Umboðsaðili Toyota á Íslandi þarf að innkalla alls 4021 bifreið vegna galla í loftpúðum. Um er að ræða fjórar gerðir af bílum sem framleiddar voru á árunum 2000 til 2007.
Innköllunin er sundurliðuð á eftirfarandi hátt á vef Neytendastofu:
Avensis - 1654 eintök
Corolla - 2159 eintök
Verso - 185 eintök
Yaris - 23 eintök
Sem fyrr segir er ástæða innköllunarinnar loftpúðar bireiðanna, sem talið er að gætu verið gallaðir. Um er að ræða hluta af alþjóðlegri innköllun sem rekja má til loftpúðaframleiðandans Takata.
Eigendum umræddra bifreiða verður gert viðvart um innköllunina bréfleiðis og eru þeir hvattir til að skipta um loftpúða eða hið minnsta hluta af þeim. Ætla má að viðgerðin sé eigendum að kostnaðarlausu og getur hún tekið allt frá einni klukkustund til tæpra sex klukkustunda.
„Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa,“ segir á vef stofnunarinnar.
Toyota á Íslandi innkallar þúsundir bíla
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Greiðsluáskorun
Samstarf


Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi
Viðskipti innlent

Sjóvá tapar hálfum milljarði
Viðskipti innlent

Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram
Viðskipti innlent

Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags
Viðskipti innlent

Jón Ólafur nýr formaður SA
Viðskipti innlent