Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sótti fund leiðtogaráðs ESB í gær. Ekki var búist við því að hún myndi ná miklum árangri í að fá þeim ákvæðum Brexit-samningsins breytt er varða landamæri Írlands og Norður-Írlands. Sú varð heldur ekki raunin. Þau ákvæði hafa verið May til mikilla vandræða og eru helsta fyrirstaðan fyrir því að samningurinn náist í gegnum breska þingið.
Enn hefur engin dagsetning verið sett á atkvæðagreiðslu um samninginn. Hún átti að fara fram í vikunni. May frestaði henni þegar ljóst var að samningurinn yrði kolfelldur.
Lítill árangur hjá Theresu May

Tengdar fréttir

Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May
Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld.

May heldur til Brussel eftir að hafa staðið af sér vantraust
Breski forsætisráðherrann vill tryggingar um að málamiðlun um írsku landamærin verði aðeins tímabundin.

May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi
Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins.