Ljúfar sigurstundir í krefjandi rekstri 19. desember 2018 09:00 Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen. Björn Einarsson, formaður knattspyrnufélagsins Víkings, var ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri TVG-Zimsen árið 2006 og innleiddi nýja stefnu sem fól í sér meiri áherslu á að byggja upp fyrirtækið að alþjóðlegri fyrirmynd. Umsvifin jukust jafnt og þétt á næstu árum.Hver eru þín helstu áhugamál? Fjölskyldan og fjölskyldulífið á hug minn allan og tíma. Þrír af fimm drengjunum eru fjögurra ára og yngri og þeir stýra tímanum oft eins og herforingjar. Þá er ég formaður Knattspyrnufélagsins Víkings en þar hef ég starfað í þágu félagsins sleitulaust í um 12 ár og fer mikið af mínum tíma í vinnu fyrir félagið. Víkingur stendur hjarta mínu mjög nærri og velferð félagsins skiptir mig öllu máli. Rekstur og fjármögnun íþróttafélaga á Íslandi í dag er sérstaklega krefjandi þar sem mikið reynir á en svo koma ljúfar sigurstundir og framfarir í alls kyns myndum fyrir félagið sem gefur auka orku. Þegar um hægist í fjölskyldulífinu og meiri tími verður til staðar langar mig að efla golfkunnáttuna mína og golfgrunninn, sem þó er til staðar, með konunni minni.Hvernig er morgunrútínan þín? Ég vakna um 6.00 með yngsta syni mínum. Við slökum síðan á feðgarnir yfir Bessa og félögum í Hvolpasveit, auk þess sem ég næ oft mikilvægum tíma til að svara tölvupóstum þar til tvíburasynir mínir fjögurra ára og fjölskyldan kemst á ról. Þá hefst mikið skipulag, að klæða herinn og skutla í leikskólann. Ávallt banani á leið til vinnu.Hver er bókin sem þú ert að lesa eða last síðast? Tumi fer til tannlæknis er síðasta bókin sem ég las. Hef lesið hana ansi oft á árinu. Annars er frekar lítill tími sem fer í yndislestur en fyrir mig sjálfan þá er það núna bókin 300 stærstu sem var að koma út.Hvað er það skemmtilegasta við starfið? Fjölbreytileikinn, kappið, tækifærin og áskoranirnar. Að virkja hin miklu tækifæri sem TVG-Zimsen hefur.Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu? Tryggja og passa upp á liðsheild TVG-Zimsen hvern dag – liðsheildin er svo grunnurinn sem virkjar tækifærin og býr til alla sigra og styrk TVG-Zimsen.Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu í dag? Rekstrarumhverfið okkar er mjög gott og mjög spennandi en engu að síður er gríðarlega mikilvægt að hafa sterka yfirsýn yfir sífellt meira krefjandi kostnaðarumhverfi og ákveðna kostnaðarliði sem eru vaxandi.Hvaða breytingar sérðu fyrir þér í rekstrarumhverfinu á komandi árum? Stóraukin netverslun sem við sjáum að er að vaxa mjög hratt á stuttum tíma hér á landi og mun ekki einungis hafa áhrif á okkar rekstrarumhverfi heldur allt samfélagið. Við hjá TVG-Zimsen höfum tekið mikilvægt frumkvæði til að búa til flutningslausnir sem eru sérsniðnar að þessari hröðu og mikilvægu þróun á okkar markaði. Það eru mjög spennandi tímar fram undan og stór tækifæri á flutningamiðlunarmarkaðinum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Björn Einarsson, formaður knattspyrnufélagsins Víkings, var ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri TVG-Zimsen árið 2006 og innleiddi nýja stefnu sem fól í sér meiri áherslu á að byggja upp fyrirtækið að alþjóðlegri fyrirmynd. Umsvifin jukust jafnt og þétt á næstu árum.Hver eru þín helstu áhugamál? Fjölskyldan og fjölskyldulífið á hug minn allan og tíma. Þrír af fimm drengjunum eru fjögurra ára og yngri og þeir stýra tímanum oft eins og herforingjar. Þá er ég formaður Knattspyrnufélagsins Víkings en þar hef ég starfað í þágu félagsins sleitulaust í um 12 ár og fer mikið af mínum tíma í vinnu fyrir félagið. Víkingur stendur hjarta mínu mjög nærri og velferð félagsins skiptir mig öllu máli. Rekstur og fjármögnun íþróttafélaga á Íslandi í dag er sérstaklega krefjandi þar sem mikið reynir á en svo koma ljúfar sigurstundir og framfarir í alls kyns myndum fyrir félagið sem gefur auka orku. Þegar um hægist í fjölskyldulífinu og meiri tími verður til staðar langar mig að efla golfkunnáttuna mína og golfgrunninn, sem þó er til staðar, með konunni minni.Hvernig er morgunrútínan þín? Ég vakna um 6.00 með yngsta syni mínum. Við slökum síðan á feðgarnir yfir Bessa og félögum í Hvolpasveit, auk þess sem ég næ oft mikilvægum tíma til að svara tölvupóstum þar til tvíburasynir mínir fjögurra ára og fjölskyldan kemst á ról. Þá hefst mikið skipulag, að klæða herinn og skutla í leikskólann. Ávallt banani á leið til vinnu.Hver er bókin sem þú ert að lesa eða last síðast? Tumi fer til tannlæknis er síðasta bókin sem ég las. Hef lesið hana ansi oft á árinu. Annars er frekar lítill tími sem fer í yndislestur en fyrir mig sjálfan þá er það núna bókin 300 stærstu sem var að koma út.Hvað er það skemmtilegasta við starfið? Fjölbreytileikinn, kappið, tækifærin og áskoranirnar. Að virkja hin miklu tækifæri sem TVG-Zimsen hefur.Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu? Tryggja og passa upp á liðsheild TVG-Zimsen hvern dag – liðsheildin er svo grunnurinn sem virkjar tækifærin og býr til alla sigra og styrk TVG-Zimsen.Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu í dag? Rekstrarumhverfið okkar er mjög gott og mjög spennandi en engu að síður er gríðarlega mikilvægt að hafa sterka yfirsýn yfir sífellt meira krefjandi kostnaðarumhverfi og ákveðna kostnaðarliði sem eru vaxandi.Hvaða breytingar sérðu fyrir þér í rekstrarumhverfinu á komandi árum? Stóraukin netverslun sem við sjáum að er að vaxa mjög hratt á stuttum tíma hér á landi og mun ekki einungis hafa áhrif á okkar rekstrarumhverfi heldur allt samfélagið. Við hjá TVG-Zimsen höfum tekið mikilvægt frumkvæði til að búa til flutningslausnir sem eru sérsniðnar að þessari hröðu og mikilvægu þróun á okkar markaði. Það eru mjög spennandi tímar fram undan og stór tækifæri á flutningamiðlunarmarkaðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira