„Hneyksli á Íslandi vegna grófs karlrembuspjalls þingmanna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2018 17:30 Mótmæli voru haldin um helgina vegna málsins. Vísir/VIlhelm „Hneyksli á Íslandi vegna grófs karlrembuspjalls þingmanna,“ er fyrirsögn á frétt BBC sem birt er á forsíðu Evrópuhluta fréttasíðu breska ríkisútvarpsins í dag. Er þar fjallað um viðbrögð Íslendinga við Klaustursupptökunum svokölluðu þar þar má heyra illt umtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins í garð samstarfsmanna sinna og annars nafntogaðs fólks sem hefur komið nálægt stjórnmálum undanfarin ár. Í frétt BBC er málið reifað og hermt að Íslendingar séu sérstaklega hneykslaðir á því að hæðst hafi verið að Freyju Haraldsdóttur. Í frétt BBC er vitnað í fréttir um að einn þeirra sem sat að sumbli á Klaustri hafi hermt eftir sel er verið var að ræða Freyju. Þá er einnig sagt frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, haldi því fram að selahljóðið megi rekja til þess að stóll hafi verið færður.Sjá einnig:Reyndist ómögulegt að framkalla selahljóð með stólunum á Klaustri Er málið einnig sett í samhengi við Panama-skjölin og rifjað upp að Sigmundur Davíð hafi flækst í umfjöllun sem unnin var upp úr skjölunum og neyðst til þess að segja af sér í kjölfarið.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er ein af þeim sem var uppnefnd í samræðum þingmannanna á Klaustri.Vísir/VilhelmEr einnig fjallað um afsökunarbeiðni þeirra fjögurra þingmanna Miðflokksins sem tóku þátt í spjallinu en auk Sigmundar Davíðs sátu Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttur á Klaustri.„Við munum læra af þessu,“ vitnar BBC í afsökunarbeiðnina. Þá er einnig sagt frá því að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Eggertsson, sem voru með fjórmenningunum á Klaustri umrætt kvöld, hafi verið reknir úr Flokki fólksins vegna málsins.Í fréttinni er einnig rætt við Bryndísi Snæbjörnsdóttur, formann Þroskahjálpar, sem segir að samstarfsmenn hennar, sem og Íslendingar sem glími við við einhvers konar fötlun, séu í áfalli vegna orða þingmannanna.„Þetta er hatursorðræða. Það var hræðilegt að hlusta á þingmenninna herma eftir dýrahljóðum til þes að gera grín að fatlaðri konu sem er mikil baráttukona fyrir réttindum fatlaðra,“ segir Bryndís í samtali við BBC. Segir hún að málið sé ófyrirgefanlegt og að þingmennirnir sex ættu allir að segja af sér.Frétt BBC má lesa hér. Bretland Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 „Óráðshjal“ miðflokksmanna til siðanefndar Alþingis Þingforseti bað þjóðina afsökunar vegna óviðeigandi ummæla nokkurra þingmanna Miðflokks og Flokks fólksins við upphaf þingfundar í dag. 3. desember 2018 15:47 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
„Hneyksli á Íslandi vegna grófs karlrembuspjalls þingmanna,“ er fyrirsögn á frétt BBC sem birt er á forsíðu Evrópuhluta fréttasíðu breska ríkisútvarpsins í dag. Er þar fjallað um viðbrögð Íslendinga við Klaustursupptökunum svokölluðu þar þar má heyra illt umtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins í garð samstarfsmanna sinna og annars nafntogaðs fólks sem hefur komið nálægt stjórnmálum undanfarin ár. Í frétt BBC er málið reifað og hermt að Íslendingar séu sérstaklega hneykslaðir á því að hæðst hafi verið að Freyju Haraldsdóttur. Í frétt BBC er vitnað í fréttir um að einn þeirra sem sat að sumbli á Klaustri hafi hermt eftir sel er verið var að ræða Freyju. Þá er einnig sagt frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, haldi því fram að selahljóðið megi rekja til þess að stóll hafi verið færður.Sjá einnig:Reyndist ómögulegt að framkalla selahljóð með stólunum á Klaustri Er málið einnig sett í samhengi við Panama-skjölin og rifjað upp að Sigmundur Davíð hafi flækst í umfjöllun sem unnin var upp úr skjölunum og neyðst til þess að segja af sér í kjölfarið.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er ein af þeim sem var uppnefnd í samræðum þingmannanna á Klaustri.Vísir/VilhelmEr einnig fjallað um afsökunarbeiðni þeirra fjögurra þingmanna Miðflokksins sem tóku þátt í spjallinu en auk Sigmundar Davíðs sátu Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttur á Klaustri.„Við munum læra af þessu,“ vitnar BBC í afsökunarbeiðnina. Þá er einnig sagt frá því að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Eggertsson, sem voru með fjórmenningunum á Klaustri umrætt kvöld, hafi verið reknir úr Flokki fólksins vegna málsins.Í fréttinni er einnig rætt við Bryndísi Snæbjörnsdóttur, formann Þroskahjálpar, sem segir að samstarfsmenn hennar, sem og Íslendingar sem glími við við einhvers konar fötlun, séu í áfalli vegna orða þingmannanna.„Þetta er hatursorðræða. Það var hræðilegt að hlusta á þingmenninna herma eftir dýrahljóðum til þes að gera grín að fatlaðri konu sem er mikil baráttukona fyrir réttindum fatlaðra,“ segir Bryndís í samtali við BBC. Segir hún að málið sé ófyrirgefanlegt og að þingmennirnir sex ættu allir að segja af sér.Frétt BBC má lesa hér.
Bretland Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 „Óráðshjal“ miðflokksmanna til siðanefndar Alþingis Þingforseti bað þjóðina afsökunar vegna óviðeigandi ummæla nokkurra þingmanna Miðflokks og Flokks fólksins við upphaf þingfundar í dag. 3. desember 2018 15:47 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02
„Óráðshjal“ miðflokksmanna til siðanefndar Alþingis Þingforseti bað þjóðina afsökunar vegna óviðeigandi ummæla nokkurra þingmanna Miðflokks og Flokks fólksins við upphaf þingfundar í dag. 3. desember 2018 15:47
Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09