Óttast að niðurstöðum fyrstu kosninganna frá valdaráni verði hagrætt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. desember 2018 08:30 Taílendingar eru margir orðnir langþreyttir á biðinni eftir kosningum. Þessi kona mótmælti töfinni á fjöldafundi fyrr á árinu. Nordicphotos/AFP Helstu gagnrýnendur herforingjastjórnarinnar í Taílandi lýsa yfir áhyggjum af því að komandi þingkosningar verði marklaus sýndarleikur. Þetta kom fram í umfjöllun Reuters. Kosningarnar fara fram þann 24. febrúar næstkomandi en boðað var til þeirra í síðustu viku. Í október 2017 sagði Prayut Chan-o-cha forsætisráðherra að kosningarnar myndu fara fram í nóvember 2018 en svo varð ekki. Hann hafði einnig lofað því að atkvæðagreiðslan yrði haldin 2017. Um er að ræða fyrstu kosningarnar frá valdaráni hersins árið 2014. Á þeim tíma hafði Yingluck Shinawatra forsætisráðherra fengið Bhumibol Adulyadej konung til að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. Demókrataflokkur Taílands, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, sniðgekk þær kosningar og mótmælendur, sem vildu fremur sjá konunginn skipa umbótaráð en nýja ríkisstjórn, gerðu mörgum ómögulegt að taka þátt í kosningunum. Því var kosningum frestað á sumum kjörstöðum. Það féll ekki í kramið hjá stjórnlagarétti sem úrskurðaði kosningarnar ólöglegar. Nauðsynlegt er að kjósa á sama degi alls staðar. Boðað var til nýrra kosninga en ekkert varð af þeim þar sem herinn tók stjórnina og skipaði herforingjastjórn sem er enn við völd. Chan-o-cha hyggur á framboð í kosningunum og nýtur stuðnings nokkurra flokka þótt hann sé sjálfur óháður og stýri fyrir hönd hersins. Undanfarnar kannanir hafa sýnt fram á að flestir vilji sjá hann leiða Taíland áfram. Hann mældist með 27 prósent í könnun Rangsit-háskóla í lok nóvember. Forsætisráðherraefni Flokksins fyrir Taílendinga, Sudarat Keyuraphan, mælist með 18 prósent. Þá mælist Abhisit Vejjajiva úr Demókrötum með 15,5 prósent og Thanathorn Juangroongruangkit úr Framtíðarflokknum með um tíu prósenta stuðning. Sé horft til stuðnings við flokka mældist Phalang Pracharat, flokkur nokkurra ráðherra herforingjastjórnarinnar, með 26,6 prósent. Flokkurinn fyrir Taílendinga, sem Shinawatra-systkini stýrðu og hefur notið mests fylgis í öllum kosningum frá 2001, mælist með 23,6 prósent, Demókratar nítján og Framtíðarflokkurinn níu. En aftur að fyrrnefndum áhyggjum stjórnarandstæðinga. Í samtali við Reuters sagði Thitinan Pongsudhirak, stjórnmálafræðingur við Chulalongkorn-háskóla, að herforingjastjórnin hefði með skipulögðum hætti grafið undan taílensku lýðræði. Til dæmis með nýrri stjórnarskrá sem innleidd var 2016. „Ástæðan fyrir því að margir álíta komandi kosningar spilltar er sú að herinn lætur eins og þær séu tandurhreinar þegar þær eru í raun rotnar,“ sagði Thitinan. Stjórnin hefur að auki verið sökuð um að breyta kjördæmamörkum sér í hag og gera kjörseðla flóknari í því skyni að lágmarka kjörsókn og hámarka fjölda ógildra atkvæða. Minna má á að herforingjastjórnin lagði bann við pólitísku athæfi á sínum tíma en því var aflétt í síðustu viku þegar boðað var til kosninga. Herinn hafnar ásökunum sem þessum. „Ef ríkisstjórnin vildi halda völdum af hverju væri hún þá að boða til kosninga?