Líklegt að May standist vantraust: Hyggst ekki leiða flokkinn í gegn um næstu kosningar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 12. desember 2018 18:00 Atkvæðagreiðsla um vantraust á hendur May stendur nú yfir. AP/Tim Ireland Þingflokksfundur Íhaldsflokksins hófst klukkan sex og reikna má með að úrslit atkvæðagreiðslu um vantraust verði ljós rétt eftir klukkan átta. Í morgun varð það gert ljóst að meira en 48 þingmenn íhaldsflokksins höfðu óskað þess að vantraust yrði tekið á dagskrá innan þingflokksins og hefur þingflokksformaður Íhaldsmanna orðið við því. Kornið sem fyllti mælinn fyrir harðlínumenn í Íhaldsflokknum var ákvörðun Theresu May að fresta atkvæðagreiðslu í breska þinginu um útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandins. Almenn óánægja hefur ríkt með sáttmálann og nær öruggt að hann yrði felldur yrði greitt um hann atkvæði. May hefur áður mætt miklum mótbyr og hefur heitið því að berjast gegn áskoruninni með kjafti og klóm. Hún hefur þó tilkynnt að hún muni hætta sem leiðtogi fyrir næstu þingkosningar en margir andstæðinga hennar óttast gengi flokksins ef hún myndi leiða hann í gegn um kosningar.Fjölmargir þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við May og spáir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, því að hún nái að standast þetta áhlaup. „Menn hafa verið að telja þetta saman í allan dag og eins og þetta lítur út núna þá er líklegt að hún standi þetta af sér að það dugi ekki til fyrir áskorendurnar að koma henni frá núna,“ segir Eiríkur. Samkvæmt talningu The Guardian hafa 160 þingmenn Íhaldsflokksins lýst yfir stuðningi við May, 28 ætla að greiða atkvæði með vantrausti en 128 hafa ekki gefið upp afstöðu sína. May þarf atkvæði 158 til að standast vantraust. Gerist það má ekki leggja fram vantraust innan Íhaldsflokksins í 12 mánuði. Eiríkur segir að þannig muni hún hljóta ákveðið skjól frá eigin flokksfélögum en enn geti stjórnarandstaðan gripið til vopna. „Ef að stór hluti þingflokks Íhaldsmanna greiðir atkvæði gegn henni skapast færi fyrir Verkamannaflokkinn að bera fram vantraustsyfirlýsingu á hana sem forsætisráðherra,“ segir hann. Þrátt fyrir að May muni standa af sér öll áhlaup er enn ekki fyrirséð hvernig hún muni ná útgöngusáttmálanum í gegn um breska þingið. Mikil andstaða er við sáttmálann og leiðtogar Evrópusambandsins segja að ekki sé mögulegt að endursemja um efni hans. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May sat fyrir svörum í þinginu Brexit var til harðrar umræðu í fyrirspurnatíma forsætirsáðherra í breska þinginu. 12. desember 2018 12:08 Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Þingflokksfundur Íhaldsflokksins hófst klukkan sex og reikna má með að úrslit atkvæðagreiðslu um vantraust verði ljós rétt eftir klukkan átta. Í morgun varð það gert ljóst að meira en 48 þingmenn íhaldsflokksins höfðu óskað þess að vantraust yrði tekið á dagskrá innan þingflokksins og hefur þingflokksformaður Íhaldsmanna orðið við því. Kornið sem fyllti mælinn fyrir harðlínumenn í Íhaldsflokknum var ákvörðun Theresu May að fresta atkvæðagreiðslu í breska þinginu um útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandins. Almenn óánægja hefur ríkt með sáttmálann og nær öruggt að hann yrði felldur yrði greitt um hann atkvæði. May hefur áður mætt miklum mótbyr og hefur heitið því að berjast gegn áskoruninni með kjafti og klóm. Hún hefur þó tilkynnt að hún muni hætta sem leiðtogi fyrir næstu þingkosningar en margir andstæðinga hennar óttast gengi flokksins ef hún myndi leiða hann í gegn um kosningar.Fjölmargir þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við May og spáir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, því að hún nái að standast þetta áhlaup. „Menn hafa verið að telja þetta saman í allan dag og eins og þetta lítur út núna þá er líklegt að hún standi þetta af sér að það dugi ekki til fyrir áskorendurnar að koma henni frá núna,“ segir Eiríkur. Samkvæmt talningu The Guardian hafa 160 þingmenn Íhaldsflokksins lýst yfir stuðningi við May, 28 ætla að greiða atkvæði með vantrausti en 128 hafa ekki gefið upp afstöðu sína. May þarf atkvæði 158 til að standast vantraust. Gerist það má ekki leggja fram vantraust innan Íhaldsflokksins í 12 mánuði. Eiríkur segir að þannig muni hún hljóta ákveðið skjól frá eigin flokksfélögum en enn geti stjórnarandstaðan gripið til vopna. „Ef að stór hluti þingflokks Íhaldsmanna greiðir atkvæði gegn henni skapast færi fyrir Verkamannaflokkinn að bera fram vantraustsyfirlýsingu á hana sem forsætisráðherra,“ segir hann. Þrátt fyrir að May muni standa af sér öll áhlaup er enn ekki fyrirséð hvernig hún muni ná útgöngusáttmálanum í gegn um breska þingið. Mikil andstaða er við sáttmálann og leiðtogar Evrópusambandsins segja að ekki sé mögulegt að endursemja um efni hans.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May sat fyrir svörum í þinginu Brexit var til harðrar umræðu í fyrirspurnatíma forsætirsáðherra í breska þinginu. 12. desember 2018 12:08 Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55
May sat fyrir svörum í þinginu Brexit var til harðrar umræðu í fyrirspurnatíma forsætirsáðherra í breska þinginu. 12. desember 2018 12:08
Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00