Þekktasti mannréttindasinni Rússlands látinn Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2018 12:39 Alexeyeva á fundi með Pútín árið 2009. Pútín skipaði hana meðal annars í ráðgjafaráð ríkisstjórnar sinnar. Vísir/EPA Ljúdmíla Alexeyeva, rússneska andófskonan og mannréttindasinninn, er látin, 91 árs að aldri. Hún andæfði stjórnvöldum í Sovétríkjunum sálugu og í Rússlandi samtímans og stofnaði meðal annars elstu mannréttindasamtök Rússlands. Alexeyeva fæddist á Krímskaga árið 1927 í valdatíð einræðisherrans Jósefs Stalíns. Hún hætti lífi sínu til að mótmæla aðstæðum pólitískra fanga í Sovétríkjunum og krefjast aukinna mannréttinda á 7. og 8. áratugnum. Þá stofnaði hún Moskvu Helsinski-hópinn, elstu mannréttindasamtök Rússlands árið 1976. Vegna baráttu sinnar flúði Alexeyeva morðhótanir í heimalandinu ári síðar. Hún sneri hins vegar aftur eftir fall Sovétríkjanna árið 1993 og hélt baráttu sinni fyrir mannréttindum og lýðræði ótrauð áfram. Samtökin sem hún stofnaði voru hins vegar smám saman nær knésett af Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Eftir að lög voru sett sem neyddu félagsamtök sem þáðu framlög frá erlendum aðilum að skrá sig sem „útsendara erlendra ríkja“ dró mjög úr framlögin til Moskvu Helsinki-hópsins. Árið 2014 greindi Alexeyeva frá því að flestum starfsmönnum hans hefði verið sagt upp. Rússneskir embættismenn sökuðu samtök eins og hennar um að njósna um Rússlands fyrir vestræn ríki. Í kjölfarið fékk Alexeyeva aftur morðhótanir, nú frá þjóðernissinnum, að því er segir í andlátsfrétt AP-fréttastofunnar. Alexeyeva var harður gagnrýnandi stríðs Pútín í Tjéténíu árið 1999 og tilraunum hans til þess að veikja lýðræðislegar stofnanir, að sögn AP-fréttastofunnar. Eftir þingkosningar árið 2003 sem nær þurrkuðu út stjórnarandstöðuna í landinu lét Alexeyeva Pútín heyra það. „Við höfum ekki kosningar lengur vegna þess að stjórnendurnir ákveða úrslitin en ekki þjóðin,“ sagðist hún hafa sagt við Pútín.Á mótmælum til varnar réttsins til mótmæla í Moskvu árið 2011.Vísir/EPA Andlát Rússland Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Ljúdmíla Alexeyeva, rússneska andófskonan og mannréttindasinninn, er látin, 91 árs að aldri. Hún andæfði stjórnvöldum í Sovétríkjunum sálugu og í Rússlandi samtímans og stofnaði meðal annars elstu mannréttindasamtök Rússlands. Alexeyeva fæddist á Krímskaga árið 1927 í valdatíð einræðisherrans Jósefs Stalíns. Hún hætti lífi sínu til að mótmæla aðstæðum pólitískra fanga í Sovétríkjunum og krefjast aukinna mannréttinda á 7. og 8. áratugnum. Þá stofnaði hún Moskvu Helsinski-hópinn, elstu mannréttindasamtök Rússlands árið 1976. Vegna baráttu sinnar flúði Alexeyeva morðhótanir í heimalandinu ári síðar. Hún sneri hins vegar aftur eftir fall Sovétríkjanna árið 1993 og hélt baráttu sinni fyrir mannréttindum og lýðræði ótrauð áfram. Samtökin sem hún stofnaði voru hins vegar smám saman nær knésett af Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Eftir að lög voru sett sem neyddu félagsamtök sem þáðu framlög frá erlendum aðilum að skrá sig sem „útsendara erlendra ríkja“ dró mjög úr framlögin til Moskvu Helsinki-hópsins. Árið 2014 greindi Alexeyeva frá því að flestum starfsmönnum hans hefði verið sagt upp. Rússneskir embættismenn sökuðu samtök eins og hennar um að njósna um Rússlands fyrir vestræn ríki. Í kjölfarið fékk Alexeyeva aftur morðhótanir, nú frá þjóðernissinnum, að því er segir í andlátsfrétt AP-fréttastofunnar. Alexeyeva var harður gagnrýnandi stríðs Pútín í Tjéténíu árið 1999 og tilraunum hans til þess að veikja lýðræðislegar stofnanir, að sögn AP-fréttastofunnar. Eftir þingkosningar árið 2003 sem nær þurrkuðu út stjórnarandstöðuna í landinu lét Alexeyeva Pútín heyra það. „Við höfum ekki kosningar lengur vegna þess að stjórnendurnir ákveða úrslitin en ekki þjóðin,“ sagðist hún hafa sagt við Pútín.Á mótmælum til varnar réttsins til mótmæla í Moskvu árið 2011.Vísir/EPA
Andlát Rússland Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira