Landsnet í eigu þjóðar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 11. desember 2018 08:00 Landsnet er eitt þeirra mikilvægu fyrirtækja sem sinna því sem okkur stjórnmálamönnum er tamt að kalla innviði; það sem þjóðin öll nýtur í gegnum samneyslu sína. Eignarhaldi á slíku fyrirtæki er því best fyrir komið hjá ríkinu sjálfu. Öllum er ljóst hve mikilvægt er að tryggja að rafmagn flæði um landið allt. Það mikilvægi þarf ekki að reifa frekar, því flestir landsmenn búa við þær aðstæður að þurfa ekki að velta dreifingu rafmagns mikið fyrir sér; það er bara þarna og allt virkar svo við getum kveikt ljós í eldhúsinu. Því miður búa ekki allir við slíkt öryggi. Stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku var samþykkt á Alþingi í júní. Þar er sérstaklega kveðið á um að tryggja skuli afhendingaröryggi á raforku um allt land, en nokkur misbrestur hefur verið á því. Atvinnuveganefnd tiltók við afgreiðslu sína að setja ætti þau svæði í sérstakan forgang þar sem staðan er verst; Vestfirði, Eyjafjarðarsvæðið og Suðurnes. Eignarhald Landsnets er um margt nokkuð sérstakt. Það er í dag hlutafélag í eigu Landsvirkjunar, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða. Landsvirkjun á langstærsta hlutann, eða tæp 65%. Þetta fyrirkomulag er um margt óheppilegt og hefur m.a. Ríkisendurskoðun gert athugasemdir við það. Mikilvægt er nefnilega að tryggja sjálfstæði Landsnets gagnvart aðilum á raforkumarkaði, en í því ljósi er ekki eðlilegt að fyrirtækið sé í eigu stærstu framleiðenda raforku á landinu. Eins og fram kemur í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar frá í febrúar, tekur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið undir þessar athugasemdir og hefur til skoðunar tillögur um að fyrirtækið yrði í beinni eigu ríkis og/eða sveitarfélaga, en ekki orkufyrirtækja í þeirra eigu. Landsnet hefur með höndum það verkefni að tryggja það að rafmagn berist til allra landsmanna. Það er þjóðfélagslega mikilvægt verkefni og eðlilegast að það fyrirtæki sem því sinnir sé í beinni eigu ríkisins. Raforkukerfið er okkar allra og á að vera í eigu okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Landsnet er eitt þeirra mikilvægu fyrirtækja sem sinna því sem okkur stjórnmálamönnum er tamt að kalla innviði; það sem þjóðin öll nýtur í gegnum samneyslu sína. Eignarhaldi á slíku fyrirtæki er því best fyrir komið hjá ríkinu sjálfu. Öllum er ljóst hve mikilvægt er að tryggja að rafmagn flæði um landið allt. Það mikilvægi þarf ekki að reifa frekar, því flestir landsmenn búa við þær aðstæður að þurfa ekki að velta dreifingu rafmagns mikið fyrir sér; það er bara þarna og allt virkar svo við getum kveikt ljós í eldhúsinu. Því miður búa ekki allir við slíkt öryggi. Stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku var samþykkt á Alþingi í júní. Þar er sérstaklega kveðið á um að tryggja skuli afhendingaröryggi á raforku um allt land, en nokkur misbrestur hefur verið á því. Atvinnuveganefnd tiltók við afgreiðslu sína að setja ætti þau svæði í sérstakan forgang þar sem staðan er verst; Vestfirði, Eyjafjarðarsvæðið og Suðurnes. Eignarhald Landsnets er um margt nokkuð sérstakt. Það er í dag hlutafélag í eigu Landsvirkjunar, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða. Landsvirkjun á langstærsta hlutann, eða tæp 65%. Þetta fyrirkomulag er um margt óheppilegt og hefur m.a. Ríkisendurskoðun gert athugasemdir við það. Mikilvægt er nefnilega að tryggja sjálfstæði Landsnets gagnvart aðilum á raforkumarkaði, en í því ljósi er ekki eðlilegt að fyrirtækið sé í eigu stærstu framleiðenda raforku á landinu. Eins og fram kemur í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar frá í febrúar, tekur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið undir þessar athugasemdir og hefur til skoðunar tillögur um að fyrirtækið yrði í beinni eigu ríkis og/eða sveitarfélaga, en ekki orkufyrirtækja í þeirra eigu. Landsnet hefur með höndum það verkefni að tryggja það að rafmagn berist til allra landsmanna. Það er þjóðfélagslega mikilvægt verkefni og eðlilegast að það fyrirtæki sem því sinnir sé í beinni eigu ríkisins. Raforkukerfið er okkar allra og á að vera í eigu okkar allra.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar