagsins segir óvissuna versta fyrir félagsmenn Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist félaginu vegna kaupa Icelandair á flugfélaginu WOW air sem tilkynnt var á mánudagsmorgun. 7. nóvember 2018 07:00 „Langflestar“ flugfreyjur Icelandair völdu fullt starf Meirihluti flugfreyja og flugþjóna í hlutastarfi hjá Icelandair, sem gert var að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna, valdi fyrri kostinn. 10. október 2018 11:57 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Sjá meira
Flugfreyjum hjá Icelandair gefst færi á að halda hlutastarfi hjá félaginu að því gefnu að þær sýni fram á örorku. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir um að ræða fráleita þvingunaraðferð. Icelandair tilkynnti flugfreyjum sínum í september að þeim yrði framvegis bannað að vinna í hlutastarfi hjá fyrirtækinu. Frá kröfunni um fullt starf eru undanskildar þær flugfreyjur sem hafa starfað í 30 ár eða lengur, eru 55 ára og eldri eða hafa eignast barn á síðustu tveimur árum.Drífa Snædal forseti AlþýðusambandsinsVísir/VilhelmStarfsmenn knúðir til að sækja um örorku Ný undanþága virðist nú hafa bæst við að en flugfreyjum gefst kostur á að halda hlutastarfi skili þær inn gildu örorkumati frá lífeyrissjóði, tryggingafélagi eða Tryggingstofnun. Þá eru læknisvottorð ekki tekin gild. Drífa Snædal forseti ASÍ vakti athygli á málinu í vikupistli sínum sem sendur var út síðdegis í dag þar sem hún fór yfir landslag í kjaramálum í kjölfar uppsagna í fluggeiranum, einkum hjá Air Associates á Keflavíkurflugvelli og WOW Air. „Þegar sjónum er beint að hinu stóra flugfélaginu, Icelandair, berast þaðan uggvænlegar upplýsingar þar sem búið er að skilyrða áframhaldandi hlutastörf flugfreyja og flugþjóna við örorkumat. Þannig er verið að knýja þá sem vilja halda í sín hlutastörf til að sækja um örorku.“Veldur áhyggjum og raski á einkalífi Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir félaginu hafa borist afrit af póstum frá Icelandair, þar sem ítrekað er að almenn læknisvottorð gildi ekki heldur þurfi að sýna gilt örorkumat. „Þetta leggst mjög illa í félagsmenn og veldur þeim gífurlegum áhyggjum og raski á þeirra einkalífi. Þarna er vinnuveitandi að knýja starfsmenn til að sækja um örorkumat til að halda sínu hlutastarfi, á sama tíma og atvinnurekendur eru að furða sig á háu hlutfalli á nýtingu örorku. Þetta er fráleit þvingunaraðgerð,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Drífa gagnrýnir fyrirkomulagið einnig harðlega. Hún veltir því upp í samtali við Vísi hvort örorkumatið verði mögulega notað gegn fólki síðar. „Hver er tilgangurinn? Verður þetta þá notað gegn fólki síðar? Í hvaða stöðu er verið að setja starfsfólk?“ segir Drífa. Bann við því að flugfreyjur vinni hlutastarf hjá Icelandair tekur gildi um áramótin. Flugfreyjufélagið stefndi Icelandair fyrir Félagsdóm en málið var þingfest í október. Aðalmeðferð fer fram þann 13. desember næstkomandi en þar verða meðal annars teknar fyrir umræddar undanþágur sem Icelandair hefur veitt vegna hlutastarfanna. Ekki náðist í Boga Nils Bogason, starfandi forstjóra Icelandair, við vinnslu fréttarinnar.
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Segja ásakanir miðstjórnar ASÍ innihaldslausar Vinnumálastofnun hefur lýst yfir undrun sinni á ályktun miðstjórnar ASÍ frá í dag þar sem stofnunin er sökuð um að hafa látið hjá líða að nota þau lagalegu úrræði sem stofnunin hefur til þess að stöðva "ólöglega starfsemi“ Primera Air Nordic hér landi. 3. október 2018 17:19 Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31 Formaður Flugfreyjufélagsins segir óvissuna versta fyrir félagsmenn Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist félaginu vegna kaupa Icelandair á flugfélaginu WOW air sem tilkynnt var á mánudagsmorgun. 7. nóvember 2018 07:00 „Langflestar“ flugfreyjur Icelandair völdu fullt starf Meirihluti flugfreyja og flugþjóna í hlutastarfi hjá Icelandair, sem gert var að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna, valdi fyrri kostinn. 10. október 2018 11:57 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Sjá meira
Segja ásakanir miðstjórnar ASÍ innihaldslausar Vinnumálastofnun hefur lýst yfir undrun sinni á ályktun miðstjórnar ASÍ frá í dag þar sem stofnunin er sökuð um að hafa látið hjá líða að nota þau lagalegu úrræði sem stofnunin hefur til þess að stöðva "ólöglega starfsemi“ Primera Air Nordic hér landi. 3. október 2018 17:19
Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31
Formaður Flugfreyjufélagsins segir óvissuna versta fyrir félagsmenn Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist félaginu vegna kaupa Icelandair á flugfélaginu WOW air sem tilkynnt var á mánudagsmorgun. 7. nóvember 2018 07:00
„Langflestar“ flugfreyjur Icelandair völdu fullt starf Meirihluti flugfreyja og flugþjóna í hlutastarfi hjá Icelandair, sem gert var að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna, valdi fyrri kostinn. 10. október 2018 11:57