“ spurði upplýsingafulltrúi stjórnarinnar blaðamann Reuters. Ljóst er þó að ýmsir ráðherrar vilja greinilega halda völdum, annars væru þeir ekki í framboði. Asía Birtist í Fréttablaðinu Taíland Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Helstu gagnrýnendur herforingjastjórnarinnar í Taílandi lýsa yfir áhyggjum af því að komandi þingkosningar verði marklaus sýndarleikur. Þetta kom fram í umfjöllun Reuters. Kosningarnar fara fram þann 24. febrúar næstkomandi en boðað var til þeirra í síðustu viku. Í október 2017 sagði Prayut Chan-o-cha forsætisráðherra að kosningarnar myndu fara fram í nóvember 2018 en svo varð ekki. Hann hafði einnig lofað því að atkvæðagreiðslan yrði haldin 2017. Um er að ræða fyrstu kosningarnar frá valdaráni hersins árið 2014. Á þeim tíma hafði Yingluck Shinawatra forsætisráðherra fengið Bhumibol Adulyadej konung til að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. Demókrataflokkur Taílands, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, sniðgekk þær kosningar og mótmælendur, sem vildu fremur sjá konunginn skipa umbótaráð en nýja ríkisstjórn, gerðu mörgum ómögulegt að taka þátt í kosningunum. Því var kosningum frestað á sumum kjörstöðum. Það féll ekki í kramið hjá stjórnlagarétti sem úrskurðaði kosningarnar ólöglegar. Nauðsynlegt er að kjósa á sama degi alls staðar. Boðað var til nýrra kosninga en ekkert varð af þeim þar sem herinn tók stjórnina og skipaði herforingjastjórn sem er enn við völd. Chan-o-cha hyggur á framboð í kosningunum og nýtur stuðnings nokkurra flokka þótt hann sé sjálfur óháður og stýri fyrir hönd hersins. Undanfarnar kannanir hafa sýnt fram á að flestir vilji sjá hann leiða Taíland áfram. Hann mældist með 27 prósent í könnun Rangsit-háskóla í lok nóvember. Forsætisráðherraefni Flokksins fyrir Taílendinga, Sudarat Keyuraphan, mælist með 18 prósent. Þá mælist Abhisit Vejjajiva úr Demókrötum með 15,5 prósent og Thanathorn Juangroongruangkit úr Framtíðarflokknum með um tíu prósenta stuðning. Sé horft til stuðnings við flokka mældist Phalang Pracharat, flokkur nokkurra ráðherra herforingjastjórnarinnar, með 26,6 prósent. Flokkurinn fyrir Taílendinga, sem Shinawatra-systkini stýrðu og hefur notið mests fylgis í öllum kosningum frá 2001, mælist með 23,6 prósent, Demókratar nítján og Framtíðarflokkurinn níu. En aftur að fyrrnefndum áhyggjum stjórnarandstæðinga. Í samtali við Reuters sagði Thitinan Pongsudhirak, stjórnmálafræðingur við Chulalongkorn-háskóla, að herforingjastjórnin hefði með skipulögðum hætti grafið undan taílensku lýðræði. Til dæmis með nýrri stjórnarskrá sem innleidd var 2016. „Ástæðan fyrir því að margir álíta komandi kosningar spilltar er sú að herinn lætur eins og þær séu tandurhreinar þegar þær eru í raun rotnar,“ sagði Thitinan. Stjórnin hefur að auki verið sökuð um að breyta kjördæmamörkum sér í hag og gera kjörseðla flóknari í því skyni að lágmarka kjörsókn og hámarka fjölda ógildra atkvæða. Minna má á að herforingjastjórnin lagði bann við pólitísku athæfi á sínum tíma en því var aflétt í síðustu viku þegar boðað var til kosninga. Herinn hafnar ásökunum sem þessum. „Ef ríkisstjórnin vildi halda völdum af hverju væri hún þá að boða til kosninga?“ spurði upplýsingafulltrúi stjórnarinnar blaðamann Reuters. Ljóst er þó að ýmsir ráðherrar vilja greinilega halda völdum, annars væru þeir ekki í framboði.
Asía Birtist í Fréttablaðinu Taíland Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira