Von Trier segir „líklegt“ að hann hafi strippað fyrir framan Nicole Kidman Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2018 09:31 Lars von Trier og Nicole Kidman. vísir/getty Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier segir að það sé alveg líklegt að hann hafi strippað fyrir framan áströlsku leikkonuna Nicole Kidman þegar þau voru við tökur á kvikmynd hans Dogville fyrir um fimmtán árum síðan. Kidman hafi hins vegar verið reiðubúin að gera fleiri myndir með honum svo strippið getur ekki hafa verið það sjokkerandi fyrir hana, að sögn von Trier. Því skal þó haldið til haga að Kidman hefur ekki leikið í annarri mynd eftir von Trier nema Dogville, ef marka má IMDB. Von Trier ræðir Kidman í viðtali við breska blaðið Guardian en þar spyr blaðamaðurinn hann út í sögu sem hann hafi heyrt; að leikstjórinn hafi strippað fyrir leikkonuna. Von Trier hikar, hnussar svo og segir: „Nú, eins og með Peter þá hljómar þetta líklegt. En Nicole var tilbúinn til þess að koma og vinna aftur fyrir mig svo þetta getur ekki hafa verið svo sjokkerandi fyrir hana.“ Peter sem von Trier vísar þarna til er Peter Aalbæk Jensen, kvikmyndaframleiðandi, en hann og von Trier stofnuðu saman framleiðslufyrirtækið Zentropa.Segir að við viljum öll slá í rassa Skemmst er að minnast þess að í MeToo-byltingunni steig Björk Guðmundsdóttir fram og sagði frá kvikmyndaleikstjóra sem hefði áreitt hana kynferðislega við tökur á bíómynd sem hún lék í. Björk birti stöðuuppfærslu á Facebook og nefndi engin nöfn en lesa mátti á milli línanna að tónlistarkonan væri að vísa í von Trier. Hún lék aðalhlutverk í mynd von Trier Dancer in the Dark. Von Trier hafnaði þessum ásökunum Bjarkar og það gerði Jensen einnig en hann var framleiðandi myndarinnar. Sjálfur var Jensen svo sakaður um kynferðislega áreitni í garð starfsnema hjá Zentropa en hann var sakaður um að hafa klipið í brjóst þeirra og skipað þeim að strippa í jólagleði fyrirtækisins. Jensen baðst afsökunar en afsökunarbeiðnin var ekki upp á marga fiska þar sem hann sagði að honum þætti gaman að slá í rassa og hann væri frekar leiður yfir því að þurfa núna að hætta því. Blaðamaður Guardian spyr von Trier út í þetta í viðtalinu og segir að þessi menning yfirmanna hjá Zentropa um kynferðislegt frelsi hafi augljóslega verið misbeiting. Von Trier tekur ekki undir þau orð blaðamannsins. „Þú þekkir Peter. Hann er brjálaður. Ég er brjálaður. Zentropa er brjálað, að einhverju leyti. En þegar ég horfi á fyrirtækið þá er allt unga fólkið að skemmta sér vel,“ segir von Trier og hikar. „Ég veit ekki einu sinni hvað Peter á að hafa gert.“ Blaðamaðurinn segir honum það. „Slá í rassa.“ „Slá í rassa. Já. En það er það sem við viljum öll gera. Hann er að lifa drauminn sinn. Jú, þetta er ekki í lagi. Enginn ætti að vera neyddur til þess að gera eitthvað sem hann vill ekki. Það er mjög mikilvæg regla en ég segi kannski ekki endilega að þetta hafi verið rangt.“ Bíó og sjónvarp Eyjaálfa MeToo Norðurlönd Tengdar fréttir Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40 Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira
Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier segir að það sé alveg líklegt að hann hafi strippað fyrir framan áströlsku leikkonuna Nicole Kidman þegar þau voru við tökur á kvikmynd hans Dogville fyrir um fimmtán árum síðan. Kidman hafi hins vegar verið reiðubúin að gera fleiri myndir með honum svo strippið getur ekki hafa verið það sjokkerandi fyrir hana, að sögn von Trier. Því skal þó haldið til haga að Kidman hefur ekki leikið í annarri mynd eftir von Trier nema Dogville, ef marka má IMDB. Von Trier ræðir Kidman í viðtali við breska blaðið Guardian en þar spyr blaðamaðurinn hann út í sögu sem hann hafi heyrt; að leikstjórinn hafi strippað fyrir leikkonuna. Von Trier hikar, hnussar svo og segir: „Nú, eins og með Peter þá hljómar þetta líklegt. En Nicole var tilbúinn til þess að koma og vinna aftur fyrir mig svo þetta getur ekki hafa verið svo sjokkerandi fyrir hana.“ Peter sem von Trier vísar þarna til er Peter Aalbæk Jensen, kvikmyndaframleiðandi, en hann og von Trier stofnuðu saman framleiðslufyrirtækið Zentropa.Segir að við viljum öll slá í rassa Skemmst er að minnast þess að í MeToo-byltingunni steig Björk Guðmundsdóttir fram og sagði frá kvikmyndaleikstjóra sem hefði áreitt hana kynferðislega við tökur á bíómynd sem hún lék í. Björk birti stöðuuppfærslu á Facebook og nefndi engin nöfn en lesa mátti á milli línanna að tónlistarkonan væri að vísa í von Trier. Hún lék aðalhlutverk í mynd von Trier Dancer in the Dark. Von Trier hafnaði þessum ásökunum Bjarkar og það gerði Jensen einnig en hann var framleiðandi myndarinnar. Sjálfur var Jensen svo sakaður um kynferðislega áreitni í garð starfsnema hjá Zentropa en hann var sakaður um að hafa klipið í brjóst þeirra og skipað þeim að strippa í jólagleði fyrirtækisins. Jensen baðst afsökunar en afsökunarbeiðnin var ekki upp á marga fiska þar sem hann sagði að honum þætti gaman að slá í rassa og hann væri frekar leiður yfir því að þurfa núna að hætta því. Blaðamaður Guardian spyr von Trier út í þetta í viðtalinu og segir að þessi menning yfirmanna hjá Zentropa um kynferðislegt frelsi hafi augljóslega verið misbeiting. Von Trier tekur ekki undir þau orð blaðamannsins. „Þú þekkir Peter. Hann er brjálaður. Ég er brjálaður. Zentropa er brjálað, að einhverju leyti. En þegar ég horfi á fyrirtækið þá er allt unga fólkið að skemmta sér vel,“ segir von Trier og hikar. „Ég veit ekki einu sinni hvað Peter á að hafa gert.“ Blaðamaðurinn segir honum það. „Slá í rassa.“ „Slá í rassa. Já. En það er það sem við viljum öll gera. Hann er að lifa drauminn sinn. Jú, þetta er ekki í lagi. Enginn ætti að vera neyddur til þess að gera eitthvað sem hann vill ekki. Það er mjög mikilvæg regla en ég segi kannski ekki endilega að þetta hafi verið rangt.“
Bíó og sjónvarp Eyjaálfa MeToo Norðurlönd Tengdar fréttir Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40 Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira
Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40
Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12
Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19