Björgvin Skúli hættur sem framkvæmdastjóri Korta Hörður Ægisson skrifar 5. desember 2018 08:00 Björgvin Skúli Sigurðsson Björgvin Skúli Sigurðsson, sem var ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar í janúar á þessu ári, hefur látið af störfum hjá færsluhirðingarfyrirtækinu. Hildur Árnadóttir, stjórnarformaður Kortaþjónustunnar, staðfestir í samtali við Markaðinn að samkomulag hafi náðst um starfslok Björgvins Skúla. Aðspurð um ástæðuna segir Hildur að Björgvin Skúli hafi verið fenginn til að leiða fyrirtækið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í kjölfar þess áfalls sem Kortaþjónustan varð fyrir við gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch haustið 2017. Þeirri vinnu sé nú lokið. Leit að nýjum framkvæmdastjóra stendur yfir en Sigurhjörtur Sigfússon, fjármálastjóri Kortaþjónustunnar, gegnir tímabundið starfi framkvæmdastjóra. Áður en Björgvin Skúli tók til starfa hjá Kortaþjónustunni í ársbyrjun hafði hann verið framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar á árunum 2013 til 2017. Þá vann hann um nokkurra ára skeið hjá slitastjórn bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Kortafyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Rekstrartekjur Kortaþjónustunnar námu ríflega 4,5 milljörðum á síðasta ári og nær tvöfölduðust frá fyrra ári þegar þær voru tæpir 2,3 milljarðar. Tap félagsins nam hins vegar um 1,6 milljörðum króna. Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Tengdar fréttir Kortaþjónustan gaf út 250 milljóna skuldabréf til hluthafa Bréfin, sem bera sjö prósenta fasta vexti, eru til sjö ára. 21. nóvember 2018 06:30 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Óskabein næststærsti hluthafi Korta með tíu prósenta hlut Fjárfestingafélagið Óskabein skráði sig fyrir 10 prósenta hlut þegar fjárfestar lögðu Kortaþjónustunni til nærri 1.500 milljónir króna í nýtt hlutafé. Bakkavararbræður eiga fimm prósent og Sigurður Bollason er með sex prósenta hlut. 10. janúar 2018 07:30 Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Björgvin Skúli Sigurðsson, sem var ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar í janúar á þessu ári, hefur látið af störfum hjá færsluhirðingarfyrirtækinu. Hildur Árnadóttir, stjórnarformaður Kortaþjónustunnar, staðfestir í samtali við Markaðinn að samkomulag hafi náðst um starfslok Björgvins Skúla. Aðspurð um ástæðuna segir Hildur að Björgvin Skúli hafi verið fenginn til að leiða fyrirtækið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í kjölfar þess áfalls sem Kortaþjónustan varð fyrir við gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch haustið 2017. Þeirri vinnu sé nú lokið. Leit að nýjum framkvæmdastjóra stendur yfir en Sigurhjörtur Sigfússon, fjármálastjóri Kortaþjónustunnar, gegnir tímabundið starfi framkvæmdastjóra. Áður en Björgvin Skúli tók til starfa hjá Kortaþjónustunni í ársbyrjun hafði hann verið framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar á árunum 2013 til 2017. Þá vann hann um nokkurra ára skeið hjá slitastjórn bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Kortafyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Rekstrartekjur Kortaþjónustunnar námu ríflega 4,5 milljörðum á síðasta ári og nær tvöfölduðust frá fyrra ári þegar þær voru tæpir 2,3 milljarðar. Tap félagsins nam hins vegar um 1,6 milljörðum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Tengdar fréttir Kortaþjónustan gaf út 250 milljóna skuldabréf til hluthafa Bréfin, sem bera sjö prósenta fasta vexti, eru til sjö ára. 21. nóvember 2018 06:30 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Óskabein næststærsti hluthafi Korta með tíu prósenta hlut Fjárfestingafélagið Óskabein skráði sig fyrir 10 prósenta hlut þegar fjárfestar lögðu Kortaþjónustunni til nærri 1.500 milljónir króna í nýtt hlutafé. Bakkavararbræður eiga fimm prósent og Sigurður Bollason er með sex prósenta hlut. 10. janúar 2018 07:30 Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Kortaþjónustan gaf út 250 milljóna skuldabréf til hluthafa Bréfin, sem bera sjö prósenta fasta vexti, eru til sjö ára. 21. nóvember 2018 06:30
Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19
Óskabein næststærsti hluthafi Korta með tíu prósenta hlut Fjárfestingafélagið Óskabein skráði sig fyrir 10 prósenta hlut þegar fjárfestar lögðu Kortaþjónustunni til nærri 1.500 milljónir króna í nýtt hlutafé. Bakkavararbræður eiga fimm prósent og Sigurður Bollason er með sex prósenta hlut. 10. janúar 2018 07:30